Að ræða eða ræða ekki 62. gr. stjórnarskrárinnar Hjalti Hugason skrifar 17. maí 2011 10:00 Í Fréttablaðinu 11. maí s.l. birtist hvatning frá nokkrum trú- og lífsskoðunarfélögum, baráttusamtökum fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnvel baráttusamtökum gegn trú til Stjórnlagaráðs um að „bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd þjóðkirkjunnar." Telja þessi samtök vænlegast að sértæk tillaga um niðurfellingu greinarinnar verði lögð í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Ljóst er að ákvörðunarvald um niðurfellingu eða breytingu á 62. gr. stjskr. er í höndum þjóðarinnar. Það mál verður því að bera undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu sbr. 2. mgr. 79. gr. stjskr. hvort sem það verður gert á grundvelli sértækrar tillögu, sem hluti af viðamiklum stjórnarskrárbreytingum eða við kosningar um alveg nýja stjórnarskrá. Með áskoruninni er Stjórnlagaráð hvatt til að velja alveg ákveðna leið í þessu efni, þ.e. að fara bókstaflega að fyrirmælum 79. gr. stjskr. og einangra 62. gr. þannig frá öðrum greinum stjórnarskrárinnar. Svo virðist sem þessi leið sé farin til að koma í veg fyrir sérstaka umræðu um greinina. Markmið þeirra sem undir hvatninguna rita er að afnema ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar og tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- og lífsskoðunum þeirra. Þetta er í alla staði virðingarvert markmið sem keppa beri að. Meginhugsun þess kemur raunar þegar fram í 63.-65. gr. núgildandi stjórnarskrár. Þá ber þess að gæta að í innlendum og erlendum dómum hefur komið fram að þjóðkirkjuskipan á borð við þá sem fram kemur í 62. gr. stjskr. brjóti ekki í bága við trúfrelsi. Stjórnlagaráði ber þó vissulega að þróa þessa hugsjón áfram inn í 21. öldina. Það er hins vegar ekki víst að það verði best gert án umræðu um 62. gr. Nú þegar liggur fyrir Stjórnlagaráði tillaga um að ná sama markmiði og að ofan getur en með uppstokkun á öllu efni sjötta kafla stjskr. og nýjum tengslum hans við mannréttindaákvæði stjskr. Þar er lagt til að öll trú og lífsskoðanir verði lagðar að jöfnu, að staða trú- og lífsskoðunarfélaga verði jöfnuð þannig að ríkið styrki og verndi öll slík félög sem óska skráningar og uppfylla þau skilyrði sem um hana gilda og að sérstaða meirihlutakirkjunnar í landinu verði frekar táknræn en lagalegs eðlis. Á þennan hátt er mögulegt að þróa þá trúfrelsishefð sem hér hefur ráðið för frá 1874 á farsælan hátt inn í fjölhyggju 21. aldarinnar. Það er vonandi að Stjórnlagaráð reynist þeim vanda vaxið að taka einnig þann hluta stjórnarskrárinnar sem að trú- og kirkjumálum lýtur til málefnalegrar umræðu en hlaupi ekki frá vandanum með þeirri ódýru lausn sem fram kom í fyrrgreindri hvatningu. Að lokum skal Stjórnlagaráði óskað velfarnaðar í vandasömu starfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 11. maí s.l. birtist hvatning frá nokkrum trú- og lífsskoðunarfélögum, baráttusamtökum fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju og jafnvel baráttusamtökum gegn trú til Stjórnlagaráðs um að „bera fram sérstaka tillögu um afnám 62. greinar stjórnarskrár Íslands og afnema þar með ákvæði um sérstaka vernd þjóðkirkjunnar." Telja þessi samtök vænlegast að sértæk tillaga um niðurfellingu greinarinnar verði lögð í dóm kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu samfara kosningu um nýja stjórnarskrá. Ljóst er að ákvörðunarvald um niðurfellingu eða breytingu á 62. gr. stjskr. er í höndum þjóðarinnar. Það mál verður því að bera undir þjóðina í almennri atkvæðagreiðslu sbr. 2. mgr. 79. gr. stjskr. hvort sem það verður gert á grundvelli sértækrar tillögu, sem hluti af viðamiklum stjórnarskrárbreytingum eða við kosningar um alveg nýja stjórnarskrá. Með áskoruninni er Stjórnlagaráð hvatt til að velja alveg ákveðna leið í þessu efni, þ.e. að fara bókstaflega að fyrirmælum 79. gr. stjskr. og einangra 62. gr. þannig frá öðrum greinum stjórnarskrárinnar. Svo virðist sem þessi leið sé farin til að koma í veg fyrir sérstaka umræðu um greinina. Markmið þeirra sem undir hvatninguna rita er að afnema ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar og tryggja jafnrétti og fullt trúfrelsi einstaklinga óháð trúar- og lífsskoðunum þeirra. Þetta er í alla staði virðingarvert markmið sem keppa beri að. Meginhugsun þess kemur raunar þegar fram í 63.-65. gr. núgildandi stjórnarskrár. Þá ber þess að gæta að í innlendum og erlendum dómum hefur komið fram að þjóðkirkjuskipan á borð við þá sem fram kemur í 62. gr. stjskr. brjóti ekki í bága við trúfrelsi. Stjórnlagaráði ber þó vissulega að þróa þessa hugsjón áfram inn í 21. öldina. Það er hins vegar ekki víst að það verði best gert án umræðu um 62. gr. Nú þegar liggur fyrir Stjórnlagaráði tillaga um að ná sama markmiði og að ofan getur en með uppstokkun á öllu efni sjötta kafla stjskr. og nýjum tengslum hans við mannréttindaákvæði stjskr. Þar er lagt til að öll trú og lífsskoðanir verði lagðar að jöfnu, að staða trú- og lífsskoðunarfélaga verði jöfnuð þannig að ríkið styrki og verndi öll slík félög sem óska skráningar og uppfylla þau skilyrði sem um hana gilda og að sérstaða meirihlutakirkjunnar í landinu verði frekar táknræn en lagalegs eðlis. Á þennan hátt er mögulegt að þróa þá trúfrelsishefð sem hér hefur ráðið för frá 1874 á farsælan hátt inn í fjölhyggju 21. aldarinnar. Það er vonandi að Stjórnlagaráð reynist þeim vanda vaxið að taka einnig þann hluta stjórnarskrárinnar sem að trú- og kirkjumálum lýtur til málefnalegrar umræðu en hlaupi ekki frá vandanum með þeirri ódýru lausn sem fram kom í fyrrgreindri hvatningu. Að lokum skal Stjórnlagaráði óskað velfarnaðar í vandasömu starfi.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar