Ljóst að fólk missir vinnuna hjá SpKef 7. mars 2011 07:00 Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. SpKef rekur sextán útibú á landinu, þar af sjö á Vestfjörðum og sex á Suðurnesjum. Til samanburðar er Landsbankinn aðeins með eitt útibú á Vestfjörðum og þrjú á Suðurnesjum – þar af eitt í Leifsstöð. „Það er ljóst að þetta mun fyrr en seinna leiða til þess að einhverjum af þeim sem starfa fyrir þessar stofnanir verður sagt upp. Þá fjölgar þeim enn þeim sem eru atvinnulausir – nóg er nú samt af þeim. Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu," segir Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur í sama streng. „Það sem var áður Sparisjóður Vestfjarða [síðar SpKef] hefur verið með nokkuð mörg útibú hérna fyrir vestan og auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af framtíð þessara útibúa," segir hún. Stjórn Fjórðungssambandsins muni líklega taka málið fyrir á fundi sínum á morgun. Um 150 manns starfa hjá SpKef, flestir í höfuðstöðvunum í Reykjanesbæ. Öll útibúin verða opnuð í dag en starfsmenn munu mæta á fund klukkan átta þar sem farið verður yfir stöðuna. Greint var frá því á Stöð 2 í gær að viðskiptavinir SpKef hefðu tekið tugi milljóna út af reikningum sínum hjá sjóðnum á föstudag þegar yfirtakan spurðist út og óttast sé að fleiri muni gera slíkt hið sama í dag vegna andstöðu við Landsbankann. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir vestan hafi fjöldi fólks hætt viðskiptum við SpKef og snúið sér til Sparisjóðs Strandamanna. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að með brotthvarfi SpKef úr samstarfi sparisjóðakerfisins um kaup á ýmissi sameiginlegri þjónustu vakni spurningar um rekstrarhæfi þeirra litlu sjóða sem eftir standi. Sparisjóðakerfið minnki um helming með brotthvarfi SpKef og því þurfi að fara að huga sameiningarmöguleikum. stigur@frettabladid.is Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. SpKef rekur sextán útibú á landinu, þar af sjö á Vestfjörðum og sex á Suðurnesjum. Til samanburðar er Landsbankinn aðeins með eitt útibú á Vestfjörðum og þrjú á Suðurnesjum – þar af eitt í Leifsstöð. „Það er ljóst að þetta mun fyrr en seinna leiða til þess að einhverjum af þeim sem starfa fyrir þessar stofnanir verður sagt upp. Þá fjölgar þeim enn þeim sem eru atvinnulausir – nóg er nú samt af þeim. Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu," segir Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur í sama streng. „Það sem var áður Sparisjóður Vestfjarða [síðar SpKef] hefur verið með nokkuð mörg útibú hérna fyrir vestan og auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af framtíð þessara útibúa," segir hún. Stjórn Fjórðungssambandsins muni líklega taka málið fyrir á fundi sínum á morgun. Um 150 manns starfa hjá SpKef, flestir í höfuðstöðvunum í Reykjanesbæ. Öll útibúin verða opnuð í dag en starfsmenn munu mæta á fund klukkan átta þar sem farið verður yfir stöðuna. Greint var frá því á Stöð 2 í gær að viðskiptavinir SpKef hefðu tekið tugi milljóna út af reikningum sínum hjá sjóðnum á föstudag þegar yfirtakan spurðist út og óttast sé að fleiri muni gera slíkt hið sama í dag vegna andstöðu við Landsbankann. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir vestan hafi fjöldi fólks hætt viðskiptum við SpKef og snúið sér til Sparisjóðs Strandamanna. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að með brotthvarfi SpKef úr samstarfi sparisjóðakerfisins um kaup á ýmissi sameiginlegri þjónustu vakni spurningar um rekstrarhæfi þeirra litlu sjóða sem eftir standi. Sparisjóðakerfið minnki um helming með brotthvarfi SpKef og því þurfi að fara að huga sameiningarmöguleikum. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira