Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Porto sem er með 34 stig, líkt og Sporting sem á leik til góða gegn Maritimo á eftir.
Porto varð síðast meistari fyrir tveimur árum en í fyrra stóð Sporting uppi sem sigurvegari.
Stiven Tobar Valencia skoraði fjögur mörk fyrir Benfica sem er með 37 stig í 3. sæti úrslitariðilsins, sjö stigum á eftir Sporting og Porto.
Næsti leikur Porto er gegn Sporting á útivelli eftir viku.