Níu af hverjum tíu bændum á móti ESB 7. mars 2011 07:00 Landbúnaðurinn skapar eða styður við tólf þúsund störf hér á landi, segir formaður BÍ. fréttablaðið/vilhelm Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, fór víða í setningarræðu sinni. Hann gerði aðildarviðræður við Evrópusambandið að sérstöku umtalsefni og sagði að andstaða hjá bændum við aðild að ESB væri sterk og almenn. Nýleg könnun sýnir að 92 prósent þeirra leggjast gegn aðild en um tíu prósent úr félagatali Bændasamtakanna voru spurð álits. „Því miður dettur mér í hug leiksýning, þegar fylgst er með framgöngu aðildarviðræðna Íslands. Menn fara í orðaleiki um það hvort um sé að ræða aðlögun eða viðræður. En tvennt er alveg á hreinu. Ísland hefur nú í landbúnaðarmálum játast að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og hér á landi vinna stjórnvöld að aðlögun, þótt til pólitísks heimabrúks sé hún kölluð öðrum nöfnum.“ Féllu þessi orð eftir hvassa gagnrýni á formann samninganefndarinnar, Stefán Hauk Jóhannesson, sem Haraldur sagði hafa gert lítið úr framlagi Bændasamtakanna við að rækja skyldur sínar gagnvart stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Þvert á móti sagði Haraldur að samtökin hefðu gert meira en þeim ætti að bera skylda til. Fæðuöryggi var honum ofarlega í huga en í ræðu sinni sagði hann að ábyrgðarlaus framkoma lánastofnana hefði eyðilagt tvær búgreinar á íslandi, alifugla- og svínarækt. Vitnaði hann til Rannsóknarskýrslu Alþingis í því samhengi. Haraldur sagði jafnframt að veruleg verðmæti hefðu skapast af útfluttum landbúnaðarvörum. Fluttar hefðu verið út landbúnaðarafurðir fyrir um níu milljarða króna, sem væri næstum sama upphæð og öll bein framlög til bænda í búvörusamningum í ár. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sinni og sagði að fengi ESB og talsmenn þess að ráða ferðinni yrði Ísland „að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið.“ Jón gagnrýndi harðlega að ESB héti háum styrkjum til verkefna hérlendis; því væri „mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum,“ að sögn ráðherra. svavar@frettabladid.is Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira
Ný skoðanakönnun sýnir að yfir níutíu prósent bænda eru mótfallin inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kom fram á árlegu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands sem var sett í gær undir yfirskriftinni „Ræktum okkar land“. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, fór víða í setningarræðu sinni. Hann gerði aðildarviðræður við Evrópusambandið að sérstöku umtalsefni og sagði að andstaða hjá bændum við aðild að ESB væri sterk og almenn. Nýleg könnun sýnir að 92 prósent þeirra leggjast gegn aðild en um tíu prósent úr félagatali Bændasamtakanna voru spurð álits. „Því miður dettur mér í hug leiksýning, þegar fylgst er með framgöngu aðildarviðræðna Íslands. Menn fara í orðaleiki um það hvort um sé að ræða aðlögun eða viðræður. En tvennt er alveg á hreinu. Ísland hefur nú í landbúnaðarmálum játast að gangast undir sameiginlega landbúnaðarstefnu ESB og hér á landi vinna stjórnvöld að aðlögun, þótt til pólitísks heimabrúks sé hún kölluð öðrum nöfnum.“ Féllu þessi orð eftir hvassa gagnrýni á formann samninganefndarinnar, Stefán Hauk Jóhannesson, sem Haraldur sagði hafa gert lítið úr framlagi Bændasamtakanna við að rækja skyldur sínar gagnvart stjórnvöldum í aðlögunarferlinu. Þvert á móti sagði Haraldur að samtökin hefðu gert meira en þeim ætti að bera skylda til. Fæðuöryggi var honum ofarlega í huga en í ræðu sinni sagði hann að ábyrgðarlaus framkoma lánastofnana hefði eyðilagt tvær búgreinar á íslandi, alifugla- og svínarækt. Vitnaði hann til Rannsóknarskýrslu Alþingis í því samhengi. Haraldur sagði jafnframt að veruleg verðmæti hefðu skapast af útfluttum landbúnaðarvörum. Fluttar hefðu verið út landbúnaðarafurðir fyrir um níu milljarða króna, sem væri næstum sama upphæð og öll bein framlög til bænda í búvörusamningum í ár. Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, var á svipuðum nótum í ræðu sinni og sagði að fengi ESB og talsmenn þess að ráða ferðinni yrði Ísland „að miklu leyti orðið aðili að ESB með margháttuðum aðlögunum íslenskra samfélagshátta áður en þjóðinni stendur til boða að ganga til kosninga um málið.“ Jón gagnrýndi harðlega að ESB héti háum styrkjum til verkefna hérlendis; því væri „mikilvægt að íslenskir stjórnmálamenn, stéttarfélög, sveitarfélög og allur almenningur standi fast gegn fémútum Evrópusambandsins á þessum viðsjárverðu tímum,“ að sögn ráðherra. svavar@frettabladid.is
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Sjá meira