Náum tökum á offitu og sykursýki 23. febrúar 2011 11:00 Bylgja Valtýsdóttir, verkefnastjóri Euro Heart f.h. Hjartaverndar Yfir 20 ár eru liðin síðan sænska matvælastofnunin kynnti nýtt merki, hið svokallaða Skráargat, sem er merking framleiðenda á hollum matvörum. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru matvörur merktar með græna skráargatinu til að auðvelda neytendum að gera greinarmun á hollustu matvæla. Vörurnar sem mega bera Skráargatið innihalda minna magn af sykri, salti og fitu eða meira af trefjum en aðrar vörur í sömu matvælaflokkum. Hvaða þýðingu getur þetta haft á lýðheilsuna? Rannsóknir Hjartaverndar síðustu 25 ára sýna að mikill ávinningur hefur náðst af fræðslu almennings um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. PLoS ONE rannsókn Hjartaverndar sýndi að dánartíðni Íslendinga vegna kransæðasjúkdóms lækkaði um 80% á aldursbilinu 25-74 ára. Þrír fjórðu hlutar þessarar lækkunar voru vegna lækkunar kólesteróls eða blóðþrýstings, minni reykinga og aukinnar hreyfingar í frítíma. Fjórðungur þessarar lækkunar skýrðist af breytingum á meðferð og aðgerðum við kransæðasjúkdómi. Á sama tíma jókst hins vegar sykursýki og offita, sem hækkaði dánartíðni kransæðasjúkdóma. Vel þekkt er að sykursýki er náinn fylgifiskur offitu. Mikilvægt er að átta sig á skaðlegum afleiðingum offitu, s.s. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini, þegar verið er að meta kosti og galla við íhlutun í samfélaginu. Sykursýki er jafnframt eitt helsta heilsufarsvandamálið í dag og krefst mikils af heilbrigðisþjónustunni og vegur þungt í áhættu hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir ótrúlegan árangur af baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma eru þetta enn algengustu dánarorsakir jafnt hjá konum sem körlum. Eins og rannsóknir sýna er offita og sykursýki vaxandi vandamál þjóðarinnar, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar. Það er því óneitanlega áhyggjuefni að okkur takist ekki að viðhalda þessum góða árangri án frekari aðgerða. Norðurlandaríkin hafa myndað með sér samstarf um hollustumerkingu matvæla og hefur Matvælastofnun Íslands til skoðunar að fylgja þessu fordæmi hér á landi, en það hefur jafnframt verið baráttumál Neytendasamtakanna og Lýðheilsustöðvar til langs tíma. Í fréttum hefur komið fram að Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, um að landbúnaðarráherra taki málið upp. Við verðum að stíga skrefið til fulls og auðvelda neytendum að velja hollari matvöru til að leggja lið baráttunni við offitu og hjarta- og æðasjúkdóma eins og nágrannaríki okkar hafa þegar gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Bylgja Valtýsdóttir, verkefnastjóri Euro Heart f.h. Hjartaverndar Yfir 20 ár eru liðin síðan sænska matvælastofnunin kynnti nýtt merki, hið svokallaða Skráargat, sem er merking framleiðenda á hollum matvörum. Í Svíþjóð, Noregi og Danmörku eru matvörur merktar með græna skráargatinu til að auðvelda neytendum að gera greinarmun á hollustu matvæla. Vörurnar sem mega bera Skráargatið innihalda minna magn af sykri, salti og fitu eða meira af trefjum en aðrar vörur í sömu matvælaflokkum. Hvaða þýðingu getur þetta haft á lýðheilsuna? Rannsóknir Hjartaverndar síðustu 25 ára sýna að mikill ávinningur hefur náðst af fræðslu almennings um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma. PLoS ONE rannsókn Hjartaverndar sýndi að dánartíðni Íslendinga vegna kransæðasjúkdóms lækkaði um 80% á aldursbilinu 25-74 ára. Þrír fjórðu hlutar þessarar lækkunar voru vegna lækkunar kólesteróls eða blóðþrýstings, minni reykinga og aukinnar hreyfingar í frítíma. Fjórðungur þessarar lækkunar skýrðist af breytingum á meðferð og aðgerðum við kransæðasjúkdómi. Á sama tíma jókst hins vegar sykursýki og offita, sem hækkaði dánartíðni kransæðasjúkdóma. Vel þekkt er að sykursýki er náinn fylgifiskur offitu. Mikilvægt er að átta sig á skaðlegum afleiðingum offitu, s.s. sykursýki, hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini, þegar verið er að meta kosti og galla við íhlutun í samfélaginu. Sykursýki er jafnframt eitt helsta heilsufarsvandamálið í dag og krefst mikils af heilbrigðisþjónustunni og vegur þungt í áhættu hjarta- og æðasjúkdóma. Þrátt fyrir ótrúlegan árangur af baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma eru þetta enn algengustu dánarorsakir jafnt hjá konum sem körlum. Eins og rannsóknir sýna er offita og sykursýki vaxandi vandamál þjóðarinnar, ekki síst meðal ungu kynslóðarinnar. Það er því óneitanlega áhyggjuefni að okkur takist ekki að viðhalda þessum góða árangri án frekari aðgerða. Norðurlandaríkin hafa myndað með sér samstarf um hollustumerkingu matvæla og hefur Matvælastofnun Íslands til skoðunar að fylgja þessu fordæmi hér á landi, en það hefur jafnframt verið baráttumál Neytendasamtakanna og Lýðheilsustöðvar til langs tíma. Í fréttum hefur komið fram að Siv Friðleifsdóttir hefur lagt fram þingsályktunartillögu á Alþingi, ásamt þingmönnum úr öllum flokkum, um að landbúnaðarráherra taki málið upp. Við verðum að stíga skrefið til fulls og auðvelda neytendum að velja hollari matvöru til að leggja lið baráttunni við offitu og hjarta- og æðasjúkdóma eins og nágrannaríki okkar hafa þegar gert.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar