Tryggvi og tól hagfræðinnar Guðmundur Örn Jónsson skrifar 10. maí 2011 06:00 Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar