Alþjóðadagur tjáningarfrelsis Luis Arreaga skrifar 3. maí 2011 06:00 Sameinuðu þjóðirnar efndu til Alþjóðadags tjáningarfrelsis, sem haldinn er hátíðlegur á hverju ári um allan heim þann 3. maí, til að vekja athygli á meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar og minnast þeirra sem hafa barist og látið lífið við að reyna að framfylgja þeim. Á þessu ári taka Bandaríkin höndum saman við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og halda alþjóðadag tjáningarfrelsis hátíðlegan í fyrsta skipti í Washington, D.C. Yfirskrift þessa árs, „Fjölmiðlar 21. aldar – Nýir miðlar, nýjar hindranir" endurspeglar þær miklu breytingar á aðgengi að upplýsingum sem stafræna tæknin hefur gert mögulegar. Internetið er alþjóðlegt tæki sem hefur magnað kröfur um tjáningarfrelsi og önnur alhliða mannréttindi, auðveldað líflegar og opnar umræður um fjölbreytt málefni og myndað tengsl á milli borgara innan ríkja og á milli fólks úti um allan heim. Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa skuldbundið sig til að styðja fjölmiðlafrelsi. Við vitum að það er nauðsynlegt að stofna og hlúa að sjálfstæðum, fjölbreyttum og frjálsum fjölmiðlum til að siðuð og lýðræðisleg þjóðfélög geti þróast bæði heima fyrir og annars staðar í heiminum. Blaðamenn gegna lykilhlutverki við að greina stefnur og strauma, viðhalda trúverðugleika og segja fréttir almenningi til hagsbóta. Í frjálsum samfélögum starfa fjölmiðlar óttalaust og ákveða innihald sitt, bæði hvað fréttir varðar og annað efni eins og menningarumfjöllun, án takmarkana eða lagasetninga yfirvalda. Við stöndum frammi fyrir þýðingarmiklum breytingum í sögu heimsins. Um allan heim krefst fólk frelsis, gegnsæis og sjálfsákvörðunarréttar. Ný stafræn tækni styður þennan málstað á hraðvirkari og víðtækari hátt en nokkru sinni fyrr, og blaðamenn gegna lykilhlutverki í þessum málum. Til allrar óhamingju hafa margir þeirra látið lífið eða slasast þegar þeir hafa leitast við að segja fréttir af þeim alvarlegu viðfangsefnum sem við stöndum nú frammi fyrir. Á Alþjóðadegi tjáningarfrelsis heiðrum við arf þeirra og fórnir sem þeir færðu til að tryggja að allir, alls staðar fengju notið grundvallarréttar til frjálsrar fjölmiðlunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar efndu til Alþjóðadags tjáningarfrelsis, sem haldinn er hátíðlegur á hverju ári um allan heim þann 3. maí, til að vekja athygli á meginreglum frjálsrar fjölmiðlunar og minnast þeirra sem hafa barist og látið lífið við að reyna að framfylgja þeim. Á þessu ári taka Bandaríkin höndum saman við Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) og halda alþjóðadag tjáningarfrelsis hátíðlegan í fyrsta skipti í Washington, D.C. Yfirskrift þessa árs, „Fjölmiðlar 21. aldar – Nýir miðlar, nýjar hindranir" endurspeglar þær miklu breytingar á aðgengi að upplýsingum sem stafræna tæknin hefur gert mögulegar. Internetið er alþjóðlegt tæki sem hefur magnað kröfur um tjáningarfrelsi og önnur alhliða mannréttindi, auðveldað líflegar og opnar umræður um fjölbreytt málefni og myndað tengsl á milli borgara innan ríkja og á milli fólks úti um allan heim. Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa skuldbundið sig til að styðja fjölmiðlafrelsi. Við vitum að það er nauðsynlegt að stofna og hlúa að sjálfstæðum, fjölbreyttum og frjálsum fjölmiðlum til að siðuð og lýðræðisleg þjóðfélög geti þróast bæði heima fyrir og annars staðar í heiminum. Blaðamenn gegna lykilhlutverki við að greina stefnur og strauma, viðhalda trúverðugleika og segja fréttir almenningi til hagsbóta. Í frjálsum samfélögum starfa fjölmiðlar óttalaust og ákveða innihald sitt, bæði hvað fréttir varðar og annað efni eins og menningarumfjöllun, án takmarkana eða lagasetninga yfirvalda. Við stöndum frammi fyrir þýðingarmiklum breytingum í sögu heimsins. Um allan heim krefst fólk frelsis, gegnsæis og sjálfsákvörðunarréttar. Ný stafræn tækni styður þennan málstað á hraðvirkari og víðtækari hátt en nokkru sinni fyrr, og blaðamenn gegna lykilhlutverki í þessum málum. Til allrar óhamingju hafa margir þeirra látið lífið eða slasast þegar þeir hafa leitast við að segja fréttir af þeim alvarlegu viðfangsefnum sem við stöndum nú frammi fyrir. Á Alþjóðadegi tjáningarfrelsis heiðrum við arf þeirra og fórnir sem þeir færðu til að tryggja að allir, alls staðar fengju notið grundvallarréttar til frjálsrar fjölmiðlunar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar