Um fundarstjórn forseta Ásta R. Jóhannesdóttir skrifar 2. júní 2011 06:00 Fréttir af fundarstjórn forseta Alþingis hafa verið nokkrar að undanförnu og hefur þar gætt misskilnings um eðli þess máls. Er það ekki að furða þegar ljósvakamiðlar klippa jafnvel saman mismunandi dagskrárliði og flytja sem einn. Um umræður á Alþingi gilda þingsköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Nauðsynlegt er að þau séu virt svo umræður fari ekki úr böndum. Einn liða í dagskrá Alþingis er „fundarstjórn forseta“. Þar er þingmönnum heimilt að fjalla um stjórn forseta á þingfundi, svo og dagskrá, fundartíma og önnur formsatriði er lúta að störfum fundarins. Þetta er umræða um formsatriði en ekki pólitísk umræða. Borið hefur á því að þingmenn hafi reynt að framlengja efnislega umræðu sem hefur farið fram undir liðnum „störf þingsins“ eða „óundirbúnar fyrirspurnir“ eftir að þeim liðum er formlega lokið, með því að biðja um orðið um „fundarstjórn forseta“. Það er óheimilt. Stöðvar þá forseti ræðu þingmannsins. Við það ber þingmanni samkvæmt þingsköpum að gera hlé á máli sínu og hlýða á hvaða erindi forseti á við hann eða ljúka strax máli sínu. Vald forseta í þessum efnum er ótvírætt enda segir í þingsköpum: „Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna.“ Fari þingmaður ekki að ósk forseta er forseta nauðugur einn kostur að slá áfram í bjölluna, svo hvimleitt sem það er, og gera hlé á fundi láti þingmaður ekki segjast. Annað gildir um framkvæmd ákvæðisins um „fundarstjórn forseta“, þegar umræður hafa verið um þingmál og verulegt ósamkomulag hefur verið um málið og meðferð þess. Þegar svo háttar hafa forsetar ekki verið eins harðir á að þingmenn haldi sig einvörðungu við formsatriði. Hafa þingmenn því getað vikið að efnisatriðum málsins samhliða umræðu um þau formsatriði í fundarstjórn sem þeir hafa athugasemdir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af fundarstjórn forseta Alþingis hafa verið nokkrar að undanförnu og hefur þar gætt misskilnings um eðli þess máls. Er það ekki að furða þegar ljósvakamiðlar klippa jafnvel saman mismunandi dagskrárliði og flytja sem einn. Um umræður á Alþingi gilda þingsköp, sem eru lög frá Alþingi. Þeim lögum verða allir þingmenn að hlíta. Nauðsynlegt er að þau séu virt svo umræður fari ekki úr böndum. Einn liða í dagskrá Alþingis er „fundarstjórn forseta“. Þar er þingmönnum heimilt að fjalla um stjórn forseta á þingfundi, svo og dagskrá, fundartíma og önnur formsatriði er lúta að störfum fundarins. Þetta er umræða um formsatriði en ekki pólitísk umræða. Borið hefur á því að þingmenn hafi reynt að framlengja efnislega umræðu sem hefur farið fram undir liðnum „störf þingsins“ eða „óundirbúnar fyrirspurnir“ eftir að þeim liðum er formlega lokið, með því að biðja um orðið um „fundarstjórn forseta“. Það er óheimilt. Stöðvar þá forseti ræðu þingmannsins. Við það ber þingmanni samkvæmt þingsköpum að gera hlé á máli sínu og hlýða á hvaða erindi forseti á við hann eða ljúka strax máli sínu. Vald forseta í þessum efnum er ótvírætt enda segir í þingsköpum: „Skylt er þingmanni að lúta valdi forseta í hvívetna.“ Fari þingmaður ekki að ósk forseta er forseta nauðugur einn kostur að slá áfram í bjölluna, svo hvimleitt sem það er, og gera hlé á fundi láti þingmaður ekki segjast. Annað gildir um framkvæmd ákvæðisins um „fundarstjórn forseta“, þegar umræður hafa verið um þingmál og verulegt ósamkomulag hefur verið um málið og meðferð þess. Þegar svo háttar hafa forsetar ekki verið eins harðir á að þingmenn haldi sig einvörðungu við formsatriði. Hafa þingmenn því getað vikið að efnisatriðum málsins samhliða umræðu um þau formsatriði í fundarstjórn sem þeir hafa athugasemdir við.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar