Ný rannsókn sýnir fjölgun örlaxa í ám 28. apríl 2011 03:30 Rannsóknin náði meðal annars til Selár í Vopnafirði. Tímabilið frá 1975 var skoðað og eru þess greinileg merki að örlöxum hefur fjölgað, sérstaklega frá 2005. mynd/orri vigfússon Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að svokölluðum örlöxum, löxum af stærðinni 43 til 50 sentimetrar, hefur fjölgað í ám á Austur- og Norðausturlandi á undanförnum árum. Kenningar um smæð þessara laxa standast hins vegar ekki. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá VMST, segir að nokkur umræða hafi verið um mjög smáa laxa sem hafa veiðst undanfarin ár. Var talið að hér væru fiskar sem hefðu farið út að vori sem stór gönguseiði og komið inn aftur samsumars. „Því hefur verið haldið fram að svona kettlingar hafi alltaf verið innan um í veiðinni, en hreistursýni úr nokkrum ám á Austur- og Norðausturlandi sýna okkur að örlaxarnir höfðu dvalið eitt ár í sjó eins og hver annar smálax, en virðast hafa lent á svæðum í hafinu þar sem fæðuskilyrði hafa verið slæm.“ Guðni útskýrir að ef átuskilyrði í sjó eru góð er vöxtur hraður og öfugt ef skilyrðin eru slæm. Það sama eigi við um afföll. „Það virðist vera að þessir laxar hafi það skítt á vissum svæðum en aðrir hafi það mun betra annars staðar. Hvar þessi svæði eru er hins vegar ekki vitað með vissu. Hins vegar bendir allt til að laxinn fari ekki á sömu beitarslóðir.“ Norðmenn hafa orðið varir við sömu þróun á undanförnum árum; smálaxinn þeirra hefur verið að koma minni úr sjó en löngum áður. Smálaxi hefur jafnframt fækkað. Guðni segir þá kenningu uppi að norski laxinn leiti norðar en áður vegna breytinga í hafinu. Slíkar breytingar, og ganga fiska eins og makríls, getur verið hluti skýringarinnar hér. Slíkt er þó ósannað og aðeins um tilgátu að ræða. Það sem vekur ekki síður athygli er að hluti af örlöxunum hafa farið yfir á annað ár í sjó og komið sem smáir tveggja ára laxar til baka. Það veldur því að hluti tveggja ára laxa úr sjó verður undir þeim mörkum sem dregin eru á milli smálax og stórlax við úrvinnslu veiðibóka og teljast því smálaxar. „Þetta höfum við ekki séð áður,“ segir Guðni. „Það er að mörgu að hyggja. Það er breytileiki innan áa og umhverfið er að breytast sem lífríkið þarf að laga sig að, sem gerir þetta spennandi rannsóknarefni.“ Um framhald rannsókna á örlaxi segir Guðni að reynt sé að safna reglulega hreistursýnum. Hins vegar stendur það söfnun sýna fyrir þrifum hversu mörgum löxum er sleppt eftir að hafa verið veiddir. „Þegar megnið af laxinum var drepið þá var hægt að taka sýni sem sýndu þversnið af göngunni. Það vill maður helst hafa.“ Guðni segir að teljarar í ánum séu mikilvægir í þessum rannsóknum því þar fást upplýsingar um lengdardreifingu laxagöngunnar eins og hún kemur upp í ána. „Nýir teljarar eru búnir myndavél og framtíð rannsókna á laxi og silungi hérlendis er björt ef og þegar slíkur búnaður verður settur út í stærri vatnakerfi.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að svokölluðum örlöxum, löxum af stærðinni 43 til 50 sentimetrar, hefur fjölgað í ám á Austur- og Norðausturlandi á undanförnum árum. Kenningar um smæð þessara laxa standast hins vegar ekki. Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá VMST, segir að nokkur umræða hafi verið um mjög smáa laxa sem hafa veiðst undanfarin ár. Var talið að hér væru fiskar sem hefðu farið út að vori sem stór gönguseiði og komið inn aftur samsumars. „Því hefur verið haldið fram að svona kettlingar hafi alltaf verið innan um í veiðinni, en hreistursýni úr nokkrum ám á Austur- og Norðausturlandi sýna okkur að örlaxarnir höfðu dvalið eitt ár í sjó eins og hver annar smálax, en virðast hafa lent á svæðum í hafinu þar sem fæðuskilyrði hafa verið slæm.“ Guðni útskýrir að ef átuskilyrði í sjó eru góð er vöxtur hraður og öfugt ef skilyrðin eru slæm. Það sama eigi við um afföll. „Það virðist vera að þessir laxar hafi það skítt á vissum svæðum en aðrir hafi það mun betra annars staðar. Hvar þessi svæði eru er hins vegar ekki vitað með vissu. Hins vegar bendir allt til að laxinn fari ekki á sömu beitarslóðir.“ Norðmenn hafa orðið varir við sömu þróun á undanförnum árum; smálaxinn þeirra hefur verið að koma minni úr sjó en löngum áður. Smálaxi hefur jafnframt fækkað. Guðni segir þá kenningu uppi að norski laxinn leiti norðar en áður vegna breytinga í hafinu. Slíkar breytingar, og ganga fiska eins og makríls, getur verið hluti skýringarinnar hér. Slíkt er þó ósannað og aðeins um tilgátu að ræða. Það sem vekur ekki síður athygli er að hluti af örlöxunum hafa farið yfir á annað ár í sjó og komið sem smáir tveggja ára laxar til baka. Það veldur því að hluti tveggja ára laxa úr sjó verður undir þeim mörkum sem dregin eru á milli smálax og stórlax við úrvinnslu veiðibóka og teljast því smálaxar. „Þetta höfum við ekki séð áður,“ segir Guðni. „Það er að mörgu að hyggja. Það er breytileiki innan áa og umhverfið er að breytast sem lífríkið þarf að laga sig að, sem gerir þetta spennandi rannsóknarefni.“ Um framhald rannsókna á örlaxi segir Guðni að reynt sé að safna reglulega hreistursýnum. Hins vegar stendur það söfnun sýna fyrir þrifum hversu mörgum löxum er sleppt eftir að hafa verið veiddir. „Þegar megnið af laxinum var drepið þá var hægt að taka sýni sem sýndu þversnið af göngunni. Það vill maður helst hafa.“ Guðni segir að teljarar í ánum séu mikilvægir í þessum rannsóknum því þar fást upplýsingar um lengdardreifingu laxagöngunnar eins og hún kemur upp í ána. „Nýir teljarar eru búnir myndavél og framtíð rannsókna á laxi og silungi hérlendis er björt ef og þegar slíkur búnaður verður settur út í stærri vatnakerfi.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira