70 Breiðavíkurbörn fá að vita um upphæð sanngirnisbóta á morgun Valur Grettisson skrifar 16. mars 2011 21:30 Breiðavíkurdrengir máttu þola ofbeldi og vítisvist sem börn. Mennirnir, sem dvöldu á vistheimilinu Breiðavík, eiga von á sáttatilboði frá sýslumanninum á Siglufirði á morgun. Breiðavíkursamtökin, sem heita Samtök vistheimilabarna í dag, hafa boðað til fundar á föstudaginn þar sem farið verður yfir bréfið. Í því verður hverjum og einum tilkynnt hversu háar bætur þeir fá frá ríkinu eftir að hafa þolað vítisvist á Breiðavík um miðja síðustu öld. Alls munu 70 bréf, eða sáttatilboð eins og þau eru kölluð, verða send út. Samkvæmt heimildum Vísis þá er matinu skipt upp í punkta. Alls geta vistmennirnir fengið 100 punkta en hver punktur er metinn á sextíu þúsund krónur. Þannig hæstu mögulegu bæturnar verða sex milljónir. Hver punktur táknar í raun ofbeldi sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Bréfið átti fyrst að fara út í febrúar en seinkaði. Matið byggir á framburði vistmannanna fyrir Spanó-nefndinni svokölluðu, fyrir nokkrum árum síðan, og er nefnd í höfuðið á formanni nefndarinnar, Róberti Spanó. Vísir ræddi við nokkra vistmenn sem vildu ekki láta nöfn sín getið. Einn sagði kurr í félagsmönnum samtakanna vegna málsins. Annar þeirra, sem hafði rætt við sýslumann á Siglufirði, sagði ólíklegt að nokkur vistmanna myndi fá fullar bætur, það er að segja sex milljónir, eftir að hafa dvalið á Breiðavík. Vistmennirnir fyrrverandi mega búast við bréfinu á morgun. Bæturnar verða svo greiddar út þann 1. apríl. Þó geta vistmenn hafnað boðinu og leitað réttar síns séu þeir ósáttir. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Mennirnir, sem dvöldu á vistheimilinu Breiðavík, eiga von á sáttatilboði frá sýslumanninum á Siglufirði á morgun. Breiðavíkursamtökin, sem heita Samtök vistheimilabarna í dag, hafa boðað til fundar á föstudaginn þar sem farið verður yfir bréfið. Í því verður hverjum og einum tilkynnt hversu háar bætur þeir fá frá ríkinu eftir að hafa þolað vítisvist á Breiðavík um miðja síðustu öld. Alls munu 70 bréf, eða sáttatilboð eins og þau eru kölluð, verða send út. Samkvæmt heimildum Vísis þá er matinu skipt upp í punkta. Alls geta vistmennirnir fengið 100 punkta en hver punktur er metinn á sextíu þúsund krónur. Þannig hæstu mögulegu bæturnar verða sex milljónir. Hver punktur táknar í raun ofbeldi sem viðkomandi hefur orðið fyrir. Bréfið átti fyrst að fara út í febrúar en seinkaði. Matið byggir á framburði vistmannanna fyrir Spanó-nefndinni svokölluðu, fyrir nokkrum árum síðan, og er nefnd í höfuðið á formanni nefndarinnar, Róberti Spanó. Vísir ræddi við nokkra vistmenn sem vildu ekki láta nöfn sín getið. Einn sagði kurr í félagsmönnum samtakanna vegna málsins. Annar þeirra, sem hafði rætt við sýslumann á Siglufirði, sagði ólíklegt að nokkur vistmanna myndi fá fullar bætur, það er að segja sex milljónir, eftir að hafa dvalið á Breiðavík. Vistmennirnir fyrrverandi mega búast við bréfinu á morgun. Bæturnar verða svo greiddar út þann 1. apríl. Þó geta vistmenn hafnað boðinu og leitað réttar síns séu þeir ósáttir.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira