Brennisteinn í andrúmslofti - hagsmunir almennings Svandís Svavarsdóttir skrifar 26. maí 2011 07:00 Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðstu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur aukist um 140 prósent á síðustu árum. Mörk í þágu almenningsFyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mörkin eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörðun tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Kunnugleg viðbrögðReglugerðin var harðlega gagnrýnd af Samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki faglegum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyrirtækin verða sett undir upplýsingalögin. Hann telur þá leið ríkisstjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatnamála og frumvarpsdrög um breytingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leiðarljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar. Nýjar áherslurSú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Við höfum margoft séð alvarlegar afleiðingar þess að sérhagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdraganda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmdaaðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunverulegir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmótunarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur umræða um mengunarmál farið vaxandi og greinilegt að aukinnar vitundar gætir meðal almennings og fjölmiðla um þetta mikilvæga umhverfismál. Því fagna ég og hrósa sérstaklega fjölmiðlum sem hafa staðið fyrir metnaðarfullum og ítarlegum umræðum. Umfjöllun um brennisteinsmengun frá jarðvarmavirkjunum og möguleg neikvæð áhrif hennar á heilsu fólks hefur verið til umræðu síðstu daga. Má rekja þá umræðu til viðbragða heilbrigðiseftirlita hjá Reykjavíkurborg, Kópavogi og Hafnarfirði en þessir aðilar hafa gert alvarlegar athugasemdir við frummatskýrslu vegna fyrirhugaðrar jarðhitavinnslu við Gráuhnjúka. Hafa athugasemdir þeirra meðal annars beinst að ófullnægjandi athugun á áhrifum brennisteinsmengunar á íbúa á höfuðborgarsvæðinu, en mælingar sýna að hún hefur aukist um 140 prósent á síðustu árum. Mörk í þágu almenningsFyrir um ári setti ég reglugerð um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Markmið reglugerðarinnar er að draga úr mengun brennisteinsvetnis frá jarðhitavirkjunum og mögulegum neikvæðum áhrifum hennar á heilsu fólks. Með ríka hagsmuni almennings að leiðarljósi lagði ég áherslu á að setja hámarksreglur um leyfilegan styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Mörkin eru nokkuð lægri en þau mörk sem Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) hefur sett enda eru mörk stofnunarinnar sett með tilliti til mögulegra bráðaáhrifa á augu en ekki langtímaáhrifa á heilsu fólks en við þær aðstæður þurfum við að miða hér á landi vegna fjölda jarðvarmavirkjana og nálægðar þeirra við þéttbýli. Þessa ákvörðun tók ég á grundvelli þess að mikil óvissa ríkti og ríkir enn um heilsufarsáhrif af langvarandi innöndun brennisteinsvetnis og því nauðsynlegt að setja mörkin þannig að almenningur fái notið vafans. Kunnugleg viðbrögðReglugerðin var harðlega gagnrýnd af Samtökum orku- og veitufyrirtækja á Íslandi sem sögðu ákvörðun mína greinilega tekna á pólitískum forsendum en ekki faglegum. Þessi viðbrögð hljómuðu á sínum tíma kunnuglega og gera reyndar enn. Því miður. Fulltrúi sömu samtaka kvartar sáran yfir sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir orku- og veitufyrirtækin og hefur gagnrýnt ýmis frumvörp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér breytingu á lagaumhverfi þegar kemur að nýtingu lands og auðlinda. Nefnir hann sem dæmi frumvarp um upplýsingalög en nái það fram að ganga munu orkufyrirtækin verða sett undir upplýsingalögin. Hann telur þá leið ríkisstjórnarinnar að friðlýst svæði séu undanskilin í Rammaáætlun vera til þess að flækja starfsumhverfi orku- og veitufyrirtækja. Sama eigi við um frumvarp til vatnamála og frumvarpsdrög um breytingar á náttúruverndarlögum. Þeir hagsmunir sem hafðir eru að leiðarljósi í þessum frumvörpum þ.e. hagsmunir íslenskrar náttúru og íbúa á Íslandi feli í sér sífellt flóknara starfsumhverfi fyrir þá sem vilja nýta auðlindirnar. Nýjar áherslurSú gagnrýni sem að framan er rakin minnir á þær áherslur sem hagsmunaaðilar viðskiptalífs og fjármálafyrirtæki töluðu fyrir á árunum fyrir hrun. Lagaumgjörðin mátti ekki vera íþyngjandi, stjórnsýslan átti að vera einföld og litið var á eftirlit sem óþarfa afskipti. Við höfum margoft séð alvarlegar afleiðingar þess að sérhagsmunir eru teknir fram yfir hagsmuni almennings í mörgum greinum samfélagsins í aðdraganda hrunsins og víða á enn eftir að taka til hendinni. Framkvæmdaaðilar og samtök þeirra ættu með stjórnvöldum að nálgast verkefnin út frá hagsmunum náttúrunnar og heildarinnar. Það eru raunverulegir hagsmunar framtíðarinnar og komandi kynslóða. Slík sýn verður og á að vera grundvöllur endurmótunarstarfs íslensks samfélags og í raun eina leiðin út úr kreppunni.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun