Skógrækt eða náttúruvernd Snorri Baldursson skrifar 12. maí 2011 05:00 Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Helgi Gíslason skrifar grein í Fréttablaðið þann 7. apríl sl. þar sem hann leggur út af fyrri grein minni í sama blaði, 22. febrúar sl. Þar lýsti ég þeirri eindregnu skoðun að skógræktarstarf landsmanna, eins og það er nú stundað með miklum ríkisstyrkjum en litlu regluverki, væri gengið út í öfgar. Hertar reglur um innflutning og dreifingu framandi tegunda, þar með talið trjátegunda, eins og boðaðar eru í frumvarpi að nýjum náttúruverndarlögum væru því fagnaðarefni en ekki tilefni hótana. Þetta hefur lengi verið einlæg skoðun mín og kemur núverandi og fyrrverandi störfum ekkert við (sjá t.d. grein mína í Mbl 28. október 2001). Náttúruverndarlögum, eins og nafnið bendir til, er ætlað að vernda náttúru landsins og „tryggja eftir föngum þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum, en verndun þess sem þar er sérstætt eða sögulegt“, eins og segir í 1. grein laganna. Skógrækt með stórvöxnum erlendum tegundum tryggir ekki þróun íslenskrar náttúru eftir eigin lögmálum heldur breytir henni á afgerandi hátt; tryggir þróun náttúrunnar eftir forskrift skógræktarmanna. Skógrækt af því tagi er þess vegna ekki náttúruvernd heldur afbrigði landbúnaðar og getur átt fullan rétt á sér sem slík ef hún er framkvæmd af fyrirhyggju og umhyggju fyrir landinu. Endurheimt birkiskóga með friðun lands eða öðrum hóflegum inngripum mannsins er hins vegar náttúruvernd því hún er í takt við eðlilega þróun íslenskrar náttúru. Semsagt skógrækt getur verið náttúruvernd en er það ekki alltaf og alls ekki þegar menn eru að rækta blandskóga eða hreina barrskóga í íslenskum úthaga. Þetta þurfa menn að hafa á hreinu því um þetta snýst ágreiningurinn. Þarna þarf að greina algerlega á milli til að vitræn umræða um ríkisstyrkta skógrækt geti farið fram. Það er því ótækt að talsmenn skógræktar feli sig á bak við náttúruvernd þegar þeir eru í raun að tala fyrir hreinni jarðrækt. Blandskógrækt með fjölda erlendra tegunda á ekkert skylt við endurheimt horfinna gróðurlenda landsins. Það líka ótækt að talsmenn skógræktar, sem hafa mikil ítök meðal almennings, skuli ítrekað snúa Samningnum um líffræðilega fjölbreytni upp í andhverfu sína. Það er ekkert í þeim samningi sem heitir „líffræðileg fábreytni“ og samningurinn mælir fortakslaust gegn því að notaðar séu framandi tegundir til að endurheimta spillt vistkerfi. Skógræktin hefur vissulega stuðlað að friðun birkiskóga, en oftar en ekki var upprunalegi tilgangurinn sá að gróðursetja í þá stórvaxnari tegundir. Þetta sjáum við á Þingvöllum, í Vaglaskógi, Hallormsstaðaskógi og víðar. Skaftafelli og Þórsmörk var hins vegar „bjargað frá“ Skógræktinni. Talsmenn ríkisstyrktrar skógræktar segja að þeir gróðursetji ekki lengur barrtré í birkiskóga landsins. Hvernig væri þá að taka skrefið til fulls og greina algerlega á milli skógræktar með innfluttum tegundum til viðarframleiðslu, á takmörkuðum landbúnaðarsvæðum, og skóggræðslu með innlendum tegundum í þágu náttúruverndar utan ræktarlanda?
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar