Enn um forvarnir Sigríður Hjaltested skrifar 30. maí 2011 06:00 Ég kom full af eldmóði og krafti af síðustu ráðstefnu samtakanna Blátt áfram. Það er ekki annað hægt en að dást að því fólki sem lagt hefur hönd á plóginn í baráttunni gegn kynferðisbrotum gegn börnum og vinnu við forvarnir. Forvarnir í hvaða mynd sem er teljast „arðbær fjárfesting“. Afleiðingar þess að vanrækja þessa vinnu koma annars aftan að okkur fyrr en síðar. Blátt áfram hefur einbeitt sér að grasrótinni og leggur áherslu á fræðslu frá unga aldri. Við hjá lögreglunni höfum svo sannarlega orðið vör við árangur þessa. Æ oftar fáum við mál þar sem börn segja frá kynferðislegu ofbeldi gegn þeim en hvati þess að þau tjá sig hefur verið brúðuleikhúsið, fræðsluerindi í skólanum eða upplýsingar á netinu. Á ráðstefnunni var kynnt rannsókn Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur sálfræðings um kynferðisbrot gegn unglingum. Niðurstöður voru meðal annars að 35,7 prósent stúlkna sögðu sig hafa orðið fyrir kynferðisbrotum undir 18 ára aldri en 17,8 prósent pilta. Þá eru unglingarnir líklegri en yngri börn til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Einnig kom fram að kynferðisofbeldi á milli unglinga færist í vöxt. Það er ekki að ástæðulausu að við teljum nauðsynlegt að beina sjónum í auknum mæli að unglingunum enda feta þeir brautina á milli þess að vera barn og þess að vera fullorðinn einstaklingur. Í þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu meginmáli að unglingarnir fái rétta fræðslu þaðan sem þeir geta treyst upplýsingunum. Samfélagið allt ber mikla ábyrgð í þessu sambandi. Unglingarnir í dag eru því miður afar margir „vanbúnir“ til þess að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Þessi hæfileiki virðist fara þverrandi með tilkomu samskiptasíðna netsins og öll mörk eru orðin óljósari. Einnig mótast sjálfsmyndin í auknum mæli af áliti annarra og viðurkenning skiptir æ meira máli. Það að þóknast öðrum til að fá viðurkenningu verður því að vana. Að sjálfsögðu þarf fullorðna fólkið líka að kunna að setja unglingunum mörk og jafnframt að vera vakandi fyrir óæskilegri hegðun sem þarf að stöðva. Það reynist mörgum foreldrum erfitt og þeir þarfnast hjálpar. Það er von mín að á næstunni verði allir góðir kraftar sameinaðir til að tryggja unga fólkinu okkar heilbrigð unglingsár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég kom full af eldmóði og krafti af síðustu ráðstefnu samtakanna Blátt áfram. Það er ekki annað hægt en að dást að því fólki sem lagt hefur hönd á plóginn í baráttunni gegn kynferðisbrotum gegn börnum og vinnu við forvarnir. Forvarnir í hvaða mynd sem er teljast „arðbær fjárfesting“. Afleiðingar þess að vanrækja þessa vinnu koma annars aftan að okkur fyrr en síðar. Blátt áfram hefur einbeitt sér að grasrótinni og leggur áherslu á fræðslu frá unga aldri. Við hjá lögreglunni höfum svo sannarlega orðið vör við árangur þessa. Æ oftar fáum við mál þar sem börn segja frá kynferðislegu ofbeldi gegn þeim en hvati þess að þau tjá sig hefur verið brúðuleikhúsið, fræðsluerindi í skólanum eða upplýsingar á netinu. Á ráðstefnunni var kynnt rannsókn Bryndísar Bjarkar Ásgeirsdóttur sálfræðings um kynferðisbrot gegn unglingum. Niðurstöður voru meðal annars að 35,7 prósent stúlkna sögðu sig hafa orðið fyrir kynferðisbrotum undir 18 ára aldri en 17,8 prósent pilta. Þá eru unglingarnir líklegri en yngri börn til þess að verða fyrir kynferðisofbeldi. Einnig kom fram að kynferðisofbeldi á milli unglinga færist í vöxt. Það er ekki að ástæðulausu að við teljum nauðsynlegt að beina sjónum í auknum mæli að unglingunum enda feta þeir brautina á milli þess að vera barn og þess að vera fullorðinn einstaklingur. Í þessu sambandi skiptir að sjálfsögðu meginmáli að unglingarnir fái rétta fræðslu þaðan sem þeir geta treyst upplýsingunum. Samfélagið allt ber mikla ábyrgð í þessu sambandi. Unglingarnir í dag eru því miður afar margir „vanbúnir“ til þess að setja sjálfum sér og öðrum mörk. Þessi hæfileiki virðist fara þverrandi með tilkomu samskiptasíðna netsins og öll mörk eru orðin óljósari. Einnig mótast sjálfsmyndin í auknum mæli af áliti annarra og viðurkenning skiptir æ meira máli. Það að þóknast öðrum til að fá viðurkenningu verður því að vana. Að sjálfsögðu þarf fullorðna fólkið líka að kunna að setja unglingunum mörk og jafnframt að vera vakandi fyrir óæskilegri hegðun sem þarf að stöðva. Það reynist mörgum foreldrum erfitt og þeir þarfnast hjálpar. Það er von mín að á næstunni verði allir góðir kraftar sameinaðir til að tryggja unga fólkinu okkar heilbrigð unglingsár.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar