Innlent

Leita vitna að skemmdarverkum í Vesturbænum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar vitna eða annarra sem kunna að búa yfir upplýsingum um skemmdarverk sem voru unnin á tæplega fjörutíu ökutækjum í vesturbæ Reykjavíkur aðfaranótt sunnudags.

„Skemmdarvargar fóru þá um hverfið og stungu á dekk ökutækja við eftirtaldar götur; Ásvallagötu, Brávallagötu, Furumel, Víðimel, Grenimel, Hagamel, Melhaga, Hofsvallagötu (við sundlaugina), Kaplaskjólsveg og Frostaskjól,“ segir í tilkynningu.

Þeir sem hafa yfir öryggismyndavélum að ráða á þessu svæði eru góðfúslega beðnir um að kanna hvort þar kunni að leynast vísbendingar í þessu tiltekna máli. Upplýsingum má koma á framfæri við lögreglu á netfangið abending@lrh.is eða í síma 444-1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×