Hrinti sambýliskonu sinni fram af svölum 19. febrúar 2011 08:00 Maðurinn er ákærður fyrir að hafa misþurmt fyrrverandi sambýliskonu sinni hrottalega og slegið hana síðan þannig að hún féll niður af svölum. Myndin er sviðsett. Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að halda konu nauðugri og misþyrma henni. Að því búnu sló hann hana svo hún féll niður af svölum. Hann er einnig ákærður fyrir hótun og tilraun til fjárkúgunar. Hann játaði að hafa haldið konunni nauðugri en neitaði að hafa misþyrmt henni. Þá tók hann ekki afstöðu til ákæru um hótun og tilraun til fjárkúgunar við þingfestingu. Maðurinn, Ingvar Árni Ingvarsson, var einn af fimmtán mönnum sem dæmdir voru í stóra fíkniefnamálinu árið 2000, sem var eitt umfangsmesta mál sem komið hafði upp þá. Hann var þá dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni í Bandaríkjunum og flutt í varahlut til landsins. Áður hafði hann hlotið tvo refsidóma fyrir meiri háttar líkamsárás og eignaspjöll. Ingvar Árni er nú ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 31. desember 2009 dregið fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi inn í íbúð sína og haldið henni þar nauðugri. Í ákæru segir að hann hafi veist að henni, rifið í hár hennar, slegið hana margsinnis í andlit og líkama, sparkað í fætur hennar og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Er konan hugðist flýja íbúðina með því að fara fram af svölum reif maðurinn í hár hennar og sló hana með þeim afleiðingum að hún féll fjóra metra fram af svölunum og niður á verönd íbúðar á jarðhæð. Við þetta hlaut konan mörg beinbrot, skurð á enni og fleiri áverka. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 24. nóvember sent sambýliskonu sinni skilaboð með samskiptaforritinu Facebook. Með þeim hótaði hann henni og bróður hennar líkamsmeiðingum eða lífláti ef hún greiddi ekki tvær milljónir króna inn á bankareikning hans fyrir lokun banka á föstudag. Í skilaboðunum sagði meðal annars: „ég mun ekki hætta fyrr en ég er búinn að eyðileggja líf þitt gjörsamlega og bróðir þins lika, það munu stelpur ganga frá þér og útlendingar frá bróðir þínum, ef ég væri þú þá myndi ég flytja úr landi þvi ég hætti ekki fyrr en ég fer í fangelsi eða verð drepinn“. Maðurinn er enn fremur ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 23. nóvember 2010 sent eða látið senda skilaboð úr tölvu á heimili sínu, í farsímanúmerið í eigu foreldris: „sonur tinn verdur limlestur fyrir ad fyrirskipa aras a heimilid hans ingvars og lif ykkar lagt i rust“. jss@frettabladid.is Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur ákært mann á fertugsaldri fyrir að halda konu nauðugri og misþyrma henni. Að því búnu sló hann hana svo hún féll niður af svölum. Hann er einnig ákærður fyrir hótun og tilraun til fjárkúgunar. Hann játaði að hafa haldið konunni nauðugri en neitaði að hafa misþyrmt henni. Þá tók hann ekki afstöðu til ákæru um hótun og tilraun til fjárkúgunar við þingfestingu. Maðurinn, Ingvar Árni Ingvarsson, var einn af fimmtán mönnum sem dæmdir voru í stóra fíkniefnamálinu árið 2000, sem var eitt umfangsmesta mál sem komið hafði upp þá. Hann var þá dæmdur í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir að hafa staðið að kaupum á 660 grömmum af kókaíni í Bandaríkjunum og flutt í varahlut til landsins. Áður hafði hann hlotið tvo refsidóma fyrir meiri háttar líkamsárás og eignaspjöll. Ingvar Árni er nú ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 31. desember 2009 dregið fyrrverandi sambýliskonu sína með ofbeldi inn í íbúð sína og haldið henni þar nauðugri. Í ákæru segir að hann hafi veist að henni, rifið í hár hennar, slegið hana margsinnis í andlit og líkama, sparkað í fætur hennar og hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Er konan hugðist flýja íbúðina með því að fara fram af svölum reif maðurinn í hár hennar og sló hana með þeim afleiðingum að hún féll fjóra metra fram af svölunum og niður á verönd íbúðar á jarðhæð. Við þetta hlaut konan mörg beinbrot, skurð á enni og fleiri áverka. Þá er hann einnig ákærður fyrir að hafa aðfaranótt fimmtudagsins 24. nóvember sent sambýliskonu sinni skilaboð með samskiptaforritinu Facebook. Með þeim hótaði hann henni og bróður hennar líkamsmeiðingum eða lífláti ef hún greiddi ekki tvær milljónir króna inn á bankareikning hans fyrir lokun banka á föstudag. Í skilaboðunum sagði meðal annars: „ég mun ekki hætta fyrr en ég er búinn að eyðileggja líf þitt gjörsamlega og bróðir þins lika, það munu stelpur ganga frá þér og útlendingar frá bróðir þínum, ef ég væri þú þá myndi ég flytja úr landi þvi ég hætti ekki fyrr en ég fer í fangelsi eða verð drepinn“. Maðurinn er enn fremur ákærður fyrir að hafa miðvikudaginn 23. nóvember 2010 sent eða látið senda skilaboð úr tölvu á heimili sínu, í farsímanúmerið í eigu foreldris: „sonur tinn verdur limlestur fyrir ad fyrirskipa aras a heimilid hans ingvars og lif ykkar lagt i rust“. jss@frettabladid.is
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira