Telja lögreglu þurfa auknar rannsóknarheimildir 16. febrúar 2011 05:30 Lögreglan þarf auknar rannsóknarheimildir, segja níu þingmenn. „Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
„Lögregla hér þarf að hafa sömu fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir og starfsbræður hennar í nágrannalöndunum." Þetta segir Siv Friðleifsdóttir, fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um fyrirbyggjandi rannsóknarheimildir lögreglu. Auk Sivjar standa átta þingmenn úr þremur flokkum að tillögunni. „Á síðustu árum hef ég fylgst með málefnum lögreglu, bæði fyrir hönd framsóknarmanna og í þinginu almennt," útskýrir Siv. „Jafnframt hef ég fylgst með því sem verið er að gera í stjórnkerfinu varðandi skipulagða glæpastarfsemi. Það er alveg ljóst að lengi hefur verið rætt um að það skorti auknar heimildir til handa lögreglu til að fara í þessar fyrirbyggjandi rannsóknir. Þessar heimildir hafa lögreglulið hinna Norðurlandaríkjanna og víðast hvar í Evrópu. Við Íslendingar höfum alltaf viljað trúa því að svona skipulagða glæpastarfsemi reki ekki á okkar fjörur því við séum vernduð hér úti í norðurhafi." Siv segir, að þrátt fyrir þetta hafi sést hér á landi dæmi, sem hafi farið fjölgandi, um skipulagða glæpastarfsemi. Hún kveðst einkum leggja þar áherslu á mansal, sem menn hefðu ekki átt von á að kæmi upp hér þótt reyndin hefði orðið önnur, svo og skipulagðan innflutning á fíkniefnum. „Almenn skipulögð glæpastarfsemi virðir engin landamæri," segir Siv enn fremur. „Við erum í miklu samstarfi við nágrannalöndin og þurfum að geta tekið vel á málum þegar brotamenn fara á milli landa." Siv undirstrikar að lokum að skýrt eftirlit þurfi að fylgja beitingu rannsóknarheimildanna.- jss
Tengdar fréttir Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39 Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Fleiri fréttir Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Sjá meira
Lögreglumenn fái auknar heimildir Níu þingmenn þriggja stjórnmálaflokka vilja að lögreglan fái auknar heimildir sem eru sambærilegar við þær heimildir sem lögregla í öðrum norrænum ríkjum hefur til að rannsaka og grípa til gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Um svokallaðar forvirkar rannsóknarheimildir er að ræða. 14. febrúar 2011 17:39