Níu af hverjum tíu bændum á móti ESB 7. mars 2011 07:00 Landbúnaðurinn skapar eða styður við tólf þúsund störf hér á landi, segir formaður BÍ. fréttablaðið/vilhelm Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, fór víða í setningarræðu sinni. Hann gerði aðildarviðræður við Evrópusambandið að sérstöku umtalsefni og sagði að andstaða hjá bændum við aðild að ESB væri sterk og almenn. Nýleg könnun sýnir að 92 prósent þeirra leggjast gegn aðild en um tíu prósent úr félagatali Bændasamtakanna voru spurð álits. „Því miður dettur mér í hug leiksýning, þegar fylgst er með framgöngu aðildarviðræðna Íslands. Menn fara í orðaleiki um það hvort um sé að ræða aðlögun eða viðræður. En tvennt er alveg á hreinu. Ísland hefur nú í landbúnaðarmálum játast að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og hér á landi vinna stjórnvöld að aðlögun, þótt til pólitísks heimabrúks sé hún kölluð öðrum nöfnum.“ Féllu þessi orð eftir hvassa gagnrýni á formann samninganefndarinnar, Stefán Hauk Jóhannesson, sem Haraldur sagði hafa gert lítið úr framlagi Bændasamtakanna við að rækja skyldur sínar gagnvart stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Þvert á móti sagði Haraldur að samtökin hefðu gert meira en þeim ætti að bera skylda til. Fæðuöryggi var honum ofarlega í huga en í ræðu sinni sagði hann að ábyrgðarlaus framkoma lánastofnana hefði eyðilagt tvær búgreinar á íslandi, alifugla- og svínarækt. Vitnaði hann til Rannsóknarskýrslu Alþingis í því samhengi. Haraldur sagði jafnframt að veruleg verðmæti hefðu skapast af útfluttum landbúnaðarvörum. Fluttar hefðu verið út landbúnaðarafurðir fyrir um níu milljarða króna, sem væri næstum sama upphæð og öll bein framlög til bænda í búvörusamningum í ár. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sinni og sagði að fengi ESB og talsmenn þess að ráða ferðinni yrði Ísland „að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið.“ Jón gagnrýndi harðlega að ESB héti háum styrkjum til verkefna hérlendis; því væri „mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum,“ að sögn ráðherra. svavar@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, fór víða í setningarræðu sinni. Hann gerði aðildarviðræður við Evrópusambandið að sérstöku umtalsefni og sagði að andstaða hjá bændum við aðild að ESB væri sterk og almenn. Nýleg könnun sýnir að 92 prósent þeirra leggjast gegn aðild en um tíu prósent úr félagatali Bændasamtakanna voru spurð álits. „Því miður dettur mér í hug leiksýning, þegar fylgst er með framgöngu aðildarviðræðna Íslands. Menn fara í orðaleiki um það hvort um sé að ræða aðlögun eða viðræður. En tvennt er alveg á hreinu. Ísland hefur nú í landbúnaðarmálum játast að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og hér á landi vinna stjórnvöld að aðlögun, þótt til pólitísks heimabrúks sé hún kölluð öðrum nöfnum.“ Féllu þessi orð eftir hvassa gagnrýni á formann samninganefndarinnar, Stefán Hauk Jóhannesson, sem Haraldur sagði hafa gert lítið úr framlagi Bændasamtakanna við að rækja skyldur sínar gagnvart stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Þvert á móti sagði Haraldur að samtökin hefðu gert meira en þeim ætti að bera skylda til. Fæðuöryggi var honum ofarlega í huga en í ræðu sinni sagði hann að ábyrgðarlaus framkoma lánastofnana hefði eyðilagt tvær búgreinar á íslandi, alifugla- og svínarækt. Vitnaði hann til Rannsóknarskýrslu Alþingis í því samhengi. Haraldur sagði jafnframt að veruleg verðmæti hefðu skapast af útfluttum landbúnaðarvörum. Fluttar hefðu verið út landbúnaðarafurðir fyrir um níu milljarða króna, sem væri næstum sama upphæð og öll bein framlög til bænda í búvörusamningum í ár. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sinni og sagði að fengi ESB og talsmenn þess að ráða ferðinni yrði Ísland „að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið.“ Jón gagnrýndi harðlega að ESB héti háum styrkjum til verkefna hérlendis; því væri „mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum,“ að sögn ráðherra. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira