Ekki einsleitur hópur Guðrún Pálsdóttir skrifar 15. janúar 2011 06:00 Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, gerði þjónustu Kópavogsbæjar við fatlað fólk að umtalsefni í leiðara í vikunni og hélt því fram að undirrituð liti á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem öllum bæri að þjóna með sama hætti. Rökin fyrir þeirri fullyrðingu voru þau að Kópavogsbær byði blindu fólki ekki akstursþjónustu með leigubílum. Kópavogsbær veitir fötluðu fólki margvíslega þjónustu í samræmi við ólíkar þarfir hvers og eins. Ferðaþjónusta fatlaðra er hins vegar ekki einstaklingsþjónusta heldur sértæk almenn þjónusta. Fatlað fólk sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur getur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið sérstaka akstursþjónustu sem er ígildi þess að ferðast með strætó. Það þýðir að lögblindir geta, eins og annað fólk með fötlun, nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra, til að sækja vinnu, skóla eða hæfingu. Með því uppfyllir bærinn sínar lögbundnu skyldur. Það var í ljósi ofangreinds sem bærinn hafnaði ósk Blindrafélagsins um að lögblindir fengju ferðaþjónustu umfram annað fólk með fötlun. Bærinn telur með öðrum orðum að ekki eigi að mismuna fólki eftir fötlun. Þetta þýðir þó ekki að litið sé á hóp fatlaðra sem einn og einsleitan hóp hér í Kópavogi, eins og aðstoðarritstjórinn heldur fram, enda veitir bærinn fötluðum margvíslega einstaklingsmiðaða þjónustu, eins og áður sagði. Í Kópavogi geta þeir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra fengið allt að 68 ferðir á mánuði. Kvöldferðir má panta samdægurs. Til samanburðar er Hafnarfjörður með allt að 54 ferðir á mánuði en með samningi Hafnarfjarðarbæjar við Blindrafélagið geta blindir farið að hámarki 8 ferðir á mánuði með leigubíl. Kópavogur tók yfir þjónustu við fatlað fólk af ríkinu nú um áramótin og hefur þegar verið lögð fram til umræðu í bæjarstjórn metnaðarfull stefna til næstu ára. Við ætlum okkur að skara fram úr í þessum málaflokki. Einn liður í því er að endurskoða ferðaþjónustu fatlaðra og bjóða hana út með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Steinunn Stefánsdóttir, aðstoðarritstjóri Fréttablaðsins, gerði þjónustu Kópavogsbæjar við fatlað fólk að umtalsefni í leiðara í vikunni og hélt því fram að undirrituð liti á fatlaða sem einn og einsleitan hóp sem öllum bæri að þjóna með sama hætti. Rökin fyrir þeirri fullyrðingu voru þau að Kópavogsbær byði blindu fólki ekki akstursþjónustu með leigubílum. Kópavogsbær veitir fötluðu fólki margvíslega þjónustu í samræmi við ólíkar þarfir hvers og eins. Ferðaþjónusta fatlaðra er hins vegar ekki einstaklingsþjónusta heldur sértæk almenn þjónusta. Fatlað fólk sem ekki getur nýtt sér almenningssamgöngur getur, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, fengið sérstaka akstursþjónustu sem er ígildi þess að ferðast með strætó. Það þýðir að lögblindir geta, eins og annað fólk með fötlun, nýtt sér ferðaþjónustu fatlaðra, til að sækja vinnu, skóla eða hæfingu. Með því uppfyllir bærinn sínar lögbundnu skyldur. Það var í ljósi ofangreinds sem bærinn hafnaði ósk Blindrafélagsins um að lögblindir fengju ferðaþjónustu umfram annað fólk með fötlun. Bærinn telur með öðrum orðum að ekki eigi að mismuna fólki eftir fötlun. Þetta þýðir þó ekki að litið sé á hóp fatlaðra sem einn og einsleitan hóp hér í Kópavogi, eins og aðstoðarritstjórinn heldur fram, enda veitir bærinn fötluðum margvíslega einstaklingsmiðaða þjónustu, eins og áður sagði. Í Kópavogi geta þeir sem nýta sér ferðaþjónustu fatlaðra fengið allt að 68 ferðir á mánuði. Kvöldferðir má panta samdægurs. Til samanburðar er Hafnarfjörður með allt að 54 ferðir á mánuði en með samningi Hafnarfjarðarbæjar við Blindrafélagið geta blindir farið að hámarki 8 ferðir á mánuði með leigubíl. Kópavogur tók yfir þjónustu við fatlað fólk af ríkinu nú um áramótin og hefur þegar verið lögð fram til umræðu í bæjarstjórn metnaðarfull stefna til næstu ára. Við ætlum okkur að skara fram úr í þessum málaflokki. Einn liður í því er að endurskoða ferðaþjónustu fatlaðra og bjóða hana út með það að markmiði að bæta þjónustuna enn frekar.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar