Guðmundur vísar ummælum Dags til föðurhúsanna Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 28. janúar 2011 08:00 Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks. Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Dagur Sigurðsson gagnrýndi Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara harkalega í þýskum fjölmiðlum í gær. Þar sakaði hann Guðmund um að þjösnast á Alexander Peterssyni, sem spilar undir stjórn Dags hjá Füchse Berlin, og hlífa um leið Ólafi Stefánssyni sem leikur undir stjórn Guðmundar hjá Rhein-Neckar Löwen. „Ég ræddi við Alexander Petersson og hann sagði mér að hann væri í slæmu ástandi og í raun búinn á því. Þrátt fyrir það spilar hann næstum alla leiki frá upphafi til enda," sagði Dagur í samtali við vefmiðilinn handball-welt.de. „Á sama tíma hefur Ólafur Stefánsson spilað mjög lítið. Svo les ég það í íslenskum fjölmiðlum að Ólafur segist vera leikfær. Það skil ég ekki og hef ég það á tilfinningunni að Guðmundur sé að hugsa um hagsmuni Löwen. Þetta er mér alls ekki auðvelt mál enda eru Ólafur og Guðmundur góðir vinir mínir." Fréttablaðið bar þessi ummæli undir Alexander. „Ég veit ekki af hverju Dagur er að segja þetta. Kannski heldur hann þetta en það er í fínu lagi með mig. Ég er góður og get spilað gegn Króatíu," sagði Alexander. Guðmundur hafði ekki lesið ummæli Dags þegar Fréttablaðið hitti hann í gær en hafði heyrt af þeim. Hann var ekki sáttur við það sem hann hafði heyrt. „Það er mín skylda að spila með þeim leikmönnum sem ég hef úr að spila. Ef það er rétt að Dagur ýi að því að ég sé að hlífa Ólafi þá er það sorglegt. Ólafur hefur verið með vökva í hné síðan í fyrsta leik og það er alvarlegt mál. Ég vísa þessum ummælum til föðurhúsanna og þessi gagnrýni á ekki rétt á sér," segir Guðmundur en hefur Alexander verið í nógu góðu ástandi til þess að spila alla þessa leiki? „Já, ég get ekki séð annað. Hann var stórkostlegur gegn Frökkum og stóð sína plikt allan tímann. Ég skil því ekki hvað um er að ræða. Það eru flestir leikmenn lemstraðir á svona móti," sagði Guðmundur og benti á að Snorri, Sverre og Ingimundur hefðu einnig verið að spila á HM þó svo að þeir gengju ekki alveg heilir til leiks.
Tengdar fréttir Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15 Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45 Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Sjá meira
Dagur greindi Guðmundi frá óánægju sinni Dagur Sigurðsson segist hafa greint Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara frá því að hann væri ekki sáttur við hvaða meðferð Alexander Petersson væri að fá hjá íslenska landsliðinu. 27. janúar 2011 12:15
Dagur gagnrýnir Guðmund í þýskum fjölmiðlum Dagur Sigurðsson hefur gagnrýnt Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í þýskum fjölmiðlum fyrir að nota Alexander Petersson of mikið í leikjum íslenska liðsins á HM. 27. janúar 2011 09:45