Stafræn endurgerð íslenskra bóka Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir skrifar 10. febrúar 2011 06:00 Stafræna byltingin hefur verið mál málanna í bókasafnasamfélaginu undanfarin ár. Nýjar aðferðir við söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga hafa opnast. Það er t.d. gert með áskriftum að tímarita- og gagnasöfnum og notendur viðkomandi safns eða starfsmenn skóla og stofnana sem greiða fyrir aðganginn geta nálgast efnið í vinnunni eða með fjaraðgangi heima hjá sér. Einnig þekkist að kaupa efni til eignar, sérstaklega eldri árganga tímarita og nú stendur yfir mikil breyting á rafbókum, sem söfnin ýmist kaupa til eignar eða gerast áskrifendur að. Stærsta slíka verkefnið hér á landi er rekið af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í samvinnu við bókasöfn og stofnanir í landinu. Á vefsíðunni hvar.is geta allir landsmenn nálgast fleiri þúsund erlend tímarit og fjölda gagnagrunna sem bókasöfn landsins greiða fyrir með tilstyrk frá menntamálaráðuneytinu. Sérstakt verkefni þjóðbókasafna hefur síðan verið að safna stafræna efninu til langtímavarðveislu hvert í sínu landi, en einnig að stafvæða eða vinna stafrænar endurgerðir af eldra útgefnu efni s.s. pappírsefni, hljóðritum, kvikmyndum, handritum, myndum og annars efnis sem þjóðbókasöfnin taka til sín skv. lögum um skylduskil í því augnamiði að tryggja varanlega varðveislu menningararfsins. Nokkur umfjöllun hefur verið undanfarið um sérstakt átak við stafræna endurgerð allra íslenskra bóka. Í Silfri Egils 30. jan. sl. var viðtal við Brewster Kahle stofnanda Internet Archive sem þróað hefur tækni til að safna vefsíðum og öðru stafrænu efni. Viðtal birtist við Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu í Sunnudagsmogganum einnig 30. jan. og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda skrifaði grein í Fréttablaðið 7. febr. Ég vil leggja orð í belg og útskýra þátt Landsbókasafnsins í málinu. Hugmyndin að setja í stafrænan búning allt útgefið íslenskt efni er ekki ný af nálinni enda er verkefnið mjög viðráðanlegt fáist til þess fjármunir. Safnið setti sér stefnu um stafræna endurgerð árið 2006 en flest af því sem þar kemur fram hafði áður gerjast í safninu og meðal fagfólks. Fyrsta stafræna verkefnið innan safnsins var kortavefurinn eða islandskort.is sem var opnaður 1996. Þar er aðgangur að 220 Íslandskortum sem öll voru gefin út fyrir aldamótin 1900. Næsta verkefni var Sagnanetið sem var opnað 2001, en er nú verið að færa inn í nýjan vef, handrit.is. Þar var stafræn endurgerð Íslendingasagna og fræðileg umfjöllun um þær. Þriðja verkefnið var timarit.is sem var opnað 2002 og er nú meðal vinsælustu vefja landsins. Þar eru öll íslensk blöð og tímarit gefin út fyrir 1920 auk efnis frá 20. öld en þar hefur safnið gert samninga við rétthafa og þeir hafa í flestum tilvikum greitt fyrir vinnslu efnisins. Nýjasta verkefnið er bækur.is og segja má að nýtt stafrænt Landsbókasafn sé að verða til. Helsti kosturinn er að það er ávallt opið og fólk getur nálgast það í gegnum nettengda tölvu hvar sem það er statt. Á vefinn bækur.is er ætlunin að setja allar íslenskar bækur í stafrænni gerð. Skannað hefur verið inn efni sem ekki er í höfundarétti en meginhluti þess tengist öðrum verkefnum sem unnið er að í safninu s.s. 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Ekki hefur verið unnið með skipulegum hætti, með því að byrja á elstu bókinni og svo áfram. Til þess hefur safnið skort mannskap og fjármuni. Því er áhugavert fyrir Landsbókasafn að skoða vel og vandlega hugmyndir Brewster Kahle og Internet Archive um að setja allar íslenskar bækur í stafrænt form. Safnið hefur áður átt samstarf við Internet Archive, sérstaklega á sviði vefsöfnunar en starfsmenn safnsins hafa átt þátt í að þróa þá tækni sem notuð er til að safna vefsíðum. Afraksturinn er vefsafn.is en Landsbókasafn hóf söfnun á vefsíðum íslenska þjóðarlénsins .is árið 2004. Í Internet Archive má hinsvegar finna íslenskrar vefsíður allt aftur til 1997. Eftir því sem mér sýnist gengur hugmyndin út á að skanna allar íslenskar, útgefnar bækur frá upphafi og til ársins 2000. Það efni sem ekki er í höfundarrétti verður opið öllum en það sem er í rétti verður lánað út. Ný tækni gerir bókasöfnum nú kleift að lána út stafrænt efni. Notandinn hleður bókinni inn í lestölvu eða aðrar tölvur. Ekki er hægt að afrita skjalið og það eyðist þegar lánstíma lýkur. Einnig er hægt að stjórna því hvort einn eða fleiri geta verið með sama ritið í láni á sama tíma. Efnið verður einnig aðgengilegt innan veggja Þjóðarbókhlöðunnar. Þetta yrði mikil framför en hins vegar eru margar lagalegar og tæknilegar spurningar sem þarf að svara fyrst. T.d. fá rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar og aðrir rétthafar árlega greitt fyrir útlán bóka sinna á bókasöfnum úr Bókasafnssjóði höfunda. Skoða þarf sérstaklega hvernig fara skuli með rafræn útlán og hvort þau séu frábrugðin hefðbundnum útlánum. Nú hafa þessar hugmyndir verið settar fram og í mínum huga er næsta skref að helstu hagsmunaaðilar, höfundar, útgefendur og safnið ræði saman og vinni að hagkvæmum lausnum til að gera þetta að veruleika. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Stafræna byltingin hefur verið mál málanna í bókasafnasamfélaginu undanfarin ár. Nýjar aðferðir við söfnun, skráningu og miðlun upplýsinga hafa opnast. Það er t.d. gert með áskriftum að tímarita- og gagnasöfnum og notendur viðkomandi safns eða starfsmenn skóla og stofnana sem greiða fyrir aðganginn geta nálgast efnið í vinnunni eða með fjaraðgangi heima hjá sér. Einnig þekkist að kaupa efni til eignar, sérstaklega eldri árganga tímarita og nú stendur yfir mikil breyting á rafbókum, sem söfnin ýmist kaupa til eignar eða gerast áskrifendur að. Stærsta slíka verkefnið hér á landi er rekið af Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í samvinnu við bókasöfn og stofnanir í landinu. Á vefsíðunni hvar.is geta allir landsmenn nálgast fleiri þúsund erlend tímarit og fjölda gagnagrunna sem bókasöfn landsins greiða fyrir með tilstyrk frá menntamálaráðuneytinu. Sérstakt verkefni þjóðbókasafna hefur síðan verið að safna stafræna efninu til langtímavarðveislu hvert í sínu landi, en einnig að stafvæða eða vinna stafrænar endurgerðir af eldra útgefnu efni s.s. pappírsefni, hljóðritum, kvikmyndum, handritum, myndum og annars efnis sem þjóðbókasöfnin taka til sín skv. lögum um skylduskil í því augnamiði að tryggja varanlega varðveislu menningararfsins. Nokkur umfjöllun hefur verið undanfarið um sérstakt átak við stafræna endurgerð allra íslenskra bóka. Í Silfri Egils 30. jan. sl. var viðtal við Brewster Kahle stofnanda Internet Archive sem þróað hefur tækni til að safna vefsíðum og öðru stafrænu efni. Viðtal birtist við Birgittu Jónsdóttur alþingiskonu í Sunnudagsmogganum einnig 30. jan. og Kristján B. Jónasson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda skrifaði grein í Fréttablaðið 7. febr. Ég vil leggja orð í belg og útskýra þátt Landsbókasafnsins í málinu. Hugmyndin að setja í stafrænan búning allt útgefið íslenskt efni er ekki ný af nálinni enda er verkefnið mjög viðráðanlegt fáist til þess fjármunir. Safnið setti sér stefnu um stafræna endurgerð árið 2006 en flest af því sem þar kemur fram hafði áður gerjast í safninu og meðal fagfólks. Fyrsta stafræna verkefnið innan safnsins var kortavefurinn eða islandskort.is sem var opnaður 1996. Þar er aðgangur að 220 Íslandskortum sem öll voru gefin út fyrir aldamótin 1900. Næsta verkefni var Sagnanetið sem var opnað 2001, en er nú verið að færa inn í nýjan vef, handrit.is. Þar var stafræn endurgerð Íslendingasagna og fræðileg umfjöllun um þær. Þriðja verkefnið var timarit.is sem var opnað 2002 og er nú meðal vinsælustu vefja landsins. Þar eru öll íslensk blöð og tímarit gefin út fyrir 1920 auk efnis frá 20. öld en þar hefur safnið gert samninga við rétthafa og þeir hafa í flestum tilvikum greitt fyrir vinnslu efnisins. Nýjasta verkefnið er bækur.is og segja má að nýtt stafrænt Landsbókasafn sé að verða til. Helsti kosturinn er að það er ávallt opið og fólk getur nálgast það í gegnum nettengda tölvu hvar sem það er statt. Á vefinn bækur.is er ætlunin að setja allar íslenskar bækur í stafrænni gerð. Skannað hefur verið inn efni sem ekki er í höfundarétti en meginhluti þess tengist öðrum verkefnum sem unnið er að í safninu s.s. 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar. Ekki hefur verið unnið með skipulegum hætti, með því að byrja á elstu bókinni og svo áfram. Til þess hefur safnið skort mannskap og fjármuni. Því er áhugavert fyrir Landsbókasafn að skoða vel og vandlega hugmyndir Brewster Kahle og Internet Archive um að setja allar íslenskar bækur í stafrænt form. Safnið hefur áður átt samstarf við Internet Archive, sérstaklega á sviði vefsöfnunar en starfsmenn safnsins hafa átt þátt í að þróa þá tækni sem notuð er til að safna vefsíðum. Afraksturinn er vefsafn.is en Landsbókasafn hóf söfnun á vefsíðum íslenska þjóðarlénsins .is árið 2004. Í Internet Archive má hinsvegar finna íslenskrar vefsíður allt aftur til 1997. Eftir því sem mér sýnist gengur hugmyndin út á að skanna allar íslenskar, útgefnar bækur frá upphafi og til ársins 2000. Það efni sem ekki er í höfundarrétti verður opið öllum en það sem er í rétti verður lánað út. Ný tækni gerir bókasöfnum nú kleift að lána út stafrænt efni. Notandinn hleður bókinni inn í lestölvu eða aðrar tölvur. Ekki er hægt að afrita skjalið og það eyðist þegar lánstíma lýkur. Einnig er hægt að stjórna því hvort einn eða fleiri geta verið með sama ritið í láni á sama tíma. Efnið verður einnig aðgengilegt innan veggja Þjóðarbókhlöðunnar. Þetta yrði mikil framför en hins vegar eru margar lagalegar og tæknilegar spurningar sem þarf að svara fyrst. T.d. fá rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar og aðrir rétthafar árlega greitt fyrir útlán bóka sinna á bókasöfnum úr Bókasafnssjóði höfunda. Skoða þarf sérstaklega hvernig fara skuli með rafræn útlán og hvort þau séu frábrugðin hefðbundnum útlánum. Nú hafa þessar hugmyndir verið settar fram og í mínum huga er næsta skref að helstu hagsmunaaðilar, höfundar, útgefendur og safnið ræði saman og vinni að hagkvæmum lausnum til að gera þetta að veruleika.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar