Tillögur um fiskveiðistjórn í anda íslenska kerfisins 2. maí 2011 04:00 Helsti ljóður á fiskveiðistjórnun í ESB hefur verið gegndarlaust brottkast. Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira
Maria DamanakiNordicphotos/AFP Evrópusambandið (ESB) virðist stefna á að taka upp marga meginþætti íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins. Framseljanlegar aflaheimildir og bann við brottkasti eru þar veigamestar en hugmyndafræðin er sú sama og íslenskra stjórnvalda við innleiðingu breyttrar veiðistjórnunar á sínum tíma. Framkvæmdastjórn ESB vinnur nú að því að móta tillögur að breytingum á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi sambandsins sem munu líta dagsins ljós í júlí næstkomandi. Tillögurnar miða að því að snúa við óheillaþróun síðustu ára og bjarga ofveiddum fiskistofnum fyrir árið 2015. Þetta er takmark Maríu Damanaki, sjávarútvegsstjóra ESB, að sögn dagblaðsins Europolitics, eða að fiskveiðar innan ESB verði sjálfbærar hið fyrsta. Tillögurnar kallast mjög á við íslenska kerfið eins og það er í dag. Framseljanlegar aflaheimildir yrðu teknar upp með kvóta á einstök skip. Framsal á milli skipa sem gera út undir sama fána yrði leyft. Þetta yrði ekki síst gert til að minnka evrópska flotann sem er allt of stór miðað við mögulega veiði. Framkvæmdastjórnin íhugar jafnframt að banna brottkast sem hefur lengi verið ljóður á kerfinu og þyrnir í augum allra sem koma að útgerð. Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðaseturs, segir að nái tillögurnar fram að ganga yrði það til að kollvarpa núverandi kerfi ESB. „Með þeim nálgast ESB íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið í mikilvægum atriðum. Hér er þó aðeins um að ræða tillögur og með öllu óvíst hvort eða í hvaða formi þær muni ná fram að ganga. Það er langur og grýttur vegur enn í þeim efnum.“ Aðalsteinn Leifsson, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, segir að framkvæmdastjórnin þekki vel til fiskveiðistjórnunar hér og í Noregi. Áherslan sé á að ná fram ábyrgari og hagkvæmari nýtingu auðlindarinnar með því að minnka sókn, banna brottkast og minnka miðstýringu. „Ef til vill má segja að menn horfi meira til félagslegra sjónarmiða og byggðasjónarmiða hjá ESB. Sjávarútvegur er víða óburðugur innan aðildarríkjanna og það má gera ráð fyrir viðbrögðum við breytingum sem fela í sér minni og hagkvæmari sókn.“ Í grein Europolitics kemur fram að hugmyndirnar mæti andstöðu, meðal annars í Frakklandi þar sem litið er á fiskveiðar sem sameign undir forræði ríkisins og að markaðsöflin eigi þar ekki að hafa aðkomu. Spánverjar vilja ekki banna brottkast með öllu og margar þjóðir finnt takmarkið um sjálfbærni árið 2015 óraunhæft, segir í frétt Europolitics. svavar@frettabladid.isAðalsteinn LeifssonEiríkur Bergmann
Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Sjá meira