Lífið

Lifandi jóladagatal byrjar á morgun

Á hverju ári heldur Norræna húsið lifandi Jóladagatal. Á hverjum degi kl. 12.34 frá 1. desember og fram til jóla er nýr gluggi á dagatalinu opnaður og gestir fá að njóta skemmtiatriðis í sal Norræna hússins.

Búið er að tilkynna hverjir taka þátt í dagatalinu, það er öll 23 atriðin, og er hægt að stækka myndina hér til hliðar til að lesa nöfnin. Það kemur aftur á móti ekki fram hver kemur fram á hvaða degi fyrr en gluggi hvers dags er opnaður klukkan 12.34 . Undanfarin ár hefur myndast góð stemmning þegar fólk bregður sér í Norræna húsið í hádeginu til að fylgjast með hver kemur fram hverju sinni.

Markmiðið með jóladagatalinu er að bjóða fólki upp á skemmtilega en jafnframt óvenjulega dagskrá í hádeginu á aðventunni. Fólk fær að kynnast fjölbreyttum listviðburðum sem fjalla ekki endilega um jólin. Aðgangseyrir er enginn og fá gestir óáfengt jólaglögg og piparkökur til að gæða sér á.

Listamaðurinn Ingibjörg Birgisdóttir var af þessu tilefni fengin til að búa til jóladagatal inni á vef Norræna hússins þar sem hægt er að fylgjast með hverjir taka þátt um leið og það skýrist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.