Innlent

Brotist inn í tölvuverslun á Selfossi

Brotist var inn í tölvuverslun á Selfossi um fjögur leitið í nótt og þaðan stolið dýrri tölvu og mörgum fullkomnum og stafrænum myndavélum.

Þjófurinn braut sér leið inn um rúðu með gangstéttarhellu og hefur verið eldsnöggur að athafan sig, því öryggisvörður og lögregla voru komin á vettvang skömmu eftir að þjófavarnakerfi fór í gang.

Verið er að skoða upptökur úr eftirlitsmyndavélum, en lögreglan á Selfossi óskar eftir upplýsingum ef einhver hefur orðið var mannaferða við Eyrarveg, á móts við Húsasmiðjuna, um fjögur leitið í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×