Handbolti

Stelpurnar unnu Króatíu í gær og mæta Spáni í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta.
Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta. Mynd/Heimasíða HSÍ
Íslenska 17 ára landslið kvenna í handbolta er að taka þátt í undankeppni fyrir EM í handvbolta en riðill íslenska liðsins fer fram í Víkinni um helgina. Stelpurnar byrjuðu vel með því að vinna 23-22 sigur á Króatíu í gær.

Íslenska liðið byrjaði vel í leiknum og var yfir nánast allan fyrri hálfleik og leiddi meðal annars 10-4. Undir lok fyrri hálfleik breyttu Króatar um vörn og náðu að minnka muninn í 11-9 á hálfleik. Í síðari hálfleik var mjótt á munum framan af en íslenska liðið leiddi oftast með 1-2 mörkum.

Þegar um 10 mínútur voru eftir hafði íslenska liðið aukið muninn í 5 mörk. Sá munur reyndist Króötum of stór biti og náðu þær mest að minnka muninn í 1 mark þegar 15 sekúndur voru eftir. Íslenska liðið hélt boltanum og sigur því staðreynd.

FH-ingurinn Sigrún Jóhannsdóttir var markahæst í íslenska liðinu með sjö mörk, Fanný Hermundsdóttir úr Byasen og Hafdís Iura úr Fram skoruðu 3 mörk og þær Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV) og Elva Þóra Arnardóttir (Fram) skoruðu allar tvö mörk.

Íslensku stelpurnar leika við Spán í dag og hefst sá leikur kl.14.00 í Víkinni en í síðari leiknum mætast Sviss og Króatía. Spánn sigraði Sviss 31-24 í fyrsta leik undankeppni u-17 ára landsliða kvenna en allir leikirnir fara fram í Víkinni.





Íslenska 17 ára landsliðiðHér fyrir ofan má sjá mynd af hópnum en liðið er eftirfarandi:

Efsta röð frá vinstri: Fanný Hermundsdóttir (Byasen), Hafdís Iura (Fram), Elva Þóra Arnardóttir (Fram), Karólína Vilborg Torfadóttir (Fram), Drífa Þorvaldsdóttir (ÍBV), Hekla Rún Ámundadóttir (ÍR), Kristrún Steinþórsdóttir (Fylkir), Díana Kristín Sigmarsdóttir (Fram).

Miðröð frá vinstri: Ómar Örn Jónsson-Þjálfari, Sigrún Jóhannsdóttir (FH), Díana Ágústsdóttir (Fram), Ásgerður Dúa Jóhannesdóttir (Grótta), Sóley Arnarsdóttir (Grótta), Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Selfoss), Eva Björk Davíðsdóttir (Grótta), Auður Ásta Baldursdóttir (Grótta), Sigurgeir Jónsson-Þjálfari.

Neðsta röð frá vinstri: Rebekka Friðriksdóttir (Fram), Hildur Gunnarsdóttir (Fram), Berglind Dúna Sigurðardóttir (ÍBV), Melkorka Mist Gunnarsdóttir (Fylkir), Kristín Helgadóttir (Fram).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×