Stjórnlagaþing í boði Alþingis Gunnar Helgi Kristinsson skrifar 28. janúar 2011 08:00 Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er bara ein leið til að gera á henni breytingar. Hún er sú að Alþingi samþykki slíkar breytingar tvisvar, með þingkosningum á milli. Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar var gerð tillaga á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá sem átti að tryggja aðkomu þjóðkjörins stjórnlagaþings að samningu nýrrar stjórnarskrár. Vegna málþófs í þinginu náðist ekki að samþykkja hana. Afleiðing þess að við búum við óbreytt ákvæði um breytingar á stjórnarskrá er að Alþingi hefur bæði rétt og skyldu til að fjalla efnislega um slíkar breytingar. Það getur valið um ólíkar leiðir til að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, en það getur ekki afsalað sér þeirri ábyrgð sem stjórnarskráin leggur því á herðar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að undirbúa stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal skipun stjórnarskrárnefnda. Þótt breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina hefur þessi leið ekki náð að skila þeirri heildarendurskoðun sem samstaða var um að gera í framhaldi af setningu stjórnarskrárinnar 1944. Með lögum um stjórnlagaþing ákvað Alþingi að leita álits þjóðarinnar um skipun þings sem hefði það hlutverk að semja frumvarp að breyttri stjórnarskrá. Með því var ný og athyglisverð leið farin við samningu á stjórnarskrá, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara við undirbúning málsins. Eftir sem áður liggur hin formlega og efnislega ábyrgð á samþykkt nýrrar stjórnarskrár alfarið hjá Alþingi. Það 85,1% kjósenda sem kaus til Alþingis í apríl 2009 var öðrum þræði að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á því hlutverki. Nú hefur komið í ljós að framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings var ekki í samræmi við lög og kosningin því, samkvæmt dómi Hæstaréttar, ógild. Við þær aðstæður þarf Alþingi að huga að því hvort það vill endurtaka kosninguna eða fara aðrar leiðir við að leita sér ráðgjafar við samningu stjórnarskrárfrumvarps. Á það hefur verið bent að þótt aðfinnslur Hæstaréttar við framkvæmd kosningarinnar séu vissulega alvarlegar bendi ekkert til þess að slök framkvæmd hafi haft áhrif á niðurstöðurnar. Ein af þeim leiðum sem Alþingi getur farið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin er að skipa sjálft nýtt stjórnlagaþing. Verkefni þess og formleg staða þyrftu ekki að vera í neinu frábrugðin þeim sem stefnt var að með fyrri lögum um stjórnlagaþing. Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taki sæti á nýju stjórnlagaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt íslensku stjórnarskránni er bara ein leið til að gera á henni breytingar. Hún er sú að Alþingi samþykki slíkar breytingar tvisvar, með þingkosningum á milli. Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar var gerð tillaga á Alþingi um breytingu á stjórnarskrá sem átti að tryggja aðkomu þjóðkjörins stjórnlagaþings að samningu nýrrar stjórnarskrár. Vegna málþófs í þinginu náðist ekki að samþykkja hana. Afleiðing þess að við búum við óbreytt ákvæði um breytingar á stjórnarskrá er að Alþingi hefur bæði rétt og skyldu til að fjalla efnislega um slíkar breytingar. Það getur valið um ólíkar leiðir til að undirbúa breytingar á stjórnarskrá, en það getur ekki afsalað sér þeirri ábyrgð sem stjórnarskráin leggur því á herðar. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að undirbúa stjórnarskrárbreytingar, þar á meðal skipun stjórnarskrárnefnda. Þótt breytingar hafi verið gerðar á stjórnarskránni í gegnum tíðina hefur þessi leið ekki náð að skila þeirri heildarendurskoðun sem samstaða var um að gera í framhaldi af setningu stjórnarskrárinnar 1944. Með lögum um stjórnlagaþing ákvað Alþingi að leita álits þjóðarinnar um skipun þings sem hefði það hlutverk að semja frumvarp að breyttri stjórnarskrá. Með því var ný og athyglisverð leið farin við samningu á stjórnarskrá, þótt ýmislegt hefði mátt betur fara við undirbúning málsins. Eftir sem áður liggur hin formlega og efnislega ábyrgð á samþykkt nýrrar stjórnarskrár alfarið hjá Alþingi. Það 85,1% kjósenda sem kaus til Alþingis í apríl 2009 var öðrum þræði að kjósa fulltrúa sem bæru ábyrgð á því hlutverki. Nú hefur komið í ljós að framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings var ekki í samræmi við lög og kosningin því, samkvæmt dómi Hæstaréttar, ógild. Við þær aðstæður þarf Alþingi að huga að því hvort það vill endurtaka kosninguna eða fara aðrar leiðir við að leita sér ráðgjafar við samningu stjórnarskrárfrumvarps. Á það hefur verið bent að þótt aðfinnslur Hæstaréttar við framkvæmd kosningarinnar séu vissulega alvarlegar bendi ekkert til þess að slök framkvæmd hafi haft áhrif á niðurstöðurnar. Ein af þeim leiðum sem Alþingi getur farið til að bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin er að skipa sjálft nýtt stjórnlagaþing. Verkefni þess og formleg staða þyrftu ekki að vera í neinu frábrugðin þeim sem stefnt var að með fyrri lögum um stjórnlagaþing. Meti Alþingi það svo að ólíklegt sé að misbrestir í framkvæmd kosningarinnar til stjórnlagaþings hafi haft áhrif á niðurstöðurnar er því að sjálfsögðu frjálst að fara fram á það við þá einstaklinga sem þar fengu stærsta atkvæðahluti að þeir taki sæti á nýju stjórnlagaþingi.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar