Tökum höndum saman - útrýmum ofbeldi gegn konum 30. júní 2011 06:30 Hinn 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi áætlun í jafnréttismálum sem tekur til áranna 2011 til 2014. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi aðgerðir til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Áætlun stjórnvalda ber þess merki að Ísland hyggst vera leiðandi afl þegar kemur að því að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og þess má geta að Ísland varð nýlega meðal fyrstu þrettán aðildarríkja Evrópuráðsins til þess að undirrita alþjóðasamning sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningur Evrópuráðsins var til umræðu á ráðstefnunni Zero tolerance against domestic violence: Towards a comprehensive EU-wide policy sem undirritaðar sóttu í Brussel hinn 14. júní síðastliðinn. Ríki sem hafa undirritað samninginn eru skuldbundin til að hrinda af stað áætlun til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, sjá til þess að fórnarlömb kynbundins ofbeldis hljóti nauðsynlega umönnun og vernd og sjá til þess að ofbeldismaðurinn hljóti tilhlýðilega refsingu. Á ráðstefnunni var einnig rætt mikilvægi þess að grípa til samræmdra aðgerða til að sporna gegn heimilisofbeldi í samfélaginu og að ólíkar stofnanir grípi til aukinnar samvinnu.Ásdís A. Arnalds félagsfræðingurMeðal aðgerða sem þarf að samræma er hvernig ofbeldismál eru skráð og hvernig skima eigi fyrir ofbeldi meðal fagstétta sem veita þjónustu til kvenna, svo sem í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá þarf einnig að auka þekkingu fagfólks á birtingarmyndum ofbeldis og viðbrögðum við ofbeldi. Einn af frummælendum á ráðstefnunni, Anthony Wills, sem veitir samtökunum Standing together against domestic violence forystu, greindi frá því hversu erfitt er að samræma skráningu innan bresku lögreglunnar, þar sem ólíkar verklagsreglur eru hafðar uppi í hinum fjölmörgu lögregluumdæmum í Bretlandi. Þá er menntun og þjálfun lögreglumanna þar í landi mjög misjöfn og mismunandi hugmyndir eru uppi um hvernig eigi að taka á heimilisofbeldi. Hér teljum við að vegna smæðar sinnar hafi Ísland mikla sérstöðu, ekki síst þar sem allir lögreglumenn ganga í sama lögregluskólann og fá þar viðeigandi fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli takast á við heimilisofbeldi. Það kom einnig fram í rannsókn á vinnulagi og viðhorfi lögreglumanna sem Ingólfur V. Gíslason vann fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að lögreglumenn landsins eru allir menntaðir á sama stað og telja sig ekki skorta frekari menntun í því hvernig eigi að takast á við ofbeldi gegn konum. Þegar kemur að félags- og heilbrigðisþjónustu er ljóst að menntun fagstétta er sömuleiðis að miklu leyti á sömu hendi. Aðeins ein stofnun á Íslandi sér um menntun félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna og tvær háskólastofnanir sjá um menntun hjúkrunarfræðinga. Með aukinni samvinnu geta þessar fagstéttir gegnt lykilhlutverki þegar kemur að skimun á ofbeldi. Auk þess að auka samvinnu ólíkra fagstétta er nauðsynlegt að fagfólk öðlist þekkingu á því hvernig eigi að opna á umræðu um ofbeldi. Í nýlegum rannsóknum sem Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd framkvæmdi fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið kom í ljós að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og skólasamfélaginu telur sig ekki hafa nægilega þekkingu á því hvernig skuli ræða um ofbeldi. Með aukinni fræðslu um ofbeldi og endurmenntun fagstétta ætti Ísland að geta verið í fararbroddi fyrir það hvernig eigi að byggja upp þjónustu svo árangur náist. Við getum lært margt af reynslu Svía, en stjórnvöld þar í landi hafa komið á fót stofnun sem hefur það að markmiði að auka vitund fólks um kynbundið ofbeldi. Meðal aðgerða sem stofnunin hefur gripið til er að auka rannsóknir á kynbundu ofbeldi, sjá til þess að fræðsla um ofbeldi sé samtvinnuð námi í lögregluskóla og námi í hjúkrun, lögfræði og læknisfræði og þjálfa fagstéttir í því hvernig eigi að spyrja konur að því hvort þær hafi verið beittar ofbeldi. Loks þarf að skoða betur hvernig er hægt að auka líkur á því að ofbeldismönnum sé refsað fyrir brot sitt. Rannsóknir hafa sýnt að konur veigra sér við að kæra heimilisofbeldi af ótta við ofbeldismanninn og vegna þess að þær kenna sjálfri sér um ofbeldið. Ein leið, sem hefur verið til umræðu, er að taka ábyrgðina á því að kæra frá konunni. Skoða ætti af fullri alvöru hvort lögregla ætti alltaf að kæra heimilisofbeldi sem hún fær tilkynningu um, án tillits til afstöðu konunnar. Slík málsmeðferð gæti aukið líkurnar á því að konan segði frá því ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilisins. Þá má ekki gleyma mikilvægi þess að endurhæfa þessa menn til að draga úr líkunum á frekara ofbeldi í nýju sambandi. Drögum tjöldin frá var heiti á nýlegri ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins, Jafnréttisstofu, Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA. Heiti ráðstefnunnar vísar til þess hve mikilvægt er að tala um ofbeldi til þess að unnt sé að sporna gegn því. Drögum tjöldin frá og fáum allt upp á borðið. Líðum ekki ofbeldi í íslensku samfélagi, nýtum okkur smæð samfélagsins og verðum leiðandi í því hvernig skuli útrýma ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Sjá meira
Hinn 19. maí síðastliðinn var samþykkt á Alþingi áætlun í jafnréttismálum sem tekur til áranna 2011 til 2014. Í áætluninni er meðal annars lögð áhersla á áframhaldandi aðgerðir til að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Áætlun stjórnvalda ber þess merki að Ísland hyggst vera leiðandi afl þegar kemur að því að sporna gegn kynbundnu ofbeldi og þess má geta að Ísland varð nýlega meðal fyrstu þrettán aðildarríkja Evrópuráðsins til þess að undirrita alþjóðasamning sem hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi. Samningur Evrópuráðsins var til umræðu á ráðstefnunni Zero tolerance against domestic violence: Towards a comprehensive EU-wide policy sem undirritaðar sóttu í Brussel hinn 14. júní síðastliðinn. Ríki sem hafa undirritað samninginn eru skuldbundin til að hrinda af stað áætlun til að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi, sjá til þess að fórnarlömb kynbundins ofbeldis hljóti nauðsynlega umönnun og vernd og sjá til þess að ofbeldismaðurinn hljóti tilhlýðilega refsingu. Á ráðstefnunni var einnig rætt mikilvægi þess að grípa til samræmdra aðgerða til að sporna gegn heimilisofbeldi í samfélaginu og að ólíkar stofnanir grípi til aukinnar samvinnu.Ásdís A. Arnalds félagsfræðingurMeðal aðgerða sem þarf að samræma er hvernig ofbeldismál eru skráð og hvernig skima eigi fyrir ofbeldi meðal fagstétta sem veita þjónustu til kvenna, svo sem í heilbrigðis- og félagsþjónustu. Þá þarf einnig að auka þekkingu fagfólks á birtingarmyndum ofbeldis og viðbrögðum við ofbeldi. Einn af frummælendum á ráðstefnunni, Anthony Wills, sem veitir samtökunum Standing together against domestic violence forystu, greindi frá því hversu erfitt er að samræma skráningu innan bresku lögreglunnar, þar sem ólíkar verklagsreglur eru hafðar uppi í hinum fjölmörgu lögregluumdæmum í Bretlandi. Þá er menntun og þjálfun lögreglumanna þar í landi mjög misjöfn og mismunandi hugmyndir eru uppi um hvernig eigi að taka á heimilisofbeldi. Hér teljum við að vegna smæðar sinnar hafi Ísland mikla sérstöðu, ekki síst þar sem allir lögreglumenn ganga í sama lögregluskólann og fá þar viðeigandi fræðslu og þjálfun í því hvernig skuli takast á við heimilisofbeldi. Það kom einnig fram í rannsókn á vinnulagi og viðhorfi lögreglumanna sem Ingólfur V. Gíslason vann fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að lögreglumenn landsins eru allir menntaðir á sama stað og telja sig ekki skorta frekari menntun í því hvernig eigi að takast á við ofbeldi gegn konum. Þegar kemur að félags- og heilbrigðisþjónustu er ljóst að menntun fagstétta er sömuleiðis að miklu leyti á sömu hendi. Aðeins ein stofnun á Íslandi sér um menntun félagsráðgjafa, sálfræðinga og lækna og tvær háskólastofnanir sjá um menntun hjúkrunarfræðinga. Með aukinni samvinnu geta þessar fagstéttir gegnt lykilhlutverki þegar kemur að skimun á ofbeldi. Auk þess að auka samvinnu ólíkra fagstétta er nauðsynlegt að fagfólk öðlist þekkingu á því hvernig eigi að opna á umræðu um ofbeldi. Í nýlegum rannsóknum sem Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd framkvæmdi fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið kom í ljós að starfsfólk í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og skólasamfélaginu telur sig ekki hafa nægilega þekkingu á því hvernig skuli ræða um ofbeldi. Með aukinni fræðslu um ofbeldi og endurmenntun fagstétta ætti Ísland að geta verið í fararbroddi fyrir það hvernig eigi að byggja upp þjónustu svo árangur náist. Við getum lært margt af reynslu Svía, en stjórnvöld þar í landi hafa komið á fót stofnun sem hefur það að markmiði að auka vitund fólks um kynbundið ofbeldi. Meðal aðgerða sem stofnunin hefur gripið til er að auka rannsóknir á kynbundu ofbeldi, sjá til þess að fræðsla um ofbeldi sé samtvinnuð námi í lögregluskóla og námi í hjúkrun, lögfræði og læknisfræði og þjálfa fagstéttir í því hvernig eigi að spyrja konur að því hvort þær hafi verið beittar ofbeldi. Loks þarf að skoða betur hvernig er hægt að auka líkur á því að ofbeldismönnum sé refsað fyrir brot sitt. Rannsóknir hafa sýnt að konur veigra sér við að kæra heimilisofbeldi af ótta við ofbeldismanninn og vegna þess að þær kenna sjálfri sér um ofbeldið. Ein leið, sem hefur verið til umræðu, er að taka ábyrgðina á því að kæra frá konunni. Skoða ætti af fullri alvöru hvort lögregla ætti alltaf að kæra heimilisofbeldi sem hún fær tilkynningu um, án tillits til afstöðu konunnar. Slík málsmeðferð gæti aukið líkurnar á því að konan segði frá því ofbeldi sem á sér stað innan veggja heimilisins. Þá má ekki gleyma mikilvægi þess að endurhæfa þessa menn til að draga úr líkunum á frekara ofbeldi í nýju sambandi. Drögum tjöldin frá var heiti á nýlegri ráðstefnu á vegum velferðarráðuneytisins, Jafnréttisstofu, Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd og Rannsóknamiðstöðvar gegn ofbeldi við HA. Heiti ráðstefnunnar vísar til þess hve mikilvægt er að tala um ofbeldi til þess að unnt sé að sporna gegn því. Drögum tjöldin frá og fáum allt upp á borðið. Líðum ekki ofbeldi í íslensku samfélagi, nýtum okkur smæð samfélagsins og verðum leiðandi í því hvernig skuli útrýma ofbeldi.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun