Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann Ragnar Halldórsson skrifar 16. júní 2011 09:00 Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar. Átti hann við; samkvæmir sjálfum sér í að tilgangurinn helgaði meðalið? „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð" sagði formaður eina öfgasinnaða vinstriflokksins á Íslandi og ætlast til að vel gefið fólk trúi honum. HeildarmyndinSannleikurinn er sagna bestur segir gamalt íslenskt máltæki. Og við skoðun blasir hann við öllum sem sjá vilja: Sama fólk og sakaði gömlu bankana um að fara á svig við lög virðist núna ekki aðeins misnota þau, heldur allt íslenska réttarkerfið, Alþingi og aðrar stofnanir þjóðfélagsins til að níðast á lögum og rétti í pólitískum tilgangi. Orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur eru að glata merkingu sinni í meðförum þeirra. Atlanefndin svokallaða rannsakaði ekkert. Hún bara ákvað eitthvað. Rannsóknarlaust réði hún saksóknara í feitt embætti sem rannsakaði ekkert heldur, heldur gaf út rökstuðningslausa ákæru út í loftið á meðan framkvæmdarvaldið dundaði við að breyta lögum um landsdóm til að þau hentuðu betur öfgavinstrisinnuðum pólitískum eineltisofsóknum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ákæruskjal heldur leit að sannleikanum um þátt Íslands í eigin hruni. Hún skoðaði ekki aðra utanaðkomandi þætti eins og alþjóðahrunið. Aðeins okkar þátt. Og þá vantar auðvitað helling í heildarmyndina. Því alþjóðahrunið átti auðvitað stærsta þáttinn í hruninu á Íslandi. Og líka árásir fyrrverandi ríkisstjórnar Bretlands, sem gjöreyðilagði tiltrú umheimsins á Íslandi sem fjármálamiðstöð með því að lýsa landið gjaldþrota í beinni útsendingu og setja fjármálaráðuneytið og Seðlabankann á lista yfir hryðjuverkasamtök ásamt Landsbankanum. Það er gott og heilbrigt að skoða okkar þátt í hruninu og gera hann upp. En maður gerir það ekki með því að einangra málið við okkar þátt og klippa út úr heildarmyndinni aðra þætti sem höfðu úrslitaþýðingu. Eða með því að misnota Alþingi og réttarkerfið til að koma höggi á einn einstakling, klína á hann sökum án undangenginnar rannsóknar og láta eins og hann einn hafi borið ábyrgð á þessu öllu. Hver átti hugmyndina? SannleikurinnRíkisstjórn Geirs frá 2007 hafði verið við völd í rúmt ár þegar alþjóðahrunið skall á. Lagaumgjörð bankanna var mótuð löngu fyrir þann tíma. Af meirihluta Alþingis. Undir forystu ríkisstjórna sem voru leiddar af öðrum stjórnarflokksformönnum en Geir. Og ef lögum um banka var ábótavant á þeim tíma báru tugir, jafnvel vel á annað hundrað manns ábyrgð á því. Bæði oddvitar þáverandi ríkisstjórna, alþingismenn og eftirlitsstofnanir. Og líka stjórnarandstaðan á þeim tíma. Enginn í stjórnarandstöðunni á þeim tíma benti á afmörkuð atriði sem var ábótavant í löggjöf um banka ef til alþjóðahruns kæmi. Þess vegna verða sakirnar sem vinstriöfgafólk vill núna fá Geir dæmdan í fangelsi fyrir enn kostulegri og í raun óhugnanlegri en ætla mætti við fyrstu sýn. Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann. Ekki afbökun á honum. Né réttlætinu. Og maður leitar sannleikans. Með réttlátri rannsókn. Löglegri málsmeðferð. Þess vegna eru orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur náskyld hugtök. Því um leið og maður svívirðir réttlætið og mannréttindin afbakast sannleikurinn. Sú saga blasir við öllu vel gefnu fólki sem á horfir. En þá sögu fáum við ekki að heyra frá formanni Vinstri grænna þótt hann virðist aðalhöfundur hennar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. 18. júní 2011 07:00 Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Formaður hinna svokölluðu Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon, segir í viðtali við Fréttablaðið 11. júní að þingmenn flokksins hafi verið samkvæmir sjálfum sér í gegnum alla atkvæðagreiðsluna sem sendi fyrrverandi formann Sjálfstæðisflokksins einan í svokallaðan landsdóm, án ákæru eða undangenginnar rannsóknar. Átti hann við; samkvæmir sjálfum sér í að tilgangurinn helgaði meðalið? „Allt tal um að þetta hafi beinst að einum frekar en öðrum stenst ekki skoðun, né heldur tal um pólitíska herferð" sagði formaður eina öfgasinnaða vinstriflokksins á Íslandi og ætlast til að vel gefið fólk trúi honum. HeildarmyndinSannleikurinn er sagna bestur segir gamalt íslenskt máltæki. Og við skoðun blasir hann við öllum sem sjá vilja: Sama fólk og sakaði gömlu bankana um að fara á svig við lög virðist núna ekki aðeins misnota þau, heldur allt íslenska réttarkerfið, Alþingi og aðrar stofnanir þjóðfélagsins til að níðast á lögum og rétti í pólitískum tilgangi. Orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur eru að glata merkingu sinni í meðförum þeirra. Atlanefndin svokallaða rannsakaði ekkert. Hún bara ákvað eitthvað. Rannsóknarlaust réði hún saksóknara í feitt embætti sem rannsakaði ekkert heldur, heldur gaf út rökstuðningslausa ákæru út í loftið á meðan framkvæmdarvaldið dundaði við að breyta lögum um landsdóm til að þau hentuðu betur öfgavinstrisinnuðum pólitískum eineltisofsóknum. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis var ekki ákæruskjal heldur leit að sannleikanum um þátt Íslands í eigin hruni. Hún skoðaði ekki aðra utanaðkomandi þætti eins og alþjóðahrunið. Aðeins okkar þátt. Og þá vantar auðvitað helling í heildarmyndina. Því alþjóðahrunið átti auðvitað stærsta þáttinn í hruninu á Íslandi. Og líka árásir fyrrverandi ríkisstjórnar Bretlands, sem gjöreyðilagði tiltrú umheimsins á Íslandi sem fjármálamiðstöð með því að lýsa landið gjaldþrota í beinni útsendingu og setja fjármálaráðuneytið og Seðlabankann á lista yfir hryðjuverkasamtök ásamt Landsbankanum. Það er gott og heilbrigt að skoða okkar þátt í hruninu og gera hann upp. En maður gerir það ekki með því að einangra málið við okkar þátt og klippa út úr heildarmyndinni aðra þætti sem höfðu úrslitaþýðingu. Eða með því að misnota Alþingi og réttarkerfið til að koma höggi á einn einstakling, klína á hann sökum án undangenginnar rannsóknar og láta eins og hann einn hafi borið ábyrgð á þessu öllu. Hver átti hugmyndina? SannleikurinnRíkisstjórn Geirs frá 2007 hafði verið við völd í rúmt ár þegar alþjóðahrunið skall á. Lagaumgjörð bankanna var mótuð löngu fyrir þann tíma. Af meirihluta Alþingis. Undir forystu ríkisstjórna sem voru leiddar af öðrum stjórnarflokksformönnum en Geir. Og ef lögum um banka var ábótavant á þeim tíma báru tugir, jafnvel vel á annað hundrað manns ábyrgð á því. Bæði oddvitar þáverandi ríkisstjórna, alþingismenn og eftirlitsstofnanir. Og líka stjórnarandstaðan á þeim tíma. Enginn í stjórnarandstöðunni á þeim tíma benti á afmörkuð atriði sem var ábótavant í löggjöf um banka ef til alþjóðahruns kæmi. Þess vegna verða sakirnar sem vinstriöfgafólk vill núna fá Geir dæmdan í fangelsi fyrir enn kostulegri og í raun óhugnanlegri en ætla mætti við fyrstu sýn. Uppgjör við hrunið snýst um sannleikann. Ekki afbökun á honum. Né réttlætinu. Og maður leitar sannleikans. Með réttlátri rannsókn. Löglegri málsmeðferð. Þess vegna eru orðin réttlæti, mannréttindi og sannleikur náskyld hugtök. Því um leið og maður svívirðir réttlætið og mannréttindin afbakast sannleikurinn. Sú saga blasir við öllu vel gefnu fólki sem á horfir. En þá sögu fáum við ekki að heyra frá formanni Vinstri grænna þótt hann virðist aðalhöfundur hennar.
Dulið atvinnuleysi í Reykjavík Skráð atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum var 8,9% skv. tölum Vinnumálastofnunar en fyrir landið í heild 8,1%. Fjöldi þeirra sem eru atvinnulausir á höfuðborgarsvæðinu skv. þessum tölum er 9.626 eða um 73% allra atvinnulausra á landinu og 45% ef aðeins er horft til Reykjavíkur. 18. júní 2011 07:00
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar