Íslenskur Iggy Pop Trausti Júlíusson skrifar 29. júní 2011 11:00 Fyrsta plata Guðmundar Þóris Sigurðssonar er ekki frumleg en flott engu að síður. Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi. Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Tónlist. Platan Guðmundi með Guðmundi. Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Tónlistin á plötunni er hrjúft og kraftmikið rokk. Rödd Guðmundar minnir töluvert á Iggy Pop og tónlistin er ekki ólík tónlist Iggys, t.d. í lögunum Show Me The Light, Fever og Safe on the Line, en það síðastnefnda er mjög Stooges-legt. Áhrifa gætir einnig frá öðrum stórmennum í rokksögunni. Guðmundur er ekki sérstaklega frumleg rokkplata, en hún er samt flott. Lagasmíðarnar eru ágætar, útsetningar, söngur og hljóðfæraleikur eru fyrsta flokks og hljómurinn er góður. Lögin eru flest kraftmikil, en sum þeirra hafa aðeins léttara og poppaðra yfirbragð, t.d. There Are You, Fever og Does it Feel Alright. Hljóðfæraleikararnir skila sínu allir vel, en eins og hæfir svona tónlist fá gítarleikararnir stærsta hlutverkið og þeir fara á kostum. Textarnir á plötunni eru á ensku og forsíðumyndin er tekin á járnbrautarstöð. Ekki mjög íslenskt, en kannski er skýringin sú að miðað við upplýsingar af netinu býr Guðmundur í Kanada. Á heildina litið er þessi fyrsta sólóplata Guðmundar Þóris Sigurðssonar fín rokkplata þó að hún brjóti ekki blað í rokksögunni. Niðurstaða: Ágæt rokkplata frá Guðmundi.
Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira