Leiga allt að tvöfalt hærri en viðmiðin 4. mars 2011 09:00 Leiguverð á Akureyri er um 85 prósent af leiguverði í Reykjavík að meðaltali. fréttablaðið/stefán Allt að 108 prósenta munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi. Alls tóku 817 einstaklingar þátt í könnun NS, sem stóð yfir í tæpan mánuð. Um 85 prósent svarenda leigja á höfuðborgarsvæðinu. Neysluviðmiðin eru byggð á upplýsingum frá Hagstofunni. Björn Þór Hermannsson hjá velferðarráðuneytinu segir eina ástæðu mismunarins vera að í upplýsingum Hagstofunnar sé ekki vitað hver leigusali sé. Hugsanlega búi þátttakendur hjá vinum eða ættingjum og húsnæðiskostnaður hjá þeim sé þar með mun lægri en gengur og gerist á hinum almenna leigumarkaði. Slíkt gæti skekkt útkomuna verulega. „Það er mjög gott að fá upplýsingar eins og koma fram í könnun NS," segir Björn Þór. „En eins og með allar kannanir þarf að taka henni með ákveðnum fyrirvara." Björn Þór segir útkomuna ekki hafa komið á óvart, en neysluviðmiðin séu þó byggð á raunverulegum svörum hjá fólki. „Mörgum kann að finnast það skrýtið, vegna þess að hinn almenni markaður er klárlega mun hærri," segir hann og bendir á að hugsanlega sé sá hópur sem svari könnun NS ekki sá sami og í upplýsingum Hagstofunnar. Norðurlöndin taka húsnæðismál ekki inn í sín neysluviðmið. Rökin fyrir því eru að kostnaður við húsnæði er svo breytilegur að ekki er rétt að gefa út viðmið úr upplýsingum Hagstofunnar. Betra sé að fjölskyldur bæti raunútgjöldum við hin opinberu viðmið, eins og kemur fram í skýrslu um neysluviðmiðin. Síðasta könnun á leiguverði hér á landi var gerð fyrir 12 árum af Hagstofunni. NS telja eðlilegt að stjórnvöld sinni þessum stóra málaflokki, sem er orðinn sá viðamesti innan samtakanna, með því að taka upp ítarlegri rannsóknir og greiningu á leigumarkaði. Velferðarráðuneytið hefur sett á fót samráðshóp sem skoðar möguleikana á að efla leigumarkað hér á landi í samstarfi við einkaaðila. Ráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það sló varnagla við könnun NS. Úrtakið hefði ekki verið valið samkvæmt viðurkenndum rannsóknaraðferðum og því væru niðurstöðurnar umdeilanlegar en vert væri að skoða þær nánar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira
Allt að 108 prósenta munur er á leiguverði á höfuðborgarsvæðinu og neysluviðmiðum velferðarráðuneytisins. Kemur þetta fram í nýrri verðkönnun Neytendasamtakanna (NS) á húsaleigu hér á landi. Alls tóku 817 einstaklingar þátt í könnun NS, sem stóð yfir í tæpan mánuð. Um 85 prósent svarenda leigja á höfuðborgarsvæðinu. Neysluviðmiðin eru byggð á upplýsingum frá Hagstofunni. Björn Þór Hermannsson hjá velferðarráðuneytinu segir eina ástæðu mismunarins vera að í upplýsingum Hagstofunnar sé ekki vitað hver leigusali sé. Hugsanlega búi þátttakendur hjá vinum eða ættingjum og húsnæðiskostnaður hjá þeim sé þar með mun lægri en gengur og gerist á hinum almenna leigumarkaði. Slíkt gæti skekkt útkomuna verulega. „Það er mjög gott að fá upplýsingar eins og koma fram í könnun NS," segir Björn Þór. „En eins og með allar kannanir þarf að taka henni með ákveðnum fyrirvara." Björn Þór segir útkomuna ekki hafa komið á óvart, en neysluviðmiðin séu þó byggð á raunverulegum svörum hjá fólki. „Mörgum kann að finnast það skrýtið, vegna þess að hinn almenni markaður er klárlega mun hærri," segir hann og bendir á að hugsanlega sé sá hópur sem svari könnun NS ekki sá sami og í upplýsingum Hagstofunnar. Norðurlöndin taka húsnæðismál ekki inn í sín neysluviðmið. Rökin fyrir því eru að kostnaður við húsnæði er svo breytilegur að ekki er rétt að gefa út viðmið úr upplýsingum Hagstofunnar. Betra sé að fjölskyldur bæti raunútgjöldum við hin opinberu viðmið, eins og kemur fram í skýrslu um neysluviðmiðin. Síðasta könnun á leiguverði hér á landi var gerð fyrir 12 árum af Hagstofunni. NS telja eðlilegt að stjórnvöld sinni þessum stóra málaflokki, sem er orðinn sá viðamesti innan samtakanna, með því að taka upp ítarlegri rannsóknir og greiningu á leigumarkaði. Velferðarráðuneytið hefur sett á fót samráðshóp sem skoðar möguleikana á að efla leigumarkað hér á landi í samstarfi við einkaaðila. Ráðuneytið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það sló varnagla við könnun NS. Úrtakið hefði ekki verið valið samkvæmt viðurkenndum rannsóknaraðferðum og því væru niðurstöðurnar umdeilanlegar en vert væri að skoða þær nánar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Brenndu rangt lík Erlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Fleiri fréttir Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Sjá meira