Tryggvi og tól hagfræðinnar Guðmundur Örn Jónsson skrifar 10. maí 2011 06:00 Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vegna „tækifærismennsku ófyrirleitinna stjórnmálamanna“, lýðskrums og staðleysna í umræðunni um fiskveiðistjórnun, hefur Tryggvi Þór Herbertsson farið yfir málið í nokkrum greinum með „tólum hagfræðinnar“. Tryggvi bendir réttilega á að forsendur hagkvæmrar útgerðar séu takmarkanir á aðgangi að auðlindinni, að veiðirétturinn sé til lengri tíma og að veiðirétturinn sé framseljanlegur. Aðeins fyrningarleiðin uppfyllir öll þessi skilyrði. Í henni fá útgerðir lögvarinn rétt til veiða með kaupum á langtíma veiðirétti meðan veiðirétturinn er aðeins til eins árs í núverandi kerfi. Sóknarmark, sem fyrrverandi sjálfstæðismenn í Frjálslynda flokknum hafa aðallega barist fyrir, uppfyllir ekkert skilyrðanna. Þar til viðbótar fullnægir fyrningarleiðin kröfum Sameinuðu þjóðana um lágmarks mannréttindi sem núverandi kerfi gerir ekki. Það er því engin tilviljun að þeir þrír nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um málið hafa mælt með fyrningarleiðinni. Hinn virti sérfræðingur á sviði samkeppnishæfni, Michael Porter, hefur einnig bent á mikilvægi nýliðunar, sem er eitt af því sem fyrningarleiðin tryggir. Sterkustu rökin fyrir hagkvæmni fyrningarleiðarinnar koma þó frá LÍÚ. Í umdeildri skýrslu bentu þeir á að núverandi útgerðarfyrirtæki gætu engan veginn staðist samkeppni við hagkvæmari nýliða sem myndu ryðja þeim til hliðar í samkeppni um kvótann. Það er svo aðeins með fyrningarleiðinni að hægt er að fá óumdeilt verðmat á auðlindinni og munu því deilur um auðlindagjald heyra sögunni til. Það er líklegast meginástæðan fyrir andstöðu LÍÚ við leiðina. Það er því stórmerkilegt að Tryggvi nefnir fyrningarleiðina aldrei á nafn. Í staðinn hælir hann nákvæmlega eins stjórnkerfi, sem daninn Warming lagði til. Enda hefur forysta Sjálfstæðisflokksins barist gegn fyrningarleið meðan Pétur Blöndal og jafnaðarmenn eru helstu stuðningsmenn leiðarinnar. Því lýsir það Tryggva betur en Jóhönnu Sigurðardóttur þegar hann kallar hana lýðskrumara. Nær væri fyrir Tryggva að líta í eigin barm ef hann vill minnka lýðskrum, enda verða fyrri fullyrðingar þingmannsins um að geta galdrað í burtu 20% af skuldum landsmanna varla nefnd öðru nafni.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun