Kvikmyndastjarna kveður 24. mars 2011 11:00 Mikil stjarna Elizabeth Taylor lést í gær eftir langa baráttu við allskyns sjúkdóma. Kvikmyndaskríbentinn Sigríður Pétursdóttir segist vonast til þess að menn dusti rykið af glæsilegum ferli hennar og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona telur hana hafa verið stórbrotinn persónuleika. Páll Óskar Hjálmtýsson bendir á að þegar Rock Hudson hafi dáið úr alnæmi hafi það verið Liz Taylor sem bretti upp ermarnir í stríðinu gegn sjúkdómnum. Buddy Holly/Söngleikur/Frumsýning/Ingó Veðurguð ¬ ¬ ¬ ¬ Páll Óskar Hjálmtýrsson Páll Óskar Hjálmtýsson poppari á frumsýningu Buddy Holly Merkilegum kafla í stjörnusögu Hollywood lauk í gær þegar tilkynnt var að Elizabeth Taylor væri látin. Taylor er ein helsta og umdeildasta kvikmyndastjarna draumaborgarinnar, fyrr og síðar. Umboðsmaður Elizabeth Taylor greindi frá því í gær að Taylor hefði látist á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angles. Andlát hennar hefði verið kyrrlátt og hún hefði ekki kvalist. Taylor varð 79 ára að aldri en hún hafði glímt við langvarandi veikindi. Taylor var lögð inn á spítala fyrir sex vikum vegna hjartasláttartruflana en læknum virtist hafa tekist að ná tökum á því vandamáli. „Við bundum því vonir við að Taylor myndi snúa aftur heim innan skamms en það átti augljóslega ekki að verða,“ hefur CNN eftir talsmanni leikkonunnar.Sigríður Pétursdóttir -Sigríður Pétursdóttir, umsjónarkona kvikmyndaþáttarins Kvikunnar, segir þetta hafa eingöngu verið tímaspursmál hvenær Taylor hyrfi yfir móðuna miklu. „Ég er búin að vera tilbúin með minningargreinina ofan í skúffu í mörg ár.“ Hún segir kannski sorglegast hversu skrumskæld minning Taylor er, það vilji nefnilega stundum gleymast hversu frábær leikkona hún hafi verið. „Hún var auðvitað fyrirferðarmikil á öðrum sviðum, ástarsambandið við Richard Burton, vinasambandið við Michael Jackson, lygileg sjúkrasaga og allt þar á milli. En hún var líka frábær listamaður.“ Sigríður vonast til þess að fólk snúi sér að kvikmyndum Elizabeth nú þegar hún er farin á vit feðra sinna. „Ef fólk vill rifja upp barnakvikmyndirnar hennar þá ættu þeir að kíkja á Little Women frá 1949 og Lassie. Og svo ætti fólk að horfa á Father of the Bride þar sem Elizabeth er ung kona.“ Sigríður bendir síðan áhugafólki um þungavigtarmyndir á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? og Köttur á heitu tinþaki séu hálfpartinn skylduáhorf. „Ég vonast til þess og mælist til þess að fólk kynni sér þessar myndir hennar.“Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkonaLilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona, lék Mörtu í uppsetningu Þjóðleikhússins á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? árið 2001. Hún segist reyndar ekki hafa horft á myndina fyrr en eftir frumsýningu en Elizabeth Taylor var í miklu uppáhaldi hjá henni sem barni. „Ég átti dúkkulísur með henni, hún var náttúrlega barnastjarna og átti ömurlega æsku sem hún var ekki öfundsverð af. Ég man alltaf eftir því þegar hún byrjaði með grínistanum Eddie Fischer, sem var giftur maður, því þá setti ég Elizabeth-dúkkuna í skammakrókinn. Hún fékk síðan að koma út úr honum þegar hún byrjaði með Burton,“ segir Lilja og hlær en hún lék einnig í Ótemjunni eftir Shakespeare og þá sama hlutverk og Taylor fékk Bafta-verðlaunin fyrir. Lilja segir Liz hafa verið stórbrotinn karakter sem hafi sveimað yfir öllu og hún hafi eflaust haft eitthvað með það að gera að hún leiddist útí leiklist. „Mér fannst alltaf fallegt hvernig hún hugsaði um minnimáttar og maður velti því fyrir sér hvað hún hefði orðið stór ef hún hefði ekki verið ofurseld kvikmyndaverunum.“ Taylor beitti sér mjög fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og var einnig lengi vel andlit stríðsins við alnæmi. Páll Óskar Hjálmtýsson segir hana klárlega vera á topp fimm-listanum yfir svokölluð „gay icon“. „Saga hennar er náttúrlega ótrúleg, hún þurfti að berjast svo oft við dauðann en reis alltaf upp. Og svo þróast hún náttúrlega frá því að vera saklaus dúkkulísa yfir í að taka að sér þungavigtarhlutverk.“ Páll segir að þegar Rock Hudson hafi dáið úr alnæmi hafi Taylor brett upp ermarnar og farið að vinna fyrir þann málstað. „Og henni fannst alltaf ógeðslegt hvernig leikarar í Hollywood töluðu um samkynhneigða,“ segir Páll og vitnar í fleyg orð leikkonunnar: „Ef það væru engir hommar, þá væri ekkert Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira
Buddy Holly/Söngleikur/Frumsýning/Ingó Veðurguð ¬ ¬ ¬ ¬ Páll Óskar Hjálmtýrsson Páll Óskar Hjálmtýsson poppari á frumsýningu Buddy Holly Merkilegum kafla í stjörnusögu Hollywood lauk í gær þegar tilkynnt var að Elizabeth Taylor væri látin. Taylor er ein helsta og umdeildasta kvikmyndastjarna draumaborgarinnar, fyrr og síðar. Umboðsmaður Elizabeth Taylor greindi frá því í gær að Taylor hefði látist á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angles. Andlát hennar hefði verið kyrrlátt og hún hefði ekki kvalist. Taylor varð 79 ára að aldri en hún hafði glímt við langvarandi veikindi. Taylor var lögð inn á spítala fyrir sex vikum vegna hjartasláttartruflana en læknum virtist hafa tekist að ná tökum á því vandamáli. „Við bundum því vonir við að Taylor myndi snúa aftur heim innan skamms en það átti augljóslega ekki að verða,“ hefur CNN eftir talsmanni leikkonunnar.Sigríður Pétursdóttir -Sigríður Pétursdóttir, umsjónarkona kvikmyndaþáttarins Kvikunnar, segir þetta hafa eingöngu verið tímaspursmál hvenær Taylor hyrfi yfir móðuna miklu. „Ég er búin að vera tilbúin með minningargreinina ofan í skúffu í mörg ár.“ Hún segir kannski sorglegast hversu skrumskæld minning Taylor er, það vilji nefnilega stundum gleymast hversu frábær leikkona hún hafi verið. „Hún var auðvitað fyrirferðarmikil á öðrum sviðum, ástarsambandið við Richard Burton, vinasambandið við Michael Jackson, lygileg sjúkrasaga og allt þar á milli. En hún var líka frábær listamaður.“ Sigríður vonast til þess að fólk snúi sér að kvikmyndum Elizabeth nú þegar hún er farin á vit feðra sinna. „Ef fólk vill rifja upp barnakvikmyndirnar hennar þá ættu þeir að kíkja á Little Women frá 1949 og Lassie. Og svo ætti fólk að horfa á Father of the Bride þar sem Elizabeth er ung kona.“ Sigríður bendir síðan áhugafólki um þungavigtarmyndir á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? og Köttur á heitu tinþaki séu hálfpartinn skylduáhorf. „Ég vonast til þess og mælist til þess að fólk kynni sér þessar myndir hennar.“Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, leikkonaLilja Guðrún Þorvaldsdóttir leikkona, lék Mörtu í uppsetningu Þjóðleikhússins á Hver er hræddur við Virginiu Wolf? árið 2001. Hún segist reyndar ekki hafa horft á myndina fyrr en eftir frumsýningu en Elizabeth Taylor var í miklu uppáhaldi hjá henni sem barni. „Ég átti dúkkulísur með henni, hún var náttúrlega barnastjarna og átti ömurlega æsku sem hún var ekki öfundsverð af. Ég man alltaf eftir því þegar hún byrjaði með grínistanum Eddie Fischer, sem var giftur maður, því þá setti ég Elizabeth-dúkkuna í skammakrókinn. Hún fékk síðan að koma út úr honum þegar hún byrjaði með Burton,“ segir Lilja og hlær en hún lék einnig í Ótemjunni eftir Shakespeare og þá sama hlutverk og Taylor fékk Bafta-verðlaunin fyrir. Lilja segir Liz hafa verið stórbrotinn karakter sem hafi sveimað yfir öllu og hún hafi eflaust haft eitthvað með það að gera að hún leiddist útí leiklist. „Mér fannst alltaf fallegt hvernig hún hugsaði um minnimáttar og maður velti því fyrir sér hvað hún hefði orðið stór ef hún hefði ekki verið ofurseld kvikmyndaverunum.“ Taylor beitti sér mjög fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra og var einnig lengi vel andlit stríðsins við alnæmi. Páll Óskar Hjálmtýsson segir hana klárlega vera á topp fimm-listanum yfir svokölluð „gay icon“. „Saga hennar er náttúrlega ótrúleg, hún þurfti að berjast svo oft við dauðann en reis alltaf upp. Og svo þróast hún náttúrlega frá því að vera saklaus dúkkulísa yfir í að taka að sér þungavigtarhlutverk.“ Páll segir að þegar Rock Hudson hafi dáið úr alnæmi hafi Taylor brett upp ermarnar og farið að vinna fyrir þann málstað. „Og henni fannst alltaf ógeðslegt hvernig leikarar í Hollywood töluðu um samkynhneigða,“ segir Páll og vitnar í fleyg orð leikkonunnar: „Ef það væru engir hommar, þá væri ekkert Hollywood.“ freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Sjá meira