Sigurjón vísaði á forstjóra FME Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2011 18:44 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sat í stjórn aflandsfélags sem hélt utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og hefur Sigurjón Þ. Árnason vísað á hann í skýrslutökum hjá embætti sérstaks saksóknara. Eftir að Sigurjón Þ. Árnason var úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudag sagði verjandi hans að hluti af sakargiftum sem bornar hefðu verið á hann snertu strúktúr aflandsfélaga sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, hefði komið að meðan hann starfaði hjá bankanum. Þessu var vísað á bug af Gunnari á föstudag og tók Stöð 2 meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekki um þessar ásakanir fyrir helgi af þeim sökum. Fréttastofan hefur hins vegar heimildir fyrir því að Sigurjón hafi í reynd vísað á Gunnar í skýrslutöku. Sigurjón hafi þannig vísað til þess að Gunnar hafi komið að stofnun sjóðsins 1886 Trust en sjóðurinn átti síðan félögin LB Holding og NBI Holding. LB Holding hafi þannig verið fyrsta kaupréttarfélagið sem hafi verið fjármagnað af Landsbankanum en Gunnar sat raunar í stjórn þess eins og komið hefur fram.Bankinn sótti bréfin í aflandsfélögin til að mæta kauprétti Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni er vísað í tíu aflandsfélög, sem birtast á skjánum í meðfylgjandi sjónvarpsútgáfu fréttarinnar. Þessi félög héldu utan um hlutabréf í Landsbankanum svo bankinn gæti mætt kaupréttum starfsmanna. Þetta virkaði þannig að þegar kaupréttarákvæði urðu virk gat bankinn sótt bréfin í þessu félög og þannig varið sig fyrir tapi ef kaupréttirnir hljóðuðu upp á gengi sem var mun lægra en skráð gengi þegar viðskiptin áttu sér stað. Sérstakur saksóknari telur hins vegar að meint markaðsmisnotkun bankans hafi að hluta farið í gegnum þessi félög og að Landsbankinn hafi, með viðskiptum í gegnum þessi félög, getað haft áhrif á hlutabréfaverð til hækkunar. Gunnar Þ. Andersen gekkst við stjórnarsetu í LB Holding en sagði við Stöð 2 í dag að engin tengsl væru á milli þess sem LB Holding gerði í tíð hans í bankanum og þeirra viðskipta sem hin aflandsfélög hafi stundað. Hann sagði verið væri að reyna að gera FME tortryggilegt með því að halda þessu fram og sagði þessar dylgjur væru ekki svaraverðar. Gunnar sagðist ekki vera höfundur kaupréttarkerfis Landsbankans og sagðist ekki hafa komið nálægt stofnun 1886 Trust. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins sat í stjórn aflandsfélags sem hélt utan um kauprétti starfsmanna Landsbankans og hefur Sigurjón Þ. Árnason vísað á hann í skýrslutökum hjá embætti sérstaks saksóknara. Eftir að Sigurjón Þ. Árnason var úrskurðaður í gæsluvarðhald á föstudag sagði verjandi hans að hluti af sakargiftum sem bornar hefðu verið á hann snertu strúktúr aflandsfélaga sem Gunnar Þ. Andersen, forstjóri FME, hefði komið að meðan hann starfaði hjá bankanum. Þessu var vísað á bug af Gunnari á föstudag og tók Stöð 2 meðvitaða ákvörðun um að fjalla ekki um þessar ásakanir fyrir helgi af þeim sökum. Fréttastofan hefur hins vegar heimildir fyrir því að Sigurjón hafi í reynd vísað á Gunnar í skýrslutöku. Sigurjón hafi þannig vísað til þess að Gunnar hafi komið að stofnun sjóðsins 1886 Trust en sjóðurinn átti síðan félögin LB Holding og NBI Holding. LB Holding hafi þannig verið fyrsta kaupréttarfélagið sem hafi verið fjármagnað af Landsbankanum en Gunnar sat raunar í stjórn þess eins og komið hefur fram.Bankinn sótti bréfin í aflandsfélögin til að mæta kauprétti Í gæsluvarðhaldskröfu yfir Sigurjóni er vísað í tíu aflandsfélög, sem birtast á skjánum í meðfylgjandi sjónvarpsútgáfu fréttarinnar. Þessi félög héldu utan um hlutabréf í Landsbankanum svo bankinn gæti mætt kaupréttum starfsmanna. Þetta virkaði þannig að þegar kaupréttarákvæði urðu virk gat bankinn sótt bréfin í þessu félög og þannig varið sig fyrir tapi ef kaupréttirnir hljóðuðu upp á gengi sem var mun lægra en skráð gengi þegar viðskiptin áttu sér stað. Sérstakur saksóknari telur hins vegar að meint markaðsmisnotkun bankans hafi að hluta farið í gegnum þessi félög og að Landsbankinn hafi, með viðskiptum í gegnum þessi félög, getað haft áhrif á hlutabréfaverð til hækkunar. Gunnar Þ. Andersen gekkst við stjórnarsetu í LB Holding en sagði við Stöð 2 í dag að engin tengsl væru á milli þess sem LB Holding gerði í tíð hans í bankanum og þeirra viðskipta sem hin aflandsfélög hafi stundað. Hann sagði verið væri að reyna að gera FME tortryggilegt með því að halda þessu fram og sagði þessar dylgjur væru ekki svaraverðar. Gunnar sagðist ekki vera höfundur kaupréttarkerfis Landsbankans og sagðist ekki hafa komið nálægt stofnun 1886 Trust. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira