Söngkonan Jennifer Hudson, 30 ára, stillti sér upp á rauða dreglinum á VH1 dívu-tónleikum klædd í Francesco Scognamiglio kjól og ævintýralega skó í stíl.
Eins og sjá má á myndunum heldur söngkonan áfram að hrynja í þyngd þrátt fyrir háværa gagnrýni vestan hafs.
Jennifer segist vera ánægð með líkama sinn en hún hefur lést um 37 kíló á Weight Watchers prógramminu sem hún þakkar árangurinn.
