Bílpróf í sjónmáli eftir langa bið Helga Arnardóttir skrifar 9. janúar 2011 19:24 „Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann. Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
„Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann.
Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent