Erlent

Fimm handteknir vegna samúðarárása tengdum WikiLeaks

Breska lögreglan hefur handtekið 5 tölvuhakkara í tengslum við tölvuárásirnar tengdar Wikileaks fyrir áramót.

Þá voru 40 húsleitir gerðar í Bandaríkjunum samhliða handtökunum.

Hinir handteknu eru á aldrinum 15 til 26 ára. Hakkararnri eru grunaðir um að hafa ráðist á heimasíður Vísa, Mastercard, Paypal og fleiri síður, eftir að þessir aðilar neituðu að taka við framlögum sem rynnu til Wikileaks síðunnar. Hópurinn samhæfði aðgerðir sínar á einn heimasíðu og létu svo til skara skríða. 16 ára piltur var einnig handtekinn í Hollandi fyrir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×