Lögreglan var kölluð til í útibú Arion banka í Kringlunni í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom upp ágreiningur á milli gjaldkera og viðskiptavinar í morgun. Maðurinn var ósáttur við þá afgreiðslu sem hann fékk en fór heim til sín. Hann hringdi síðan í útibú bankans og hótaði því að hann myndi ná sér niður á starfsfólki bankans.
Lögreglu var gert viðvart og fór heim til mannsins og ræddi við hann. Þá var einnig rætt við starfsfólk útibúsins.
