Ljóst að fólk missir vinnuna hjá SpKef 7. mars 2011 07:00 Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. SpKef rekur sextán útibú á landinu, þar af sjö á Vestfjörðum og sex á Suðurnesjum. Til samanburðar er Landsbankinn aðeins með eitt útibú á Vestfjörðum og þrjú á Suðurnesjum – þar af eitt í Leifsstöð. „Það er ljóst að þetta mun fyrr en seinna leiða til þess að einhverjum af þeim sem starfa fyrir þessar stofnanir verður sagt upp. Þá fjölgar þeim enn þeim sem eru atvinnulausir – nóg er nú samt af þeim. Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu," segir Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur í sama streng. „Það sem var áður Sparisjóður Vestfjarða [síðar SpKef] hefur verið með nokkuð mörg útibú hérna fyrir vestan og auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af framtíð þessara útibúa," segir hún. Stjórn Fjórðungssambandsins muni líklega taka málið fyrir á fundi sínum á morgun. Um 150 manns starfa hjá SpKef, flestir í höfuðstöðvunum í Reykjanesbæ. Öll útibúin verða opnuð í dag en starfsmenn munu mæta á fund klukkan átta þar sem farið verður yfir stöðuna. Greint var frá því á Stöð 2 í gær að viðskiptavinir SpKef hefðu tekið tugi milljóna út af reikningum sínum hjá sjóðnum á föstudag þegar yfirtakan spurðist út og óttast sé að fleiri muni gera slíkt hið sama í dag vegna andstöðu við Landsbankann. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir vestan hafi fjöldi fólks hætt viðskiptum við SpKef og snúið sér til Sparisjóðs Strandamanna. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að með brotthvarfi SpKef úr samstarfi sparisjóðakerfisins um kaup á ýmissi sameiginlegri þjónustu vakni spurningar um rekstrarhæfi þeirra litlu sjóða sem eftir standi. Sparisjóðakerfið minnki um helming með brotthvarfi SpKef og því þurfi að fara að huga sameiningarmöguleikum. stigur@frettabladid.is Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira
Formenn samtaka samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum og Suðurnesjum hafa áhyggjur af yfirtöku Landsbankans á SpKef. Ljóst sé að fólk muni missa vinnuna. SpKef rekur sextán útibú á landinu, þar af sjö á Vestfjörðum og sex á Suðurnesjum. Til samanburðar er Landsbankinn aðeins með eitt útibú á Vestfjörðum og þrjú á Suðurnesjum – þar af eitt í Leifsstöð. „Það er ljóst að þetta mun fyrr en seinna leiða til þess að einhverjum af þeim sem starfa fyrir þessar stofnanir verður sagt upp. Þá fjölgar þeim enn þeim sem eru atvinnulausir – nóg er nú samt af þeim. Auðvitað hefur maður áhyggjur af þessu," segir Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, bæjarfulltrúi í Ísafjarðarbæ og formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga, tekur í sama streng. „Það sem var áður Sparisjóður Vestfjarða [síðar SpKef] hefur verið með nokkuð mörg útibú hérna fyrir vestan og auðvitað hljótum við að hafa áhyggjur af framtíð þessara útibúa," segir hún. Stjórn Fjórðungssambandsins muni líklega taka málið fyrir á fundi sínum á morgun. Um 150 manns starfa hjá SpKef, flestir í höfuðstöðvunum í Reykjanesbæ. Öll útibúin verða opnuð í dag en starfsmenn munu mæta á fund klukkan átta þar sem farið verður yfir stöðuna. Greint var frá því á Stöð 2 í gær að viðskiptavinir SpKef hefðu tekið tugi milljóna út af reikningum sínum hjá sjóðnum á föstudag þegar yfirtakan spurðist út og óttast sé að fleiri muni gera slíkt hið sama í dag vegna andstöðu við Landsbankann. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir vestan hafi fjöldi fólks hætt viðskiptum við SpKef og snúið sér til Sparisjóðs Strandamanna. Elín Jónsdóttir, forstjóri Bankasýslu ríkisins, segir að með brotthvarfi SpKef úr samstarfi sparisjóðakerfisins um kaup á ýmissi sameiginlegri þjónustu vakni spurningar um rekstrarhæfi þeirra litlu sjóða sem eftir standi. Sparisjóðakerfið minnki um helming með brotthvarfi SpKef og því þurfi að fara að huga sameiningarmöguleikum. stigur@frettabladid.is
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin velur sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Sjá meira