Múslímar og fordómar Karim Askari skrifar 23. febrúar 2011 08:00 Akureyringur tekur eftir því hve margir Akureyringar hafa náð langt á sviði íþrótta, stjórnmála, mennta og lista. Sem Íslendingur ertu eflaust stoltur af því hversu margir Íslendingar eru að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Akureyringur tekur eftir öðrum Akureyringum en gleymir jafnharðan öllum tengslum Egilsstaðabúa eða Ísfirðinga við sína heimabyggð. Og hvað geturðu nefnt marga Nýsjálendinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði, bara einhverju sviði? Ef þeir eru nokkrir má áreiðanlega telja þá á fingrum annarrar handar. Þetta þýðir auðvitað ekki að Akureyringar séu líklegri en Ísfirðingar til að skapa sér sess eða skara fram úr, hvað þá að Íslendingar séu Nýsjálendingum miklu fremri á alþjóðavísu. Þarna er um að ræða svokallaða staðfestingarvillu. Flestir eru stoltir af sínum uppruna, taka eftir því þegar „þeirra menn" ná langt en annað nær sjaldnar eyrum þeirra og fellur jafnharðan í gleymskunnar dá. En þessi villa getur líka verkað á hinn bóginn. Ef þú ert sannfærður um fáfræði sveitamanna, flottræfilshátt borgarbúa eða feiknatekjur sjómanna er líklega enginn hörgull á dæmum sem þú getur talið upp og eftir því sem árunum fjölgar festast þessar hugmyndir í huga þér með enn fleiri dæmum. Fordómar eiga þannig til að styrkjast og eflast í hugum manna vegna staðfestingarvillunnar. Menn segja að fordómar byggi oftast á fáfræði. Þú þyrftir ekki að dvelja lengi í sveit eða borg eða þekkja marga sjómenn til að sjá hversu fáránlegar svona alhæfingar eru, í raun nægir eflaust að hugsa málið aðeins og tína til dæmi sem ganga þvert á fordóma þína. Gildir það sama kannski um hugmyndir þínar um múslíma og íslam? Um það bil einn til einn og hálfur milljarður manna telst múslímar og þá er að finna í flestum löndum heims. Alhæfingar um svo mikinn og ólíkan fjölda manna eru auðvitað ákaflega hæpnar. Langflestir Íslendingar teljast kristnir en svo er ákaflega misjafnt hversu trúaðir þeir eru og hugmyndir þeirra um Guð eru líka mismunandi. Það sama á við um múslíma í íslam. Líkt og aðrir eru múslímar stoltir af menningu sinni og trú, það er sammannlegt, hver sem menningin eða trúin er. Hver og einn þekkir ótal dæmi um það besta í sinni menningu og trú, lítur oft framhjá því slæma en hefur tilhneigingu til að tortryggja það sem er framandi, jafnvel óttast það og fordæma ef hann heldur að sinni menningu eða trú stafi ógn af menningu og trú „hinna". Múslímar þekkja söguna um Múhameð spámann, hvað hann var hjartahreinn og mikill umbótasinni. Þeir vita að með íslam gjörbreyttist trúarlíf og menning til hins betra. Kristnir þekkja söguna um Jesú og kristni á sama hátt. Múslímar eru stoltir af hraðri útbreiðslu íslam á 7. öld til 10. aldar og blómaskeiðinu í listum og fræðum frá 10. öld til 16. aldar. Vissir þú að einmitt þegar Evrópa var að koðna niður á myrkum miðöldum voru það múslímar, allt frá Spáni, þvert yfir N-Afríku og Arabíu til Indlands, sem héldu á lofti arfi grísku heimspekinganna? Þá þyrsti í þekkingu og þeir söfnuðu saman og gerðu afrit af öllum þeim bókum sem þeir komu höndum yfir, greiddu fyrir þær með þyngd þeirra í gulli. Þeir bættu líka við heimspeki Grikkjanna, stærðfræði Indverja, gerðu merkar uppgötvanir í stjörnufræði, fullkomnuðu áveitukerfi og hreinlæti, lýstu upp borgir sínar og byggðu bæði hallir og moskur sem við getum ekki annað en dáðst að enn í dag. Án múslíma hefði upplýsingin og endurreisnin sennilega aldrei orðið í Evrópu. Ef að líkum lætur er þessi saga þér framandi því henni er ekki haldið á lofti hér. Þú tengir múslíma eflaust við hryðjuverk og afturhald enda er fréttaflutningur af múslímum því miður svo til allur á þeim nótum. Með Menningarsetri múslíma á Íslandi viljum við reyna að leiðrétta þessa mynd, auka gagnkvæma þekkingu og skilning múslíma og annarra á menningu og trú. Múslímar eiga sína svörtu sauði, rétt eins og kristnir menn, en við viljum horfa á það jákvæða og vinna að því sem byggir upp og sameinar um leið og við fordæmum það neikvæða, sem rífur niður og sundrar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Akureyringur tekur eftir því hve margir Akureyringar hafa náð langt á sviði íþrótta, stjórnmála, mennta og lista. Sem Íslendingur ertu eflaust stoltur af því hversu margir Íslendingar eru að gera góða hluti úti í hinum stóra heimi. Akureyringur tekur eftir öðrum Akureyringum en gleymir jafnharðan öllum tengslum Egilsstaðabúa eða Ísfirðinga við sína heimabyggð. Og hvað geturðu nefnt marga Nýsjálendinga sem hafa skarað fram úr á sínu sviði, bara einhverju sviði? Ef þeir eru nokkrir má áreiðanlega telja þá á fingrum annarrar handar. Þetta þýðir auðvitað ekki að Akureyringar séu líklegri en Ísfirðingar til að skapa sér sess eða skara fram úr, hvað þá að Íslendingar séu Nýsjálendingum miklu fremri á alþjóðavísu. Þarna er um að ræða svokallaða staðfestingarvillu. Flestir eru stoltir af sínum uppruna, taka eftir því þegar „þeirra menn" ná langt en annað nær sjaldnar eyrum þeirra og fellur jafnharðan í gleymskunnar dá. En þessi villa getur líka verkað á hinn bóginn. Ef þú ert sannfærður um fáfræði sveitamanna, flottræfilshátt borgarbúa eða feiknatekjur sjómanna er líklega enginn hörgull á dæmum sem þú getur talið upp og eftir því sem árunum fjölgar festast þessar hugmyndir í huga þér með enn fleiri dæmum. Fordómar eiga þannig til að styrkjast og eflast í hugum manna vegna staðfestingarvillunnar. Menn segja að fordómar byggi oftast á fáfræði. Þú þyrftir ekki að dvelja lengi í sveit eða borg eða þekkja marga sjómenn til að sjá hversu fáránlegar svona alhæfingar eru, í raun nægir eflaust að hugsa málið aðeins og tína til dæmi sem ganga þvert á fordóma þína. Gildir það sama kannski um hugmyndir þínar um múslíma og íslam? Um það bil einn til einn og hálfur milljarður manna telst múslímar og þá er að finna í flestum löndum heims. Alhæfingar um svo mikinn og ólíkan fjölda manna eru auðvitað ákaflega hæpnar. Langflestir Íslendingar teljast kristnir en svo er ákaflega misjafnt hversu trúaðir þeir eru og hugmyndir þeirra um Guð eru líka mismunandi. Það sama á við um múslíma í íslam. Líkt og aðrir eru múslímar stoltir af menningu sinni og trú, það er sammannlegt, hver sem menningin eða trúin er. Hver og einn þekkir ótal dæmi um það besta í sinni menningu og trú, lítur oft framhjá því slæma en hefur tilhneigingu til að tortryggja það sem er framandi, jafnvel óttast það og fordæma ef hann heldur að sinni menningu eða trú stafi ógn af menningu og trú „hinna". Múslímar þekkja söguna um Múhameð spámann, hvað hann var hjartahreinn og mikill umbótasinni. Þeir vita að með íslam gjörbreyttist trúarlíf og menning til hins betra. Kristnir þekkja söguna um Jesú og kristni á sama hátt. Múslímar eru stoltir af hraðri útbreiðslu íslam á 7. öld til 10. aldar og blómaskeiðinu í listum og fræðum frá 10. öld til 16. aldar. Vissir þú að einmitt þegar Evrópa var að koðna niður á myrkum miðöldum voru það múslímar, allt frá Spáni, þvert yfir N-Afríku og Arabíu til Indlands, sem héldu á lofti arfi grísku heimspekinganna? Þá þyrsti í þekkingu og þeir söfnuðu saman og gerðu afrit af öllum þeim bókum sem þeir komu höndum yfir, greiddu fyrir þær með þyngd þeirra í gulli. Þeir bættu líka við heimspeki Grikkjanna, stærðfræði Indverja, gerðu merkar uppgötvanir í stjörnufræði, fullkomnuðu áveitukerfi og hreinlæti, lýstu upp borgir sínar og byggðu bæði hallir og moskur sem við getum ekki annað en dáðst að enn í dag. Án múslíma hefði upplýsingin og endurreisnin sennilega aldrei orðið í Evrópu. Ef að líkum lætur er þessi saga þér framandi því henni er ekki haldið á lofti hér. Þú tengir múslíma eflaust við hryðjuverk og afturhald enda er fréttaflutningur af múslímum því miður svo til allur á þeim nótum. Með Menningarsetri múslíma á Íslandi viljum við reyna að leiðrétta þessa mynd, auka gagnkvæma þekkingu og skilning múslíma og annarra á menningu og trú. Múslímar eiga sína svörtu sauði, rétt eins og kristnir menn, en við viljum horfa á það jákvæða og vinna að því sem byggir upp og sameinar um leið og við fordæmum það neikvæða, sem rífur niður og sundrar.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun