Ofsóknir í kjölfar hrunsins Flóki Ásgeirsson og Jón Trausti Sigurðarson skrifa 30. júní 2011 06:00 Í grein sinni hér í blaðinu 22. júní síðastliðinn fjallar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um rannsókn sérstaks saksóknara á tilteknum lánveitingum Vátryggingafélags Íslands. Í greininni setur Lýður jafnframt fram nýja túlkun á atburðum líðandi stundar sem telja verður kærkomna viðbót við þjóðmálaumræðuna og nauðsynlegt mótvægi við þá pólitísku rétthugsun sem skotið hefur rótum hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Fjöldi grunaðra bendir til að fáir hafi brotið af sérEins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni er engin leið að draga þá ályktun af miklum málafjölda hjá sérstökum saksóknara að framin hafi verið mörg afbrot í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda efnahagshrunsins. Allt eins má, eins og Lýður vekur athygli okkar á, draga þá ályktun af þessari staðreynd að sérstakur saksóknari valdi ekki hlutverki sínu. Færir Lýður raunar sannfærandi rök fyrir því að sú sé raunin. Lýður bendir á að svo seint sem í mars síðastliðnum hafi sérstakur saksóknari haft hvorki færri né fleiri en 216 einstaklinga grunaða um að hafa viðhaft refsiverða háttsemi í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja. Nægir sú staðreynd ein og sér til að sýna fram á þær ógöngur sem sérstakur saksóknari hefur komið sér í, enda augljóst að útilokað er með öllu að svo margir hafi brotið af sér í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja á undanförnum árum. Fullyrða má að það geti ekki verið nema einn eða tveir og í öllu falli ekki fleiri en fimm sem gerst hafi sekir um slík afbrot á undanförnum árum. Sýnir sú staðreynd ljóslega að hvílíkum farsa starfsemi sérstaks saksóknara er orðin. Fyrirmyndarríkið GrikklandÍ grein sinni vekur Lýður athygli okkar á því að svokallað uppgjör hér á landi við efnahagshrunið 2008 sé án fordæma og nefnir dæmi um önnur ríki sem við mættum fremur taka okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Nefnir Lýður þannig meðal annars að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til þess að láta sem ekkert hafi í skorist við hrun fjármálakerfisins þar í landi í stað þess að leita logandi ljósi að einhverjum til að skella skuldinni á. Er skýringin á því, eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni, allra síst sú að yfirvöld í Bandaríkjunum valdi ekki hlutverki sínu heldur hin að þau gera sér grein fyrir því, ólíkt íslenskum yfirvöldum, að ólíklegt sé að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja hafi átt nokkurn þátt í því að valda hruni fjármálakerfisins. Er enda langalgengast, þegar um slík hrun er að ræða, að þau eigi fyrst og fremst rætur að rekja til einskærrar óheppni. Annað dæmi um land sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar er Grikkland, eins og réttilega er bent á í grein Lýðs. Lýður bendir á að ólíkt Íslendingum hafi Grikkir ekki fallið í þá gryfju að draga leiðtoga úr atvinnu- og stjórnmálalífi sínu fyrir dóm. Er hægur vandi að ímynda sér þær ógöngur sem gríska þjóðin hefði komið sér í hefði hún fallið í þessa gryfju. Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgðÍ grein sinni vekur Lýður athygli á þeirri nöturlegu staðreynd að Íslendingar hafi einir meðal þjóða ákveðið að ákæra stjórnmálamann vegna hruns fjármálakerfisins. Eins og Lýður bendir réttilega á er ákæra á hendur fyrrverandi forsætisráðherra augljóslega pólitísk enda fráleitt að ætla að forsætisráðherra geti borið nokkra ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrynji. Verður að telja slíka hugmynd álíka fjarstæðukennda og þá að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja geti átt þátt í hruni fjármálakerfa. Eru slíkar hugmyndir ekki til marks um annað en það andrúmsloft ofsókna sem ríkt hefur hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Enginn ber ábyrgðEins og Lýður bendir á í grein sinni hefur sá misskilningur skotið rótum í íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshrunsins að hrunið megi að einhverju leyti rekja til háttsemi sem einstaklingar kunni að bera refsiábyrgð á. Þessi hugmynd er öldungis fráleit. Eins og Lýður bendir á hefur enginn verið sóttur til saka í siðmenntuðu landi vegna hruns fjármálakerfis enda útilokað að lögbrot einstaklinga geti átt þátt í slíku hruni. Á þessu þurfum við Íslendingar að átta okkur. Það er tímabært að látið sé af þeim ofsóknum sem ráðið hafa ríkjum á Íslandi að undanförnu og rifjuð séu upp þau gömlu sannindi að þegar ófarir eru annars vegar kemur iðulega í ljós – þegar upp er staðið – að enginn ber neina ábyrgð á nokkrum hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í grein sinni hér í blaðinu 22. júní síðastliðinn fjallar Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður Bakkavarar Group, um rannsókn sérstaks saksóknara á tilteknum lánveitingum Vátryggingafélags Íslands. Í greininni setur Lýður jafnframt fram nýja túlkun á atburðum líðandi stundar sem telja verður kærkomna viðbót við þjóðmálaumræðuna og nauðsynlegt mótvægi við þá pólitísku rétthugsun sem skotið hefur rótum hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Fjöldi grunaðra bendir til að fáir hafi brotið af sérEins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni er engin leið að draga þá ályktun af miklum málafjölda hjá sérstökum saksóknara að framin hafi verið mörg afbrot í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja í aðdraganda efnahagshrunsins. Allt eins má, eins og Lýður vekur athygli okkar á, draga þá ályktun af þessari staðreynd að sérstakur saksóknari valdi ekki hlutverki sínu. Færir Lýður raunar sannfærandi rök fyrir því að sú sé raunin. Lýður bendir á að svo seint sem í mars síðastliðnum hafi sérstakur saksóknari haft hvorki færri né fleiri en 216 einstaklinga grunaða um að hafa viðhaft refsiverða háttsemi í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja. Nægir sú staðreynd ein og sér til að sýna fram á þær ógöngur sem sérstakur saksóknari hefur komið sér í, enda augljóst að útilokað er með öllu að svo margir hafi brotið af sér í tengslum við starfsemi fjármálafyrirtækja á undanförnum árum. Fullyrða má að það geti ekki verið nema einn eða tveir og í öllu falli ekki fleiri en fimm sem gerst hafi sekir um slík afbrot á undanförnum árum. Sýnir sú staðreynd ljóslega að hvílíkum farsa starfsemi sérstaks saksóknara er orðin. Fyrirmyndarríkið GrikklandÍ grein sinni vekur Lýður athygli okkar á því að svokallað uppgjör hér á landi við efnahagshrunið 2008 sé án fordæma og nefnir dæmi um önnur ríki sem við mættum fremur taka okkur til fyrirmyndar í þessum efnum. Nefnir Lýður þannig meðal annars að Bandaríkjamenn hafi borið gæfu til þess að láta sem ekkert hafi í skorist við hrun fjármálakerfisins þar í landi í stað þess að leita logandi ljósi að einhverjum til að skella skuldinni á. Er skýringin á því, eins og Lýður bendir réttilega á í grein sinni, allra síst sú að yfirvöld í Bandaríkjunum valdi ekki hlutverki sínu heldur hin að þau gera sér grein fyrir því, ólíkt íslenskum yfirvöldum, að ólíklegt sé að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja hafi átt nokkurn þátt í því að valda hruni fjármálakerfisins. Er enda langalgengast, þegar um slík hrun er að ræða, að þau eigi fyrst og fremst rætur að rekja til einskærrar óheppni. Annað dæmi um land sem við Íslendingar mættum taka okkur til fyrirmyndar er Grikkland, eins og réttilega er bent á í grein Lýðs. Lýður bendir á að ólíkt Íslendingum hafi Grikkir ekki fallið í þá gryfju að draga leiðtoga úr atvinnu- og stjórnmálalífi sínu fyrir dóm. Er hægur vandi að ímynda sér þær ógöngur sem gríska þjóðin hefði komið sér í hefði hún fallið í þessa gryfju. Stjórnmálamenn bera ekki ábyrgðÍ grein sinni vekur Lýður athygli á þeirri nöturlegu staðreynd að Íslendingar hafi einir meðal þjóða ákveðið að ákæra stjórnmálamann vegna hruns fjármálakerfisins. Eins og Lýður bendir réttilega á er ákæra á hendur fyrrverandi forsætisráðherra augljóslega pólitísk enda fráleitt að ætla að forsætisráðherra geti borið nokkra ábyrgð á því að fjármálakerfi landsins hrynji. Verður að telja slíka hugmynd álíka fjarstæðukennda og þá að refsiverð háttsemi starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja geti átt þátt í hruni fjármálakerfa. Eru slíkar hugmyndir ekki til marks um annað en það andrúmsloft ofsókna sem ríkt hefur hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins. Enginn ber ábyrgðEins og Lýður bendir á í grein sinni hefur sá misskilningur skotið rótum í íslensku samfélagi í kjölfar efnahagshrunsins að hrunið megi að einhverju leyti rekja til háttsemi sem einstaklingar kunni að bera refsiábyrgð á. Þessi hugmynd er öldungis fráleit. Eins og Lýður bendir á hefur enginn verið sóttur til saka í siðmenntuðu landi vegna hruns fjármálakerfis enda útilokað að lögbrot einstaklinga geti átt þátt í slíku hruni. Á þessu þurfum við Íslendingar að átta okkur. Það er tímabært að látið sé af þeim ofsóknum sem ráðið hafa ríkjum á Íslandi að undanförnu og rifjuð séu upp þau gömlu sannindi að þegar ófarir eru annars vegar kemur iðulega í ljós – þegar upp er staðið – að enginn ber neina ábyrgð á nokkrum hlut.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun