Skólastarf í landi fjölbreyttra lífsskoðana 28. júní 2011 06:00 Þann 25. júní skrifar Ragnar K. Gestsson grein á vísir.is þar sem hann andmælir tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkur um aðskilnað trúboðs og skólastarfs. Hann segir að ráðið sé með þessu að „gerilsneyða skólastarf á Íslandi“ og að það vilji „stíga þetta fyrsta skref frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta uppfræðslu í trúarlegu starfi í landi þar sem þjóðkirkja er kristin, ...“. Hverjum sýnist greinilega sinn gerill fagur og Ragnari finnst það eyðing á sínum gerli að fá ekki að uppfræða „í trúarlegu starfi“ innan skólanna. Það er gott að hann viðurkennir að um trúarlegt starf sé að ræða því að það er kjarni málsins. Skólar „eru ekki trúboðsstofnanir“ samkvæmt Námsskrá og uppfræðsla á að fara fram á óhlutdrægan og fræðilegan máta, en ekki gegnum trúarlegt starf. Hvers vegna? Jú, vegna þess að almennir skólar eru fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá kristnu. Fagleg óhlutdræg vinnubrögð gefa börnunum tækifæri til að móta sínar eigin skoðanir á sjálfstæðan máta. Merkilegt nokk skrifar Ragnar einnig: „Látum skólastarf verða grundvöll fyrir skoðanaskipti um gæði hluta, hugsunar og skoðana og brýnum fyrir börnum okkar gagnrýna hugsun.“ Hvaða Ragnar K. er að skrifa hér? Þessi Ragnar virðist vera svo frjálslyndur, en hann skilur ekki að til þess að skapa grundvöll fyrir skoðanaskipti og gagnrýna hugsun þarf grunnur skólastarfs að mótast af óhlutdrægni og fræðimennsku. Þegar kristið trúarlegt starf er notað til að uppfræða er búið að ákveða fyrir börnin af hvaða sjónarhóli þau eigi að horfa. Orð þessa frjálslynda Ragnars K. verða enn athyglisverðari þegar hann heldur áfram með: „Við viljum ekki ala upp kynslóðir sem vegna ofverndar og mötunar hafa hvorki getu til að hugsa sjálfstæða hugsun né taka sjálfstæða ákvörðun.“ Samt er hann að stinga upp á verndun barnanna frá hlutlausu skólastarfi því að honum finnst það ógn við „þá áfangasigra sem 1.000 ára kristni í landinu hefur fært okkur.“ Í hlutlausu skólastarfi gætu þau einmitt fengið að móta sínar eigin skoðanir í friði byggðum á góðum upplýsingum og fræðslu frá kennurum. Það er þó ljóst að þetta er Ragnar K. trúboði sem talar og hann þykist hafa tromp uppi í erminni með því að vísa í framhaldinu til valfrelsis: „Ólíkt mannréttindaráði treysti ég íslensku börnum okkar til að taka upplýsta ákvörðun með foreldrum sínum hvort heldur þau vilja ganga í skátana, tilheyra kristinni kirkju eða stunda íþróttir.“ Stopp, stopp, stopp. Reglur ráðsins kveða á um að trúboð og trúarleg starfsemi eigi ekki heima í skólunum, en ekki hvort foreldrar barnanna ákveði saman hvort þau gangi í trúfélög eða önnur frjáls félög. Það er því ekki um neitt vantraust að ræða af hálfu mannréttindaráðs gagnvart foreldrum og börnum. Hvílík steypa. Ragnar trúboði ætti að fá útnefningu til heiðursverðlauna þrætubókarlistaráðs fyrir þetta útspil. Svo koma skátarnir og íþróttaiðkun samskiptareglum mannréttindaráðs heldur ekkert við. Vissulega yrði einhver að grípa inní ef t.d. Melaskóli færi að innræta börnum skólans að KR væri hið eina sanna íþróttafélag og aðeins KR fengi að senda inn útsendara sína til að fá börnin til sín. Sungið yrði í skólastofunum „Áfram KR, áfram KR ...“. Reykjavík væri jú borg KR-inga. Málið er bara að íþróttafélög og forysta íþrótta í landinu hafa ekki skapað það andrúmsloft mismununar eins og Þjóðkirkjan hefur gert. ÍSÍ er hlutlaus samnefnari íþrótta en þjóðkirkjan er ekki samnefnari lífsskoðana á Íslandi því að hún heldur bara með einni trú og finnst sjálfsagt að mismuna á þeim grundvelli. Ragnar nefnir grein sína: „Skólastarf í kristna landinu Íslandi“. Af hverju gekk hann ekki skrefinu lengra og sagði: „..í hvíta, kristna landinu Íslandi“? Svona skrifar bara fólk sem er blindað af sjálfsánægju yfir meintri eigin meirihlutastöðu. Ísland er ekki bara kristið land. Hér eru í tugþúsundum talið trúlaust fólk (25-30% íbúa), ásatrúarfólk og fjöldi fólks í öðrum smærri trúfélögum. Þrátt fyrir að um 70% telji sig trúaða eru aðeins um 43% sem telja sig kristna (þjóðarpúls Capacent 2011). Trúfélagaskráningin endurspeglar ekki raunverulegar lífsskoðanir fólks. Réttast er að segja að Ísland sé land fjölmenningar þar sem kristni er stærsti einstaki lífsskoðunarhópurinn. Það gefur kristnum ekki rétt til að merkja sér einum Ísland. Umburðarlyndi í raun gefur pláss fyrir fjölbreytileikann og mismunar ekki. Lykilhugtak í lýðræði er bann við mismunun (jöfn meðferð yfirvalda) og með því að styðja við tillögu mannréttindaráðs erum við að færa okkur í átt til þroskaðra lýðræðis, þess lýðræðis sem þjóðin þarf nauðsynlega á að halda um ókomna framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þann 25. júní skrifar Ragnar K. Gestsson grein á vísir.is þar sem hann andmælir tillögum mannréttindaráðs Reykjavíkur um aðskilnað trúboðs og skólastarfs. Hann segir að ráðið sé með þessu að „gerilsneyða skólastarf á Íslandi“ og að það vilji „stíga þetta fyrsta skref frá þeim sjálfsögðu mannréttindum að njóta uppfræðslu í trúarlegu starfi í landi þar sem þjóðkirkja er kristin, ...“. Hverjum sýnist greinilega sinn gerill fagur og Ragnari finnst það eyðing á sínum gerli að fá ekki að uppfræða „í trúarlegu starfi“ innan skólanna. Það er gott að hann viðurkennir að um trúarlegt starf sé að ræða því að það er kjarni málsins. Skólar „eru ekki trúboðsstofnanir“ samkvæmt Námsskrá og uppfræðsla á að fara fram á óhlutdrægan og fræðilegan máta, en ekki gegnum trúarlegt starf. Hvers vegna? Jú, vegna þess að almennir skólar eru fyrir alla Íslendinga, ekki bara þá kristnu. Fagleg óhlutdræg vinnubrögð gefa börnunum tækifæri til að móta sínar eigin skoðanir á sjálfstæðan máta. Merkilegt nokk skrifar Ragnar einnig: „Látum skólastarf verða grundvöll fyrir skoðanaskipti um gæði hluta, hugsunar og skoðana og brýnum fyrir börnum okkar gagnrýna hugsun.“ Hvaða Ragnar K. er að skrifa hér? Þessi Ragnar virðist vera svo frjálslyndur, en hann skilur ekki að til þess að skapa grundvöll fyrir skoðanaskipti og gagnrýna hugsun þarf grunnur skólastarfs að mótast af óhlutdrægni og fræðimennsku. Þegar kristið trúarlegt starf er notað til að uppfræða er búið að ákveða fyrir börnin af hvaða sjónarhóli þau eigi að horfa. Orð þessa frjálslynda Ragnars K. verða enn athyglisverðari þegar hann heldur áfram með: „Við viljum ekki ala upp kynslóðir sem vegna ofverndar og mötunar hafa hvorki getu til að hugsa sjálfstæða hugsun né taka sjálfstæða ákvörðun.“ Samt er hann að stinga upp á verndun barnanna frá hlutlausu skólastarfi því að honum finnst það ógn við „þá áfangasigra sem 1.000 ára kristni í landinu hefur fært okkur.“ Í hlutlausu skólastarfi gætu þau einmitt fengið að móta sínar eigin skoðanir í friði byggðum á góðum upplýsingum og fræðslu frá kennurum. Það er þó ljóst að þetta er Ragnar K. trúboði sem talar og hann þykist hafa tromp uppi í erminni með því að vísa í framhaldinu til valfrelsis: „Ólíkt mannréttindaráði treysti ég íslensku börnum okkar til að taka upplýsta ákvörðun með foreldrum sínum hvort heldur þau vilja ganga í skátana, tilheyra kristinni kirkju eða stunda íþróttir.“ Stopp, stopp, stopp. Reglur ráðsins kveða á um að trúboð og trúarleg starfsemi eigi ekki heima í skólunum, en ekki hvort foreldrar barnanna ákveði saman hvort þau gangi í trúfélög eða önnur frjáls félög. Það er því ekki um neitt vantraust að ræða af hálfu mannréttindaráðs gagnvart foreldrum og börnum. Hvílík steypa. Ragnar trúboði ætti að fá útnefningu til heiðursverðlauna þrætubókarlistaráðs fyrir þetta útspil. Svo koma skátarnir og íþróttaiðkun samskiptareglum mannréttindaráðs heldur ekkert við. Vissulega yrði einhver að grípa inní ef t.d. Melaskóli færi að innræta börnum skólans að KR væri hið eina sanna íþróttafélag og aðeins KR fengi að senda inn útsendara sína til að fá börnin til sín. Sungið yrði í skólastofunum „Áfram KR, áfram KR ...“. Reykjavík væri jú borg KR-inga. Málið er bara að íþróttafélög og forysta íþrótta í landinu hafa ekki skapað það andrúmsloft mismununar eins og Þjóðkirkjan hefur gert. ÍSÍ er hlutlaus samnefnari íþrótta en þjóðkirkjan er ekki samnefnari lífsskoðana á Íslandi því að hún heldur bara með einni trú og finnst sjálfsagt að mismuna á þeim grundvelli. Ragnar nefnir grein sína: „Skólastarf í kristna landinu Íslandi“. Af hverju gekk hann ekki skrefinu lengra og sagði: „..í hvíta, kristna landinu Íslandi“? Svona skrifar bara fólk sem er blindað af sjálfsánægju yfir meintri eigin meirihlutastöðu. Ísland er ekki bara kristið land. Hér eru í tugþúsundum talið trúlaust fólk (25-30% íbúa), ásatrúarfólk og fjöldi fólks í öðrum smærri trúfélögum. Þrátt fyrir að um 70% telji sig trúaða eru aðeins um 43% sem telja sig kristna (þjóðarpúls Capacent 2011). Trúfélagaskráningin endurspeglar ekki raunverulegar lífsskoðanir fólks. Réttast er að segja að Ísland sé land fjölmenningar þar sem kristni er stærsti einstaki lífsskoðunarhópurinn. Það gefur kristnum ekki rétt til að merkja sér einum Ísland. Umburðarlyndi í raun gefur pláss fyrir fjölbreytileikann og mismunar ekki. Lykilhugtak í lýðræði er bann við mismunun (jöfn meðferð yfirvalda) og með því að styðja við tillögu mannréttindaráðs erum við að færa okkur í átt til þroskaðra lýðræðis, þess lýðræðis sem þjóðin þarf nauðsynlega á að halda um ókomna framtíð.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun