Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins 2. maí 2011 04:00 Helsti ljóður á fiskveiðistjórnun í ESB hefur verið gegndarlaust brottkast. Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira
Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann
Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Sjá meira