Hafa skal það sem sannara reynist Björn Halldórsson skrifar 28. apríl 2011 06:00 Nýlega sendu samtökin Vel-bú nokkrum fjölmiðlum tilskrif sem varða aðbúnað og meðferð loðdýra á Íslandi. Vegna alvarlegra rangfærslna í greininni vill Samband íslenskra loðdýrabænda taka eftirfarandi fram: Loðdýrabændur eru ætíð tilbúnir að ræða reglur um aðbúnað dýra þeirra og velferð dýranna. Það er hins vegar að okkar mati málefninu ekki til framdráttar þegar menn leggja upp í vegferð með röngum upplýsingum, hvað þá engum upplýsingum. Svo er því miður með tilskrif Vel-bús. Þaðan hefur enginn haft samband við samtök okkar og þannig reynt að kynna sér málið, og sjá við hvaða aðstæður dýrin lifa hér á landi. Því verður Samband íslenskra loðdýrabænda að óska eftir birtingu á eftirfarandi leiðréttingum. 1. Fullyrðing um að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu er röng. Því til sönnunar má benda á að á s.l. 15 árum hefur heimsframleiðsla og þar með eftirspurn og sala grávöru nærfellt tvöfaldast. Meginhluta þessarar aukningar má rekja til landa Evrópu. Að sönnu var framleiðsla lögð niður í Bretlandi en sölutölur á sl. ári yfir sölu pelsvara í því sama landi sýna að aldrei í sögunni hefur eftirspurn verið meiri þar. 2. Fullyrðing um að minkar á Íslandi séu haldnir í mjög litlum búrum stenst einungis ef menn sjálfir – óháð rannsóknarniðurstöðum – gefa sér hvað er stórt og hvað er lítið. Þar sýnist sjálfsagt sitt hverjum en bændur hér á landi fara eftir þeirri reglugerð sem hér er í gildi og var sett árið 2007. Að gerð þeirrar reglugerðar komu a.m.k. 3 dýralæknar og hún var að sjálfsögðu yfirfarin af lögfræðingum Landbúnaðarráðuneytisins áður en hún var gefin út og ætti þar með að vera öruggt að hún fari ekki í bága við lög. 3. Það er rangt sem fram kemur hjá Vel-búi að minkar hér á landi séu oftast aflífaðir með útblæstri frá vélum. Það gera nokkrir en flestir nota sérstaklega útbúið gas. Báðar aðferðirnar eru samkvæmt Evrópustaðli. Vel–búi láðist hins vegar að geta þess hvernig vélarnar eru útbúnar, m.t.t. kælingar á lofti og hreinsunar, til verksins. Fullyrðing um að bannað sé að aflífa dýr með útblæstri véla í Danmörku er hins vegar röng. Það er leyfilegt enda í fullu samræmi við leiðbeinandi reglur frá Evrópusambandinu um aflífun dýra. 4. Fullyrðingin um að loðdýrarækt sé aflögð á Ítalíu er röng. Framleiðsla minkaskinna á Ítalíu er meiri en á Íslandi og fulltrúar samtaka loðdýrabænda þar í landi fullyrða að þar séu engin meiriháttar vandamál, og nokkur framleiðsluaukning hefur orðið þar allra síðustu ár. Hverjir eru þeir mörgu sem bent hafa á að erlendir aðilar hafi áhuga á að hefja framleiðslu minkaskinna á Íslandi vegna þess að hér séu reglur um aðbúnað ekki eins strangar og í öðrum löndum? Og hver eru þessi nokkur lönd þar sem framleiðslan hefur lagst af með auknum kröfum? Það er afar einföld leið til að búa til „sannleika“ með því að hamra stöðugt á sömu hlutunum. Þetta tókst ákveðnum aðilum í Evrópu á síðari hluta þriðja áratugarins og fyrrihluta þess fjórða. Slíkar fullyrðingar voru engum til bóta og til lítils sóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega sendu samtökin Vel-bú nokkrum fjölmiðlum tilskrif sem varða aðbúnað og meðferð loðdýra á Íslandi. Vegna alvarlegra rangfærslna í greininni vill Samband íslenskra loðdýrabænda taka eftirfarandi fram: Loðdýrabændur eru ætíð tilbúnir að ræða reglur um aðbúnað dýra þeirra og velferð dýranna. Það er hins vegar að okkar mati málefninu ekki til framdráttar þegar menn leggja upp í vegferð með röngum upplýsingum, hvað þá engum upplýsingum. Svo er því miður með tilskrif Vel-bús. Þaðan hefur enginn haft samband við samtök okkar og þannig reynt að kynna sér málið, og sjá við hvaða aðstæður dýrin lifa hér á landi. Því verður Samband íslenskra loðdýrabænda að óska eftir birtingu á eftirfarandi leiðréttingum. 1. Fullyrðing um að loðdýrarækt hafi dregist saman í mörgum löndum Evrópu er röng. Því til sönnunar má benda á að á s.l. 15 árum hefur heimsframleiðsla og þar með eftirspurn og sala grávöru nærfellt tvöfaldast. Meginhluta þessarar aukningar má rekja til landa Evrópu. Að sönnu var framleiðsla lögð niður í Bretlandi en sölutölur á sl. ári yfir sölu pelsvara í því sama landi sýna að aldrei í sögunni hefur eftirspurn verið meiri þar. 2. Fullyrðing um að minkar á Íslandi séu haldnir í mjög litlum búrum stenst einungis ef menn sjálfir – óháð rannsóknarniðurstöðum – gefa sér hvað er stórt og hvað er lítið. Þar sýnist sjálfsagt sitt hverjum en bændur hér á landi fara eftir þeirri reglugerð sem hér er í gildi og var sett árið 2007. Að gerð þeirrar reglugerðar komu a.m.k. 3 dýralæknar og hún var að sjálfsögðu yfirfarin af lögfræðingum Landbúnaðarráðuneytisins áður en hún var gefin út og ætti þar með að vera öruggt að hún fari ekki í bága við lög. 3. Það er rangt sem fram kemur hjá Vel-búi að minkar hér á landi séu oftast aflífaðir með útblæstri frá vélum. Það gera nokkrir en flestir nota sérstaklega útbúið gas. Báðar aðferðirnar eru samkvæmt Evrópustaðli. Vel–búi láðist hins vegar að geta þess hvernig vélarnar eru útbúnar, m.t.t. kælingar á lofti og hreinsunar, til verksins. Fullyrðing um að bannað sé að aflífa dýr með útblæstri véla í Danmörku er hins vegar röng. Það er leyfilegt enda í fullu samræmi við leiðbeinandi reglur frá Evrópusambandinu um aflífun dýra. 4. Fullyrðingin um að loðdýrarækt sé aflögð á Ítalíu er röng. Framleiðsla minkaskinna á Ítalíu er meiri en á Íslandi og fulltrúar samtaka loðdýrabænda þar í landi fullyrða að þar séu engin meiriháttar vandamál, og nokkur framleiðsluaukning hefur orðið þar allra síðustu ár. Hverjir eru þeir mörgu sem bent hafa á að erlendir aðilar hafi áhuga á að hefja framleiðslu minkaskinna á Íslandi vegna þess að hér séu reglur um aðbúnað ekki eins strangar og í öðrum löndum? Og hver eru þessi nokkur lönd þar sem framleiðslan hefur lagst af með auknum kröfum? Það er afar einföld leið til að búa til „sannleika“ með því að hamra stöðugt á sömu hlutunum. Þetta tókst ákveðnum aðilum í Evrópu á síðari hluta þriðja áratugarins og fyrrihluta þess fjórða. Slíkar fullyrðingar voru engum til bóta og til lítils sóma.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun