Sérstakir sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Ásdís Guðmundsdóttir skrifar 22. júní 2011 16:00 Árið 2007 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður á Íslandi. Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur. Að undanförnu hafa sjö einstaklingar sótt námskeiðið „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Námskeiðið er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Meginmarkmið verkefnisins er að fræða um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga. Þeir sjö einstaklingar sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa allir mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra, sumir þeirra í gegn um samtökin Átak, sem er félag fólks með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp fengu styrk frá Progress-áætlun Evrópusambandsins til að standa að sendiherraverkefninu. Það hefur verið unnið innanlands og beinist að fólki með þroskahömlun með það að markmiði að þátttakendur geti séð um fræðslu á jafningjagrunni fyrir aðra fatlaða einstaklinga. Fræðslan snýst um að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hvort sem er á vernduðum vinnustöðum og/eða hæfingarstöðvum á Íslandi. Afar vel hefur til tekist með verkefnið, sem hefur í senn verið fræðandi og upplýsandi fyrir þá sem hafa tekið þátt. Margir hafa liðsinnt okkur, bæði hönnuðir og aðrir en meðal þeirra sem flutt hafa erindi fyrir hópinn eru Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA, Dóra Bjarnason, prófessor við HÍ, Sigríður Snævarr sendiherra, Helgi Hjörvar alþingismaður og María Hildiþórsdóttir, forstöðumaður Fjölmenntar. Í apríl sóttu sendiherrarnir móttöku hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem þeir fengu afhent skírteini sem sérstakir sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Þá hitti hópurinn Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem einnig er ráðherra mannréttinda á fundi í Alþingishúsinu og gerði honum grein fyrir verkefninu. Á næstu dögum og vikum mun hópurinn fara með kynningar á verndaða vinnustaði, s.s. hæfingarstöðvar sem og aðra staði þar sem fatlað fólk vinnur eða býr. Ráðgert er að heimsækja vinnustaði um allt land. Stefnt er að því að sendiherrarnir haldi áfram að vera boðberar samningsins í framhaldinu. Meðal verkefna sem þátttakendur hafa unnið að er að skrifa stuttar persónulegar greinar/lýsingar um upplifun sína af hindrunum og ávinningum sem orðið hafa á vegi þeirra, svo sem varðandi búsetu, menntun, atvinnu og réttarins til að stofna fjölskyldu. Auk þess hefur verið gerð stuttmynd um samninginn með þátttöku sendiherranna og gefinn út sérstakur bæklingur á auðskildu máli með myndrænni framsetningu. Fyrrnefndar greinar sendiherranna hafa að undanförnu verið birtar í Fréttablaðinu. Það er í samræmi við 8. grein samnings SÞ, þar sem fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til þess að fjalla um fatlað fólk með virðingu og á jákvæðan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00 Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00 Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00 Menntun Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun. 16. júní 2011 09:00 Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01 Nýir og nauðsynlegir sendiherrar 1. júní 2011 07:00 Að vera foreldri Hér á árum áður var komið í veg fyrir að konur með þroskahömlun eignuðust börn með því að þær voru gerðar ófrjóar án vitundar og vilja þeirra sjálfra. Þar með voru brotin á þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem fela í sér að eiga börn og ráða yfir sínum líkama sem er það persónulegasta sem maður á. 18. júní 2011 00:01 Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2007 var samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks undirritaður á Íslandi. Sá samningur hefur ekki enn verið lögfestur. Að undanförnu hafa sjö einstaklingar sótt námskeiðið „Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks". Námskeiðið er samstarfsverkefni Landssamtakanna Þroskahjálpar og Fjölmenntar sem er símenntunar- og þekkingarmiðstöð. Meginmarkmið verkefnisins er að fræða um réttindi fatlaðs fólks og freista þess að breyta ímynd fatlaðra einstaklinga. Þeir sjö einstaklingar sem hafa tekið þátt í verkefninu hafa allir mikla reynslu í réttindabaráttu fatlaðra, sumir þeirra í gegn um samtökin Átak, sem er félag fólks með þroskahömlun. Landssamtökin Þroskahjálp fengu styrk frá Progress-áætlun Evrópusambandsins til að standa að sendiherraverkefninu. Það hefur verið unnið innanlands og beinist að fólki með þroskahömlun með það að markmiði að þátttakendur geti séð um fræðslu á jafningjagrunni fyrir aðra fatlaða einstaklinga. Fræðslan snýst um að kynna samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, hvort sem er á vernduðum vinnustöðum og/eða hæfingarstöðvum á Íslandi. Afar vel hefur til tekist með verkefnið, sem hefur í senn verið fræðandi og upplýsandi fyrir þá sem hafa tekið þátt. Margir hafa liðsinnt okkur, bæði hönnuðir og aðrir en meðal þeirra sem flutt hafa erindi fyrir hópinn eru Friðrik Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar, Anna Kristjánsdóttir, mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar, Freyja Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri NPA, Dóra Bjarnason, prófessor við HÍ, Sigríður Snævarr sendiherra, Helgi Hjörvar alþingismaður og María Hildiþórsdóttir, forstöðumaður Fjölmenntar. Í apríl sóttu sendiherrarnir móttöku hjá forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, þar sem þeir fengu afhent skírteini sem sérstakir sendiherrar samnings S.Þ. um réttindi fatlaðs fólks. Þá hitti hópurinn Ögmund Jónasson innanríkisráðherra sem einnig er ráðherra mannréttinda á fundi í Alþingishúsinu og gerði honum grein fyrir verkefninu. Á næstu dögum og vikum mun hópurinn fara með kynningar á verndaða vinnustaði, s.s. hæfingarstöðvar sem og aðra staði þar sem fatlað fólk vinnur eða býr. Ráðgert er að heimsækja vinnustaði um allt land. Stefnt er að því að sendiherrarnir haldi áfram að vera boðberar samningsins í framhaldinu. Meðal verkefna sem þátttakendur hafa unnið að er að skrifa stuttar persónulegar greinar/lýsingar um upplifun sína af hindrunum og ávinningum sem orðið hafa á vegi þeirra, svo sem varðandi búsetu, menntun, atvinnu og réttarins til að stofna fjölskyldu. Auk þess hefur verið gerð stuttmynd um samninginn með þátttöku sendiherranna og gefinn út sérstakur bæklingur á auðskildu máli með myndrænni framsetningu. Fyrrnefndar greinar sendiherranna hafa að undanförnu verið birtar í Fréttablaðinu. Það er í samræmi við 8. grein samnings SÞ, þar sem fjölmiðlar eru sérstaklega hvattir til þess að fjalla um fatlað fólk með virðingu og á jákvæðan hátt.
Að flytja að heiman Þegar ég flutti að heiman flutti ég í íbúð með annarri konu. Okkur dreymdi um að við mundum búa saman þangað til ég færi á elliheimili. En hún flutti og fór í sambýli. Svo fékk ég aðra konu til að búa með mér en það gekk ekki upp. Nú bý ég ein í íbúð á elleftu hæð með fallegu útsýni. 2. júní 2011 06:00
Boðberar mannréttinda Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var undirritaður af Íslands hálfu fyrir rúmum fjórum árum. Samningurinn hefur þó ekki enn verið fullgiltur. 3. júní 2011 09:00
Einkalíf fatlaðra Ég er einn af sendiherrum mannréttindasamnings Sameinuðu þjóðanna fyrir fatlað fólk. Fatlað fólk er jafnmismunandi og það er margt. Sjálfur er ég öryrki og hef alltaf unnið fyrir mínum launum þrátt fyrir hryggskekkju, athyglisbrest o.fl. 7. júní 2011 07:00
Menntun Ég var í rauninni ekki velkominn í háskólanám. Það var ekki gert ráð fyrir mér af því að ég er með fötlun. 16. júní 2011 09:00
Sjálfstætt líf Flest viljum við vera þátttakendur og tilheyra samfélagi. Samfélag getur þýtt margt, hverfið sem við búum í, skólinn er samfélag nemenda, starfsfólks og foreldra skólans og kirkjan er samfélag þeirra sem hana sækja. Okkur þykir sjálfsagt að tilheyra samfélagi og hafa rétt á að taka þátt í því. Flestir hugsa sjaldnast um það hvert samfélag okkar er og á hvaða þátt við búum í því. Við erum bara hluti af samfélaginu án þess að spá neitt meira í það. 4. júní 2011 00:01
Að vera foreldri Hér á árum áður var komið í veg fyrir að konur með þroskahömlun eignuðust börn með því að þær voru gerðar ófrjóar án vitundar og vilja þeirra sjálfra. Þar með voru brotin á þeim þau sjálfsögðu mannréttindi sem fela í sér að eiga börn og ráða yfir sínum líkama sem er það persónulegasta sem maður á. 18. júní 2011 00:01
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun