Tortímandinn afhjúpaður 18. maí 2011 08:45 Ekki bara glans Arnold Schwarzenegger og Maria Shriver eru skilin eftir 25 ára hjónaband. Það þótti meðal þeirra traustustu í Hollywood þar til fjölmargar konur komu fram og sögðu kraftajötuninn hafa áreitt sig kynferðislega. Nú hefur komið í ljós að Schwarzenegger eignaðist barn utan hjónabands með þernu á heimili þeirra hjóna.NordicPhotos/getty Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira
Þekktasta hasarhetja kvikmyndasögunnar, Arnold Schwarzenegger, og eiginkona hans til 25 ára, Maria Shriver, tilkynntu fyrir skemmstu að þau hygðust skilja. Engar ástæður voru gefnar upp þá en kraftakarlinn virðist hafa haft óhreint mjöl í pokahorninu. Hjónaband Mariu Shriver og Arnolds Schwarzenegger hafði verið álitið eitt það traustasta í Hollywood enda eru 25 ár langur tími í skemmtanabransanum vestanhafs og því kom það mörgum á óvart þegar fréttatilkynningin barst; þau væru skilin í sátt og samlyndi, ætluðu að vera með sameiginlegt forræði yfir börnunum sínum fjórum og halda góðri vináttu. „Þetta er vonandi bara tímabundið," var haft eftir Schwarzenegger. Tortímandinn átti hins vegar enginn svör þegar blaðamenn Los Angeles Times hófu að spyrja hann út í barn sem ein af þernum þeirra hjóna eignaðist fyrir áratug. Hann var afhjúpaður; Schwarzenegger, sem hefur gert mikið úr ímynd sinni sem fjölskyldumaður, hafði eignast barn utan hjónabands og þegar Shriver komst að því tilkynnti hún manni sínum að hún hefði engan áhuga á hjónabandinu lengur, þau væru skilin. Shriver flutti út af heimilinu fyrr á þessu ári en samkvæmt bandarískum fjölmiðlum féllst hún á að bíða með yfirlýsingu um hjónaskilnaðinn þar til ríkisstjóraferli Schwarzenegger væri lokið. Í frétt Los Angeles Times kemur einnig fram að leikarinn hafi stutt móðurina fjárhagslega. Hún hafi hins vegar talið sambýlismanni sínum trú um að hann væri faðirinn, ekki Schwarzenegger. Í yfirlýsingu sem blaðinu barst biður Schwarzenegger fjölmiðla um að leyfa börnunum sínum og konu að lifa í friði, hann verðskuldi gagnrýni, ekki þau. „Ég hef beðið Mariu, börnin mín og fjölskyldu afsökunar á framferði mínu. Mér þykir þetta leitt." Málið hefur leitt til þess að kastljósinu hefur aftur verið beint að máli þeirra kvenna sem sökuðu kraftajötuninn um kynferðislega áreitni árið 2003, sama ár og hann bauð sig fram til ríkisstjórastólsins. Sex þeirra ræddu mál sín opinberlega og ein þeirra, Anna Richardson, vann að lokum meiðyrðarmál gegn honum, Schwarzenegger hélt því fram fullum fetum að hún hefði boðið hættunni heim. Schwarzenegger viðurkenndi í yfirlýsingu að hafa hagað sér „heimskulega". Sú heimska virðist ekki hafa elst af honum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Sjá meira