Varnarsamningur í sextíu ár 30. júní 2011 06:00 Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin var undirritaður. Í samræmi við ákvæði samningsins kom bandarískur her hingað til lands og dvaldi hér á landi til ársins 2006. Koma hersins á sínum tíma til Íslands var í kjölfar mikillar ólgu í öryggismálum í heiminum og átökum milli austurs (Sovétblokkarinnar) og vesturs (samtaka lýðræðisríkja) sem náði hámarki í Kóreustríðinu árið 1950. Ísland var stofnaðili NATO árið 1949 og var koma hersins hingað til lands tveimur árum síðar byggð á grundvelli samningsins um NATO. Koma bandarísks hers til Íslands 1951 olli hörðum deilum innanlands og var þjóðin klofin í afstöðu sinni og dvöl hans ætíð pólitískt þrætuepli. Árin 1956-1958 og 1971-1974 sátu ríkisstjórnir á Íslandi sem höfðu á stefnuskrá sinni að hefja brottflutning bandaríska hersins en í bæði skiptin varð minna um efndir en vonir stóðu til. Brotthvarf hersins frá Íslandi árið 2006 átti sér stað vegna krafna bandarískra yfirvalda. Þau töldu veru hersins á Keflavíkurflugvelli vera tímaskekkju þar sem engar ógnir stæðu að landinu sem réttlættu dvöl hans. Þann tíma sem herinn dvaldi hér á landi voru hernaðarleg og efnahagsleg umsvif hans mikil. Á sínum tíma námu tekjur af starfsemi hersins um 2% af landsframleiðslu og ávallt var hér öflug flugsveit. Með ákvörðun sinni um brottflutning hersins gjörbreyttu bandarísk stjórnvöld inntaki varnarsamningsins milli þjóðanna. Nú hefur samningurinn ekki meiri þýðingu fyrir Ísland en samningurinn um Atlantshafsbandalagið og þá sérstaklega 5. grein þess samnings, sem fjallar um skyldu ríkja Atlantshafsbandalagsins til að koma einu aðildarríki til varnar sem hefur orðið fyrir árás. Brotthvarf bandaríska hersins skildi landið eftir í ákveðnu tómarúmi hvað öryggismál varðar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með því að gera samninga við önnur NATO-ríki um loftrýmiseftirlit við Ísland og enn fremur gert samstarfssamninga við Dani og Norðmenn um samstarf á N-Atlantshafi um öryggis- og björgunarmál. Að auki höfðu íslensk stjórnvöld frumkvæði að því að efna til mikilla umræðna um öryggis- og varnarmál á N-Atlantshafi meðal Norðurlandaþjóðanna. Sú umræða rataði í mikla skýrslu sem kennd er við Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, þar sem reifaðar voru ýmsar hliðar á öryggis-, varnar- og björgunarmálum á N-Atlantshafi. Í skýrslunni komu fram margar tillögur sem enn er verið að ræða frekar, t.d. umsjón Norðurlandaríkja með loftrýmisgæslu yfir Íslandi og samstöðuyfirlýsing Norðurlandaríkja í öryggis- og varnarmálum. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að sækja um aðild að ESB. Þó að öryggismál sem slík séu ekki hluti af aðalstarfsemi ESB tengjast þau starfsemi sambandsins og geta gefið Íslandi aukið skjól ef af aðild verður. Því er ljóst að íslensk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að efla öryggi landsins út á við vegna brotthvarfs bandaríska hersins árið 2006. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir eru 60 ár liðin frá því að varnarsamningur Íslands við Bandaríkin var undirritaður. Í samræmi við ákvæði samningsins kom bandarískur her hingað til lands og dvaldi hér á landi til ársins 2006. Koma hersins á sínum tíma til Íslands var í kjölfar mikillar ólgu í öryggismálum í heiminum og átökum milli austurs (Sovétblokkarinnar) og vesturs (samtaka lýðræðisríkja) sem náði hámarki í Kóreustríðinu árið 1950. Ísland var stofnaðili NATO árið 1949 og var koma hersins hingað til lands tveimur árum síðar byggð á grundvelli samningsins um NATO. Koma bandarísks hers til Íslands 1951 olli hörðum deilum innanlands og var þjóðin klofin í afstöðu sinni og dvöl hans ætíð pólitískt þrætuepli. Árin 1956-1958 og 1971-1974 sátu ríkisstjórnir á Íslandi sem höfðu á stefnuskrá sinni að hefja brottflutning bandaríska hersins en í bæði skiptin varð minna um efndir en vonir stóðu til. Brotthvarf hersins frá Íslandi árið 2006 átti sér stað vegna krafna bandarískra yfirvalda. Þau töldu veru hersins á Keflavíkurflugvelli vera tímaskekkju þar sem engar ógnir stæðu að landinu sem réttlættu dvöl hans. Þann tíma sem herinn dvaldi hér á landi voru hernaðarleg og efnahagsleg umsvif hans mikil. Á sínum tíma námu tekjur af starfsemi hersins um 2% af landsframleiðslu og ávallt var hér öflug flugsveit. Með ákvörðun sinni um brottflutning hersins gjörbreyttu bandarísk stjórnvöld inntaki varnarsamningsins milli þjóðanna. Nú hefur samningurinn ekki meiri þýðingu fyrir Ísland en samningurinn um Atlantshafsbandalagið og þá sérstaklega 5. grein þess samnings, sem fjallar um skyldu ríkja Atlantshafsbandalagsins til að koma einu aðildarríki til varnar sem hefur orðið fyrir árás. Brotthvarf bandaríska hersins skildi landið eftir í ákveðnu tómarúmi hvað öryggismál varðar. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með því að gera samninga við önnur NATO-ríki um loftrýmiseftirlit við Ísland og enn fremur gert samstarfssamninga við Dani og Norðmenn um samstarf á N-Atlantshafi um öryggis- og björgunarmál. Að auki höfðu íslensk stjórnvöld frumkvæði að því að efna til mikilla umræðna um öryggis- og varnarmál á N-Atlantshafi meðal Norðurlandaþjóðanna. Sú umræða rataði í mikla skýrslu sem kennd er við Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, þar sem reifaðar voru ýmsar hliðar á öryggis-, varnar- og björgunarmálum á N-Atlantshafi. Í skýrslunni komu fram margar tillögur sem enn er verið að ræða frekar, t.d. umsjón Norðurlandaríkja með loftrýmisgæslu yfir Íslandi og samstöðuyfirlýsing Norðurlandaríkja í öryggis- og varnarmálum. Nú hafa íslensk stjórnvöld ákveðið að sækja um aðild að ESB. Þó að öryggismál sem slík séu ekki hluti af aðalstarfsemi ESB tengjast þau starfsemi sambandsins og geta gefið Íslandi aukið skjól ef af aðild verður. Því er ljóst að íslensk stjórnvöld hafa gripið til margvíslegra aðgerða til að efla öryggi landsins út á við vegna brotthvarfs bandaríska hersins árið 2006.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun