Stelpurnar unnu Króatíu í gær og mæta Spáni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2011 11:30 Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta. Mynd/Heimasíða HSÍ Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og var yfir nánast allan fyrri hálfleik og leiddi meðal annars 10-4. Undir lok fyrri hálfleik breyttu Króatar um vörn og náðu að minnka muninn í 11-9 á hálfleik. Í síðari hálfleik var mjótt á munum framan af en íslenska liðið leiddi oftast með 1-2 mörkum. Þegar um 10 mínútur voru eftir hafði íslenska liðið aukið muninn í 5 mörk. Sá munur reyndist Króötum of stór biti og náðu þær mest að minnka muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið hélt boltanum og sigur því staðreynd. FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Fanný Hermundsdóttir úr Byasen og Hafdís Iura úr Fram skoruðu 3 mörk og þær Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV) og Elva Þóra Arnardóttir (Fram) skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar leika við Spán í dag og hefst sá leikur kl.14.00 í Víkinni en í síðari leiknum mætast Sviss og Króatía. Spánn sigraði Sviss 31-24 í fyrsta leik undankeppni u-17 ára landsliða kvenna en allir leikirnir fara fram í Víkinni. Íslenska 17 ára landsliðiðHér fyrir ofan má sjá mynd af hópnum en liðið er eftirfarandi:Efsta röð frá vinstri: Fanný Hermundsdóttir (Byasen), Hafdís Iura (Fram), Elva Þóra Arnardóttir (Fram), Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV), Hekla Rún Ámundadóttir (ÍR), Kristrún Steinþórsdóttir (Fylkir), Díana Kristín Sigmarsdóttir (Fram).Miðröð frá vinstri: Ómar Örn Jónsson-Þjálfari, Sigrún Jóhannsdóttir (FH), Díana Ágústsdóttir (Fram), Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir (Grótta), Sóley Arnarsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss), Eva Björk Davíðsdóttir (Grótta), Auður Ásta Baldursdóttir (Grótta), Sigurgeir Jónsson-Þjálfari.Neðsta röð frá vinstri: Rebekka Friðriksdóttir (Fram), Hildur Gunnarsdóttir (Fram), Berglind Dúna Sigurðardóttir (ÍBV), Melkorka Mist Gunnarsdóttir (Fylkir), Kristín Helgadóttir (Fram). Íslenski handboltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira
Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær. Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og var yfir nánast allan fyrri hálfleik og leiddi meðal annars 10-4. Undir lok fyrri hálfleik breyttu Króatar um vörn og náðu að minnka muninn í 11-9 á hálfleik. Í síðari hálfleik var mjótt á munum framan af en íslenska liðið leiddi oftast með 1-2 mörkum. Þegar um 10 mínútur voru eftir hafði íslenska liðið aukið muninn í 5 mörk. Sá munur reyndist Króötum of stór biti og náðu þær mest að minnka muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið hélt boltanum og sigur því staðreynd. FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Fanný Hermundsdóttir úr Byasen og Hafdís Iura úr Fram skoruðu 3 mörk og þær Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV) og Elva Þóra Arnardóttir (Fram) skoruðu allar tvö mörk. Íslensku stelpurnar leika við Spán í dag og hefst sá leikur kl.14.00 í Víkinni en í síðari leiknum mætast Sviss og Króatía. Spánn sigraði Sviss 31-24 í fyrsta leik undankeppni u-17 ára landsliða kvenna en allir leikirnir fara fram í Víkinni. Íslenska 17 ára landsliðiðHér fyrir ofan má sjá mynd af hópnum en liðið er eftirfarandi:Efsta röð frá vinstri: Fanný Hermundsdóttir (Byasen), Hafdís Iura (Fram), Elva Þóra Arnardóttir (Fram), Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV), Hekla Rún Ámundadóttir (ÍR), Kristrún Steinþórsdóttir (Fylkir), Díana Kristín Sigmarsdóttir (Fram).Miðröð frá vinstri: Ómar Örn Jónsson-Þjálfari, Sigrún Jóhannsdóttir (FH), Díana Ágústsdóttir (Fram), Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir (Grótta), Sóley Arnarsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss), Eva Björk Davíðsdóttir (Grótta), Auður Ásta Baldursdóttir (Grótta), Sigurgeir Jónsson-Þjálfari.Neðsta röð frá vinstri: Rebekka Friðriksdóttir (Fram), Hildur Gunnarsdóttir (Fram), Berglind Dúna Sigurðardóttir (ÍBV), Melkorka Mist Gunnarsdóttir (Fylkir), Kristín Helgadóttir (Fram).
Íslenski handboltinn Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Sport „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Fleiri fréttir Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Sjá meira