Bílpróf í sjónmáli eftir langa bið Helga Arnardóttir skrifar 9. janúar 2011 19:24 „Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira