Enn um forvarnir Sigríður Hjaltested skrifar 30. maí 2011 06:00 Ég kom full af eldmóði og krafti af síðustu ráðstefnu samtakanna Blátt áfram. Það er ekki annað hægt en að dást að því fólki sem lagt hefur hönd á plóginn í baráttunni gegn kynferðisbrotum gegn börnum og vinnu við forvarnir. Forvarnir í hvaða mynd sem er teljast „arðbær fjárfesting“. Afleiðingar þess að vanrækja þessa vinnu koma annars aftan að okkur fyrr en síðar. Blátt áfram hefur einbeitt sér að grasrótinni og leggur áherslu á fræðslu frá unga aldri. Við hjá lögreglunni höfum svo sannarlega orðið vör við árangur þessa. Æ oftar fáum við mál þar sem börn segja frá kynferðislegu ofbeldi gegn þeim en hvati þess að þau tjá sig hefur verið brúðuleikhúsið, fræðsluerindi í skólanum eða upplýsingar á netinu. Á ráðstefnunni var kynnt rannsókn Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur sálfræðings um kynferðisbrot gegn unglingum. Niðurstöður voru meðal annars að 35,7 prósent stúlkna sögðu sig hafa orðið fyrir kynferðisbrotum undir 18 ára aldri en 17,8 prósent pilta. Þá eru unglingarnir líklegri en yngri börn til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Einnig kom fram að kynferðisofbeldi á milli unglinga færist í vöxt. Það er ekki að ástæðulausu að við teljum nauðsynlegt að beina sjónum í auknum mæli að unglingunum enda feta þeir brautina á milli þess að vera barn og þess að vera fullorðinn einstaklingur. Í þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu meginmáli að unglingarnir fái rétta fræðslu þaðan sem þeir geta treyst upplýsingunum. Samfélagið allt ber mikla ábyrgð í þessu sambandi. Unglingarnir í dag eru því miður afar margir „vanbúnir“ til þess að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Þessi hæfileiki virðist fara þverrandi með tilkomu samskiptasíðna netsins og öll mörk eru orðin óljósari. Einnig mótast sjálfsmyndin í auknum mæli af áliti annarra og viðurkenning skiptir æ meira máli. Það að þóknast öðrum til að fá viðurkenningu verður því að vana. Að sjálfsögðu þarf fullorðna fólkið líka að kunna að setja unglingunum mörk og jafnframt að vera vakandi fyrir óæskilegri hegðun sem þarf að stöðva. Það reynist mörgum foreldrum erfitt og þeir þarfnast hjálpar. Það er von mín að á næstunni verði allir góðir kraftar sameinaðir til að tryggja unga fólkinu okkar heilbrigð unglingsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Ég kom full af eldmóði og krafti af síðustu ráðstefnu samtakanna Blátt áfram. Það er ekki annað hægt en að dást að því fólki sem lagt hefur hönd á plóginn í baráttunni gegn kynferðisbrotum gegn börnum og vinnu við forvarnir. Forvarnir í hvaða mynd sem er teljast „arðbær fjárfesting“. Afleiðingar þess að vanrækja þessa vinnu koma annars aftan að okkur fyrr en síðar. Blátt áfram hefur einbeitt sér að grasrótinni og leggur áherslu á fræðslu frá unga aldri. Við hjá lögreglunni höfum svo sannarlega orðið vör við árangur þessa. Æ oftar fáum við mál þar sem börn segja frá kynferðislegu ofbeldi gegn þeim en hvati þess að þau tjá sig hefur verið brúðuleikhúsið, fræðsluerindi í skólanum eða upplýsingar á netinu. Á ráðstefnunni var kynnt rannsókn Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur sálfræðings um kynferðisbrot gegn unglingum. Niðurstöður voru meðal annars að 35,7 prósent stúlkna sögðu sig hafa orðið fyrir kynferðisbrotum undir 18 ára aldri en 17,8 prósent pilta. Þá eru unglingarnir líklegri en yngri börn til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Einnig kom fram að kynferðisofbeldi á milli unglinga færist í vöxt. Það er ekki að ástæðulausu að við teljum nauðsynlegt að beina sjónum í auknum mæli að unglingunum enda feta þeir brautina á milli þess að vera barn og þess að vera fullorðinn einstaklingur. Í þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu meginmáli að unglingarnir fái rétta fræðslu þaðan sem þeir geta treyst upplýsingunum. Samfélagið allt ber mikla ábyrgð í þessu sambandi. Unglingarnir í dag eru því miður afar margir „vanbúnir“ til þess að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Þessi hæfileiki virðist fara þverrandi með tilkomu samskiptasíðna netsins og öll mörk eru orðin óljósari. Einnig mótast sjálfsmyndin í auknum mæli af áliti annarra og viðurkenning skiptir æ meira máli. Það að þóknast öðrum til að fá viðurkenningu verður því að vana. Að sjálfsögðu þarf fullorðna fólkið líka að kunna að setja unglingunum mörk og jafnframt að vera vakandi fyrir óæskilegri hegðun sem þarf að stöðva. Það reynist mörgum foreldrum erfitt og þeir þarfnast hjálpar. Það er von mín að á næstunni verði allir góðir kraftar sameinaðir til að tryggja unga fólkinu okkar heilbrigð unglingsár.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun