Nýtum þekkinguna til góðs- sameiginlegt átak gegn ofbeldi Elísabet Karlsdóttir skrifar 1. júní 2011 07:00 Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi.. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hafa verið unnar umfangsmiklar rannsóknir í samræmi við aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar vegna ofbeldis karla gegn konum. Rannsóknastofnun í barna-og fjölskylduvernd hefur haft umsjón með framkvæmd þessara rannsókna en það er í samræmi við markmið stofnunarinnar um fjölskyldurannsóknir og velferð barna. Þessar rannsóknir hafa aukið þekkingu á ofbeldi karla gegn konum í samfélaginu. Því miður er ofbeldi karla gegn konum íslenskur veruleiki og umfangið er það sama og hjá nágrönnum okkar í Danmörku. Ef horft er til ofbeldis sem konur verða fyrir af hálfu karls sem þær eru í nánu sambandi við (maka, sambúðaraðila eða kærasta) sýna niðurstöður að um 22% kvenna í íslensku samfélagi hafa verið beittar ofbeldi, og jafngildir þetta því að á bilinu 23-27 þúsund kvenna hafi verið beittar ofbeldi í nánum samböndum. Það vekur óhug að 6% kvenna segjast hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi. Ofbeldið er dulið í samfélaginu og aðeins lítill hluti kvennanna leitar til samtaka og stofnana sem geta aðstoðað konur til að losa sig út úr ofbeldinu. Þá er aðeins lítið brot af þessum málum sem kemur inn á borð lögreglunnar, en hér sem annars staðar er aðeins lítill hluti ofbeldis kærður. Mikill meirihluti kvennanna sagði þó að fyrrverandi maki hefði beitt ofbeldinu og ofbeldinu er því væntanlega lokið. Mjög mikilvægt er að vekja athygli á þeirri staðreynd að þegar er talað um ofbeldi í nánum samböndum, þar sem karl beitir konu ofbeldi, eru oft til staðar börn sem bera skaða af, en 75% kvennanna segja að börn hafi búið hjá sér við síðasta ofbeldisatvik og telur fjórðungur að börnin hafi verið til staðar við síðasta ofbeldisatvik. Þá voru 5% kvennanna ófrískar þegar síðasta ofbeldisatvik átti sér stað. Reynt hefur verið að meta umfang og eðli ofbeldis gegn börnum og samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF er það metið svo að tæplega 13% stúlkna og 3% drengja eigi á hættu að verða fyrir kynferðislegu ofbeldi, kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé þannig eitt alvarlegasta samfélagsmeinið gagnvart börnum í íslensku samfélagi. Þetta þarf að skoða frekar með áframhaldandi og víðtækari rannsóknum á ofbeldi gegn börnum, og hefur Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd hafið undirbúning að slíku verkefni. Nú hefur velferðarráðherra lagt fram skýrslu til alþingis með áætlunum um hvernig bregðast skuli við ofbeldi í íslensku samfélagi. Þekking á vandanum hefur aukist til muna og því hægt að móta og leggja fram tillögur byggðar á umfangsmiklum og traustum rannsóknarniðurstöðum. Þessar tillögur eru fjölþættar og þær krefjast samvinnu margra aðila svo að vel takist til. Ekki má heldur gleyma að gefa þarf gaum að þeim alvarlegu afleiðingum sem ofbeldið skilur eftir sig hjá þolanda ofbeldis og hvernig eigi að vinna með þann vanda. Þessu til viðbótar er tímabært að huga frekar að forsendum, aðstæðum og úrræðum sem varða gerendur ofbeldis. Það á einkanlega við um karlmenn sem gerendur en einnig konur. Ofbeldi í íslensku samfélagi er meinsemd sem brýntt er að vinna gegn. Látum okkur öll málið varða og hjálpum til við að vinna gegn ofbeldi í íslensku samfélagi með öllum ráðum. Tölum um ofbeldi eins og aðrar meinsemdir samfélagsins og breytum viðhorfi okkar. Það á enginn að þurfa að líða fyrir ofbeldi í samfélagi sem kennir sig við jöfnuð og mannréttindi..
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar