Bílpróf í sjónmáli eftir langa bið Helga Arnardóttir skrifar 9. janúar 2011 19:24 „Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Tilfinningin er ótrúleg" segir rúmlega tvítug kona sem var nálægt því að teljast lögblind, en eftir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum er hún nú með um fimmtíu prósent sjón. Hún getur nú loks lært á bíl sem var langþráður draumur. Helga Theodóra Jónasdóttir fæddist með augnhrörnunarsjúkdóm sem skerti sjón hennar á báðum augum. Á vinstra auga var hún með um 10 prósent sjón sem er á mörkum lögblindu en á hægra auganu var sjónin betri eða um 20-30 prósent. Helga varð þrátt fyrir sjónskerðingu dúx á stúdentsprófi við Verslunarskóla Íslands fyrir tveimur árum. „Ég til dæmis gat aldrei fylgst með í tímum af því ég sá ekki á töfluna og ég var miklu lengur að lesa en allir hinir. Ég þurfti að hafa miklu meira fyrir þessu. Ég held samt að það hafi verið mér hvatning í náminu að vera með skerta sjón," segir Helga. Sjónskerðingin hafi haft tiltölulega lítil áhrif á hana þegar hún var yngri og hún hafi aldrei orðið fyrir aðkasti. Hún hafi á köflum komist áfram á þrjóskunni. „Mér fannst nú eiginlega leiðinlegast af öllu að vera með svona skrýtin augu sem eru öðruvísi en annarra. Útlitslega séð skipti þetta mestu máli." Sjúkdómurinn er mjög sjaldgæfur og talið er að innan við 10 manns séu með hann hér á landi. „Þessi sjúkdómur er til á nokkrum stigum en Helga hefur fengið alvarlegasta stigið," segir Jóhannes Kári Kristinsson augnlæknir Helgu. Sjón hennar lýsir sér eins og það sé móða milli laga í rúðu og fólk sér mjög illa út. Útséð var með að Helga fengi nokkurn tímann bílpróf með svona skerta sjón. Helga gekkst svo undir hornhimnuaðgerð í Bandaríkjunum á einu auga árið 2008 og á hinu auganu árið eftir. Þar fékk hún gjafahimnu og var skipt um hluta hornhimnu á báðum augum. „Í þessu ferli þá mátti búast við því eftir aðgerð að hún gæti kannski fengið 30-40 % sjón en mér fannst þó ólíklegt að hún næði því markmiði að geta til dæmis ekið bíl," segir Jóhannes. „Það held ég var það versta við mitt ástand að geta ekki fengið bílpróf. Það var eiginlega á þeim tímapunkti að ég gerði mér grein fyrir að ég sá miklu verr en aðrir," segir Helga. En það breyttist heldur betur því eftir aðgerðirnar batnaði sjón Helgu verulega með tímanum. Nú er hún með um fimmtíu prósent sjón og getur fengið bílpróf. Það er ótrúlegt því ég bjóst aldrei við því. Þetta var eiginlega eins óraunverulegt og mér væri sagt að ég gæti flogið," hlær Helga. Helga stundar nú nám í sálfræði við Háskóla Íslands. Hún keypti sér nýlega bíl og er á fullu í æfingaakstri. Hún segir það taka sinn tíma eins og annað en æfingin skapi meistarann.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira