Niðursoðnir útkjálkar Ingimundur Gíslason skrifar 29. júní 2011 05:30 Frændi minn, Jóhannes Arason (1913-2009), og um tíma bóndi á Múla í Gufudalssveit í Barðastrandasýslu, vann marga vetur við saltfiskverkun í Grindavík. Fyrrum bóndi á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, Benedikt Pétursson (1892-1964), fór ungur gangandi úr Skagafirði til skólavistar í Flensborg í Hafnarfirði. Framangreindar athafnir þessara manna eru góð dæmi um þann hreyfanleika sem um aldir hefur einkennt íslenska þjóð. Hreyfanleika sem meðal annarra er ein orsök þess að vart er hægt að tala um mállýskur í íslenskri tungu. Íslenskum pólitíkusum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði landsbyggðarinnar komnir. Þeir vilja til að mynda að byggðir strjálbýlis haldist áfram óbreyttar að íbúatölu og atvinnustarfsemi. Þetta kalla þeir byggðastefnu og hún virðist mega kosta næstum því hvað sem er. Hinir sem ekki búa úti á landi skulu borga brúsann. Byggðastefnan felst aðallega í því að sjóða niður núverandi stöðu byggða úti á landi, leggja í krukku með formalíni, varðveita, konservera. Einn hluti nýlegs frumvarps Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra er á þessum nótum. Þar á að úthluta byggðakvóta til fiskveiða, talað er um línuívilnun og ég veit ekki hvað og hvað. Hugtök eins og hagkvæmni, arðsköpun, bætt lífskjör allra landsmanna eru þar aukaatriði. Formaður sjávarútvegsnefndar segir að samfélagsleg sjónarmið skipti ekki síður máli en þau hagfræðilegu. En í samfélagi hverra? Er niðursuða byggða við sjávarsíðuna samfélagsleg aðgerð? Spyr sá sem ekki veit. Íslenskar sjávarbyggðir eiga betra skilið en að verða að eins konar rómantískum sælureitum fyrir útlenda ferðamenn, þorpum þar sem fáeinir smábátar leggja að landi í sumarblíðunni með nokkra fiska innanborðs. Eða að unaðsreitum fyrir örfáa útvalda líkt og Petit Trianon var í Versölum á tíma Lúðvíks sextánda Frakkakonungs þar sem spúsa hans, Marie Antoinette, og hirðdömur hennar mjólkuðu kýr í tötrum sveitakvenna. Stærsta, og raunverulega hið eina, byggðavandamál á Íslandi er það að landið haldist ekki í byggð sem þróttmikið samfélag framfara, hreyfanleika og blómstrandi mannlífs. Mikilvægt er að það takist að stöðva vaxandi atgervisflótta til útlanda og að ungt menntað fólk vilji búa á Íslandi. Ísland má nefnilega ekki verða steinrunnið byggðasafn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frændi minn, Jóhannes Arason (1913-2009), og um tíma bóndi á Múla í Gufudalssveit í Barðastrandasýslu, vann marga vetur við saltfiskverkun í Grindavík. Fyrrum bóndi á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði, Benedikt Pétursson (1892-1964), fór ungur gangandi úr Skagafirði til skólavistar í Flensborg í Hafnarfirði. Framangreindar athafnir þessara manna eru góð dæmi um þann hreyfanleika sem um aldir hefur einkennt íslenska þjóð. Hreyfanleika sem meðal annarra er ein orsök þess að vart er hægt að tala um mállýskur í íslenskri tungu. Íslenskum pólitíkusum er mikið í mun að varðveita það sem er, einkum þeim sem eru upp á atkvæði landsbyggðarinnar komnir. Þeir vilja til að mynda að byggðir strjálbýlis haldist áfram óbreyttar að íbúatölu og atvinnustarfsemi. Þetta kalla þeir byggðastefnu og hún virðist mega kosta næstum því hvað sem er. Hinir sem ekki búa úti á landi skulu borga brúsann. Byggðastefnan felst aðallega í því að sjóða niður núverandi stöðu byggða úti á landi, leggja í krukku með formalíni, varðveita, konservera. Einn hluti nýlegs frumvarps Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra er á þessum nótum. Þar á að úthluta byggðakvóta til fiskveiða, talað er um línuívilnun og ég veit ekki hvað og hvað. Hugtök eins og hagkvæmni, arðsköpun, bætt lífskjör allra landsmanna eru þar aukaatriði. Formaður sjávarútvegsnefndar segir að samfélagsleg sjónarmið skipti ekki síður máli en þau hagfræðilegu. En í samfélagi hverra? Er niðursuða byggða við sjávarsíðuna samfélagsleg aðgerð? Spyr sá sem ekki veit. Íslenskar sjávarbyggðir eiga betra skilið en að verða að eins konar rómantískum sælureitum fyrir útlenda ferðamenn, þorpum þar sem fáeinir smábátar leggja að landi í sumarblíðunni með nokkra fiska innanborðs. Eða að unaðsreitum fyrir örfáa útvalda líkt og Petit Trianon var í Versölum á tíma Lúðvíks sextánda Frakkakonungs þar sem spúsa hans, Marie Antoinette, og hirðdömur hennar mjólkuðu kýr í tötrum sveitakvenna. Stærsta, og raunverulega hið eina, byggðavandamál á Íslandi er það að landið haldist ekki í byggð sem þróttmikið samfélag framfara, hreyfanleika og blómstrandi mannlífs. Mikilvægt er að það takist að stöðva vaxandi atgervisflótta til útlanda og að ungt menntað fólk vilji búa á Íslandi. Ísland má nefnilega ekki verða steinrunnið byggðasafn.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun