Evrópskt vísinda- og menntasamstarf hefur skilaði miklum ávinningi fyrir Ísland Ágúst Hjörtur Ingþórsson skrifar 29. júní 2011 07:00 Þau merku tímamót áttu sér stað í gær að formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hófust. Opnaðir voru til samninga 4 af 35 köflum sem semja þarf um – og var tveimur þeirra lokið þegar á fyrsta samningafundi. Það voru kaflarnir um rannsóknir og vísindi annars vegar og menntun og menningu hins vegar. Skýringin á því hversu greiðlega gekk að ganga frá þessum köflum er sú að Ísland hefur tekið fullan og virkan þátt í samstarfi á þessu sviði allar götur frá árinu 1994. Þátttaka hefur verið mikil og árangur góður eins og hér verður rakið.10 milljarða nettó fjárhagslegur ávinningur Í súluritinu sem hér fylgir má sjá fjárhagslegt umfang þessa samstarfs eins og það snýr að Íslandi. Súluritið sýnir annars vegar þá styrki sem íslenskir aðilar hafa fengið til samstarfsverkefna á ýmsum sviðum og hins vegar þær fjárhagslega skuldbindingar sem Ísland þarf að standa skil á. Tvennt er fréttnæmt í þessum tölum, sem ekki hafa verið birtar áður opinberlega með þessum hætti: annars vegar er umfang styrkja til íslenskra aðila sem numið hefur um 150 milljónum evra á tímabilinu (um 25 ma.kr. á gengi í júní 2011). Hins vegar sú staðreynd að Ísland hefur öll árin greitt minna í þátttökugjöld en nemur styrkveitingum. Fyrir tímabilið í heild munar meira en 60 milljónum evra – eða um 10 milljörðum króna – sem er nettó fjárhagslegur ávinningur af samstarfinu. Úthlutaðir styrkir til íslenskra aðila og þátttökugjöld sem Ísland greiðir vegna þátttöku í samstarfsáætlunum ESB 1995-2010.Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að ýta á myndina.(Upplýsingum um úthlutanir styrkja til íslenskra aðila hefur verið safnað saman af greinarhöfundi frá einstökum skrifstofum áætlana og ná til mikils meirihluta styrkja sem úthlutað er, en þó ekki allra styrkja. Því eru tölur um styrkveitingar fremur vantaldar en oftaldar. Upplýsingar um greiðsluskuldbindingar Íslands fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel. Mikill samdráttur í þjóðarframleiðslu 2008-9 skýrir mikla lækkun á skuldbindingum fyrir árið 2010. Allar tölur settar fram í evrum þar sem úthlutanir eru í evrum og skuldbindingar Íslands einnig – fer eftir greiðsluári hvaða upphæð er greidd í íslenskum krónum og hversu mikið fæst fyrir styrkveitingar.)Ávinningur umfram beina styrki Beinir styrkir til íslenskra aðila segja þó ekki nema hálfa söguna – og tæplega það. Ekki síður skiptir máli að fá aðgang að þekkingu og samstarfi sem getur verið miklu verðmætara en styrkirnir sjálfir. Heppilegt er að taka dæmi úr rannsóknageiranum til að skýra þetta nánar. Á s.l. fjórum árum nema rannsókna- og þróunarstyrkir til íslenskra aðila um 26 milljónum evra (liðlega 4 ma.kr. á gengi ársins 2011) til 112 verkefna. Hér er um verulega upphæð að ræða, sem sjá má af því að á sama tíma höfðu tveir meginsjóðir íslensks rannsóknasamfélags Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður samtals til ráðstöfunar 5,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs. Sú tala bliknar þó í samanburði við umfang þeirra verkefna sem íslenskir aðilar taka þátt í: heildarstyrkveiting ESB til þessara 112 verkefna er 335 milljónir evra (um 55 ma.kr.). Íslenskir aðilar fá þannig beinan aðgang að rannsókna- og þróunarverkefnum sem eru 12 sinnum umfangsmeiri en þeirra eigin hluti í verkefnunum. Líklegt er að það skili síst minni ávinningi en beinu styrkirnir og efli rannsókna- og þróunarstarf í landinu.Ávinningur fyrir stofnanir og einstök fyrirtæki Þátttaka í evrópsku samstarfi færir bæði fyrirtækjum og stofnunum ávinning í formi styrkja og aðgengis að þekkingu, samstarfi og jafnvel nýju starfsfólki. Ef litið er á beinan fjárhagslegan ávinning, er stærsti einstaki íslenski styrkþeginn í rannsóknaráætluninni á síðustu árum fyrirtækið Íslensk erfðagreining. Frá 2007-2010 hefur fyrirtækið fengið úthlutað um 8,6 milljónum evra í styrki (um 1,4 ma.kr.). Varla þarf að fjölyrða að þetta hefur skipt máli í rekstri fyrirtækisins sérstaklega í því umhverfi sem verið hefur frá síðari hluta árs 2008. En þessi árangur er einnig til marks um að fyrirtækið er að vinna að verkefnum sem þykja markverð og eru styrkhæf í opinni samkeppni við bestu fyrirtæki og stofnanir í Evrópu. Næst stærsti styrkþegi 7. rannsóknaáætlunar ESB er Háskóli Íslands sem á síðustu 4 árum hefur fengið úthlutað meira en 6 milljónum evra (ríflega 1 ma.kr.). Það er mikilvæg viðbót við rannsóknafé skólans – sérstaklega á tímum mikils niðurskurðar – en ekki skiptir minna máli aðgengi að evrópsku rannsóknasamstarfi. Nýdoktorar sem koma til starfa við íslensku háskólana með styrk frá ESB bæta mikilvægri og alþjóðlegri vídd við það rannsóknastarf sem þar á sér stað.Ávinningur fyrir marga einstaklinga Telja má víst að vel yfir 20.000 Íslendingar hafi tekið beinan þátt í evrópsku samstarfi síðustu 16 árin sem er umtalsverður fjöldi. Flóran er fjölbreytt: Frá þátttöku í rannsókna- og þróunarverkefnum til nokkurra ára, til náms við evrópska háskóla í eina önn eða starfsþjálfun í fyrirtæki um nokkurra vikna skeið til stuttra námsheimsókna t.d. um nýjungar í kennsluháttum. Allt hefur þetta bein áhrif á þekkingu og hæfni viðkomandi einstaklinga sem læra og þroskast og verða vonandi færari um að leggja sitt af mörkum til samfélagsins síðar. Ekki eru til tæmandi tölur um fjölda einstaklinga sem fengið hafa styrki og því er um rökstudda áætlun að ræða. Stærsta áætlunin á þessu sviði er Menntaáætlun ESB en frá 1995 hafa meira en 13.000 Íslendingar fengið styrki til náms- og starfsdvala í Evrópuríkjum í mislangan tíma. Stærstu hóparnir þar eru nemendur og kennarar úr framhalds- og háskólum en fjölbreytnin er mikil. Þetta sést vel á meðfylgjandi töflu sem sýnir skiptingu styrkþega á ólíkum skólastigum eftir árum. Það sést einnig að talsverð aukning á sér stað eftir 2007 þegar ný menntaáætlun hóf göngu sína. Fjöldi íslenskra styrkþega Menntaáætlunar ESB 1995-2010 (Upplýsingar frá Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB) Næst stærst er ungmennaáætlun ESB sem veitir styrki til hundraða einstaklinga árlega, til ungmennaskipta, frumkvæðisverkefna og sjálfboðaliðastarfa. Þá er ótaldir þeir einstaklingar sem tekið hafa þátt í yfir 500 rannsókna- og þróunarverkefnum sem íslenskir aðilar hafa fengið styrki til s.l. 16 ár, en í flestum tilfellum er um nokkurn fjölda þátttakenda að ræða í hverju verkefni. Á grundvelli þessa er óhætt að fullyrða að fjöldi einstaklinga sem hafa tekið beinan þátt sé kominn vel yfir 20.000.Breytist eitthvað við ESB aðild? Sá árangur sem að framan er rakinn rennir stoðum undir þá fullyrðingu að mikill fjöldi Íslendinga hafi með beinum hætti notið ávinnings af evrópsku samstarfi og það eigi einnig við um stofnanir og fyrirtæki. Spurningin sem vaknar er því eðlilega sú hvort aðild að ESB hefði einhver áhrif á þetta samstarf – ef til aðildar kemur. Svarið er einfalt og á við um fleiri svið EES samstarfsins: við fengjum fullan aðgang og þátttökurétt í stefnumótun og ákvörðunum um forgangsröðun og áherslur við mótun nýrra áætlana sem við höfum ekki haft fram til þessa. Þátttaka okkar í rannsókna, mennta- og menningarsamstarfi tryggir okkur rétt til styrkja á samkeppnisgrunni og við eigum áheyrnarfulltrúa í stjórnarnefndum og ráðum. En við höfum ekkert atkvæði þegar til ákvarðana kemur og það hefur gerst að fulltrúum annarra en ESB ríkja er gert að yfirgefa fundi meðan formlegar ákvarðanir eru teknar. Þá höfum við heldur ekki aðgang að þeim vettvangi undir ráðherraráði ESB þar sem framtíðaráætlanir eru mótaðar og þar sem mestu skiptir að halda hagsmunum okkar á lofti. Eftir því sem þeim ríkjum fjölgar sem vilja taka þátt í rannsókna- og menntasamstarfi afmarkar ESB enn betur þátttöku og aðkomu að ákvarðanatöku. Óbreytt staða mun því líklega fela í sér jafnvel enn minni áhrif en við höfum þó getað haft með óbeinum hætti fram til þessa.Fullgildir þátttakendur og höfum margt fram að færa Reynslan af þeim 16 árum sem liðin eru í evrópsku samstarfi á fjölmörgum sviðum færir okkur heim sanninn um tvennt. Annars vegar að íslenskir aðilar eru fullfærir um að standa sig vel í opinni evrópskri samkeppni þar sem sömu leikreglur og viðmið gilda fyrir alla. Okkur hefur gengið vel að sækja styrki og fáum þar meira en við leggum til. Hins vegar sýnir reynslan að við höfum margt fram að færa (sem er líklega skýringin á því hversu vel okkur gengur að afla styrkja). Þetta má sjá í þeim mikla fjölda evrópskra nemenda sem sækist eftir skólavist við íslenska háskóla, á velgengni verkefna með íslenskri þátttöku og því í hve mörgum tilvikum íslenskar stofnir hafa tekið að sér leiðandi hlutverk í krefjandi samstarfsverkefnum. Þetta skiptir ekki síst máli í ljósi samninga um mögulega aðild Íslands að ESB. Við getum og eigum að ganga til slíkra samninga hnarreistir í fullvissu þess að við höfum margt fram að færa og að okkar samningsstaða sé því sterk.Vísar fyrsta samningsreynslan veginn? Fyrsta reynslan af samningsviðræðum ýtir undir þessa skoðun. Bæði helstu samningsmarkmið sem Ísland setti sér fyrir þessa tvo kafla náðu fram að ganga: Fyrra atriðið er að Íslendingar munu ekki þurfa að greiða stofnframlag í s.k. kola- og stálrannsóknasjóð þótt gert sé ráð fyrir að ný aðildarríki geri það. Hér fékkst undanþága frá almennu reglunni á grundvelli þess að enginn slíkur iðnaðar er á Íslandi og því ástæðulaust að við greiðum fyrir aðgengi að rannsóknum sem tæpast nýtast okkur. Síðara atriðið mun skipta miklu fleiri máli, en það er að Íslendingar munu sitja við saman borð og aðrar ESB þjóðir hvað varðar skólagjöld í Bretlandi. Fram til þessa hafa Íslendingar greitt þar full skólagjöld, sem hefur þýtt að mun færri hafa getað sótt sé menntun þangað en ella hefði verið. Það mun breytast til batnaðar komi til aðildar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þau merku tímamót áttu sér stað í gær að formlegar samningaviðræður um aðild Íslands að Evrópusambandinu hófust. Opnaðir voru til samninga 4 af 35 köflum sem semja þarf um – og var tveimur þeirra lokið þegar á fyrsta samningafundi. Það voru kaflarnir um rannsóknir og vísindi annars vegar og menntun og menningu hins vegar. Skýringin á því hversu greiðlega gekk að ganga frá þessum köflum er sú að Ísland hefur tekið fullan og virkan þátt í samstarfi á þessu sviði allar götur frá árinu 1994. Þátttaka hefur verið mikil og árangur góður eins og hér verður rakið.10 milljarða nettó fjárhagslegur ávinningur Í súluritinu sem hér fylgir má sjá fjárhagslegt umfang þessa samstarfs eins og það snýr að Íslandi. Súluritið sýnir annars vegar þá styrki sem íslenskir aðilar hafa fengið til samstarfsverkefna á ýmsum sviðum og hins vegar þær fjárhagslega skuldbindingar sem Ísland þarf að standa skil á. Tvennt er fréttnæmt í þessum tölum, sem ekki hafa verið birtar áður opinberlega með þessum hætti: annars vegar er umfang styrkja til íslenskra aðila sem numið hefur um 150 milljónum evra á tímabilinu (um 25 ma.kr. á gengi í júní 2011). Hins vegar sú staðreynd að Ísland hefur öll árin greitt minna í þátttökugjöld en nemur styrkveitingum. Fyrir tímabilið í heild munar meira en 60 milljónum evra – eða um 10 milljörðum króna – sem er nettó fjárhagslegur ávinningur af samstarfinu. Úthlutaðir styrkir til íslenskra aðila og þátttökugjöld sem Ísland greiðir vegna þátttöku í samstarfsáætlunum ESB 1995-2010.Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að ýta á myndina.(Upplýsingum um úthlutanir styrkja til íslenskra aðila hefur verið safnað saman af greinarhöfundi frá einstökum skrifstofum áætlana og ná til mikils meirihluta styrkja sem úthlutað er, en þó ekki allra styrkja. Því eru tölur um styrkveitingar fremur vantaldar en oftaldar. Upplýsingar um greiðsluskuldbindingar Íslands fengnar frá skrifstofu EFTA í Brussel. Mikill samdráttur í þjóðarframleiðslu 2008-9 skýrir mikla lækkun á skuldbindingum fyrir árið 2010. Allar tölur settar fram í evrum þar sem úthlutanir eru í evrum og skuldbindingar Íslands einnig – fer eftir greiðsluári hvaða upphæð er greidd í íslenskum krónum og hversu mikið fæst fyrir styrkveitingar.)Ávinningur umfram beina styrki Beinir styrkir til íslenskra aðila segja þó ekki nema hálfa söguna – og tæplega það. Ekki síður skiptir máli að fá aðgang að þekkingu og samstarfi sem getur verið miklu verðmætara en styrkirnir sjálfir. Heppilegt er að taka dæmi úr rannsóknageiranum til að skýra þetta nánar. Á s.l. fjórum árum nema rannsókna- og þróunarstyrkir til íslenskra aðila um 26 milljónum evra (liðlega 4 ma.kr. á gengi ársins 2011) til 112 verkefna. Hér er um verulega upphæð að ræða, sem sjá má af því að á sama tíma höfðu tveir meginsjóðir íslensks rannsóknasamfélags Rannsóknasjóður og Tækniþróunarsjóður samtals til ráðstöfunar 5,5 milljarða króna á verðlagi hvers árs. Sú tala bliknar þó í samanburði við umfang þeirra verkefna sem íslenskir aðilar taka þátt í: heildarstyrkveiting ESB til þessara 112 verkefna er 335 milljónir evra (um 55 ma.kr.). Íslenskir aðilar fá þannig beinan aðgang að rannsókna- og þróunarverkefnum sem eru 12 sinnum umfangsmeiri en þeirra eigin hluti í verkefnunum. Líklegt er að það skili síst minni ávinningi en beinu styrkirnir og efli rannsókna- og þróunarstarf í landinu.Ávinningur fyrir stofnanir og einstök fyrirtæki Þátttaka í evrópsku samstarfi færir bæði fyrirtækjum og stofnunum ávinning í formi styrkja og aðgengis að þekkingu, samstarfi og jafnvel nýju starfsfólki. Ef litið er á beinan fjárhagslegan ávinning, er stærsti einstaki íslenski styrkþeginn í rannsóknaráætluninni á síðustu árum fyrirtækið Íslensk erfðagreining. Frá 2007-2010 hefur fyrirtækið fengið úthlutað um 8,6 milljónum evra í styrki (um 1,4 ma.kr.). Varla þarf að fjölyrða að þetta hefur skipt máli í rekstri fyrirtækisins sérstaklega í því umhverfi sem verið hefur frá síðari hluta árs 2008. En þessi árangur er einnig til marks um að fyrirtækið er að vinna að verkefnum sem þykja markverð og eru styrkhæf í opinni samkeppni við bestu fyrirtæki og stofnanir í Evrópu. Næst stærsti styrkþegi 7. rannsóknaáætlunar ESB er Háskóli Íslands sem á síðustu 4 árum hefur fengið úthlutað meira en 6 milljónum evra (ríflega 1 ma.kr.). Það er mikilvæg viðbót við rannsóknafé skólans – sérstaklega á tímum mikils niðurskurðar – en ekki skiptir minna máli aðgengi að evrópsku rannsóknasamstarfi. Nýdoktorar sem koma til starfa við íslensku háskólana með styrk frá ESB bæta mikilvægri og alþjóðlegri vídd við það rannsóknastarf sem þar á sér stað.Ávinningur fyrir marga einstaklinga Telja má víst að vel yfir 20.000 Íslendingar hafi tekið beinan þátt í evrópsku samstarfi síðustu 16 árin sem er umtalsverður fjöldi. Flóran er fjölbreytt: Frá þátttöku í rannsókna- og þróunarverkefnum til nokkurra ára, til náms við evrópska háskóla í eina önn eða starfsþjálfun í fyrirtæki um nokkurra vikna skeið til stuttra námsheimsókna t.d. um nýjungar í kennsluháttum. Allt hefur þetta bein áhrif á þekkingu og hæfni viðkomandi einstaklinga sem læra og þroskast og verða vonandi færari um að leggja sitt af mörkum til samfélagsins síðar. Ekki eru til tæmandi tölur um fjölda einstaklinga sem fengið hafa styrki og því er um rökstudda áætlun að ræða. Stærsta áætlunin á þessu sviði er Menntaáætlun ESB en frá 1995 hafa meira en 13.000 Íslendingar fengið styrki til náms- og starfsdvala í Evrópuríkjum í mislangan tíma. Stærstu hóparnir þar eru nemendur og kennarar úr framhalds- og háskólum en fjölbreytnin er mikil. Þetta sést vel á meðfylgjandi töflu sem sýnir skiptingu styrkþega á ólíkum skólastigum eftir árum. Það sést einnig að talsverð aukning á sér stað eftir 2007 þegar ný menntaáætlun hóf göngu sína. Fjöldi íslenskra styrkþega Menntaáætlunar ESB 1995-2010 (Upplýsingar frá Landskrifstofu Menntaáætlunar ESB) Næst stærst er ungmennaáætlun ESB sem veitir styrki til hundraða einstaklinga árlega, til ungmennaskipta, frumkvæðisverkefna og sjálfboðaliðastarfa. Þá er ótaldir þeir einstaklingar sem tekið hafa þátt í yfir 500 rannsókna- og þróunarverkefnum sem íslenskir aðilar hafa fengið styrki til s.l. 16 ár, en í flestum tilfellum er um nokkurn fjölda þátttakenda að ræða í hverju verkefni. Á grundvelli þessa er óhætt að fullyrða að fjöldi einstaklinga sem hafa tekið beinan þátt sé kominn vel yfir 20.000.Breytist eitthvað við ESB aðild? Sá árangur sem að framan er rakinn rennir stoðum undir þá fullyrðingu að mikill fjöldi Íslendinga hafi með beinum hætti notið ávinnings af evrópsku samstarfi og það eigi einnig við um stofnanir og fyrirtæki. Spurningin sem vaknar er því eðlilega sú hvort aðild að ESB hefði einhver áhrif á þetta samstarf – ef til aðildar kemur. Svarið er einfalt og á við um fleiri svið EES samstarfsins: við fengjum fullan aðgang og þátttökurétt í stefnumótun og ákvörðunum um forgangsröðun og áherslur við mótun nýrra áætlana sem við höfum ekki haft fram til þessa. Þátttaka okkar í rannsókna, mennta- og menningarsamstarfi tryggir okkur rétt til styrkja á samkeppnisgrunni og við eigum áheyrnarfulltrúa í stjórnarnefndum og ráðum. En við höfum ekkert atkvæði þegar til ákvarðana kemur og það hefur gerst að fulltrúum annarra en ESB ríkja er gert að yfirgefa fundi meðan formlegar ákvarðanir eru teknar. Þá höfum við heldur ekki aðgang að þeim vettvangi undir ráðherraráði ESB þar sem framtíðaráætlanir eru mótaðar og þar sem mestu skiptir að halda hagsmunum okkar á lofti. Eftir því sem þeim ríkjum fjölgar sem vilja taka þátt í rannsókna- og menntasamstarfi afmarkar ESB enn betur þátttöku og aðkomu að ákvarðanatöku. Óbreytt staða mun því líklega fela í sér jafnvel enn minni áhrif en við höfum þó getað haft með óbeinum hætti fram til þessa.Fullgildir þátttakendur og höfum margt fram að færa Reynslan af þeim 16 árum sem liðin eru í evrópsku samstarfi á fjölmörgum sviðum færir okkur heim sanninn um tvennt. Annars vegar að íslenskir aðilar eru fullfærir um að standa sig vel í opinni evrópskri samkeppni þar sem sömu leikreglur og viðmið gilda fyrir alla. Okkur hefur gengið vel að sækja styrki og fáum þar meira en við leggum til. Hins vegar sýnir reynslan að við höfum margt fram að færa (sem er líklega skýringin á því hversu vel okkur gengur að afla styrkja). Þetta má sjá í þeim mikla fjölda evrópskra nemenda sem sækist eftir skólavist við íslenska háskóla, á velgengni verkefna með íslenskri þátttöku og því í hve mörgum tilvikum íslenskar stofnir hafa tekið að sér leiðandi hlutverk í krefjandi samstarfsverkefnum. Þetta skiptir ekki síst máli í ljósi samninga um mögulega aðild Íslands að ESB. Við getum og eigum að ganga til slíkra samninga hnarreistir í fullvissu þess að við höfum margt fram að færa og að okkar samningsstaða sé því sterk.Vísar fyrsta samningsreynslan veginn? Fyrsta reynslan af samningsviðræðum ýtir undir þessa skoðun. Bæði helstu samningsmarkmið sem Ísland setti sér fyrir þessa tvo kafla náðu fram að ganga: Fyrra atriðið er að Íslendingar munu ekki þurfa að greiða stofnframlag í s.k. kola- og stálrannsóknasjóð þótt gert sé ráð fyrir að ný aðildarríki geri það. Hér fékkst undanþága frá almennu reglunni á grundvelli þess að enginn slíkur iðnaðar er á Íslandi og því ástæðulaust að við greiðum fyrir aðgengi að rannsóknum sem tæpast nýtast okkur. Síðara atriðið mun skipta miklu fleiri máli, en það er að Íslendingar munu sitja við saman borð og aðrar ESB þjóðir hvað varðar skólagjöld í Bretlandi. Fram til þessa hafa Íslendingar greitt þar full skólagjöld, sem hefur þýtt að mun færri hafa getað sótt sé menntun þangað en ella hefði verið. Það mun breytast til batnaðar komi til aðildar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun