Mercedes ekki að afskrifa Schumacher 26. ágúst 2011 12:53 Michael Schumacher áritar fyrir áhorfendur á Spa brautinni. Mynd: Mercedes GP Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Nobert Haug hjá Mercedes segir að Schumacher geti enn komið á óvart í Formúlu 1, en hann hefur ekki unnið mót síðan hann hóf að keppa að nýju í fyrra. Schumacher náði besta tíma á æfingu á Spa brautinni í morgun, en reyndar háði það mörgum öðrum að rigning setti mark sitt á æfinguna og Schumacher náði besta tíma á þurri braut. Nico Rosberg liðsfélagi Schumacher var með næst besta tíma, en hann er ofar Schumacher í stigamóti ökumanna og var það í fyrra líka í lok mótaraðarinnar. Nokkur umræða hefur verið um misgóðan árangur Schumacher í mótum, en Haug hefur fulla trú á sínum manni, sem byrjaði að keppa í Formúlu 1 árið 1991, fyrir 20 árum síðan á Spa brautinni. Schumahcer hefur oft verið spurður hvort hann verði áfram hjá Mercedes á næsta ári, eins og samningur hans segir til um og hann hefur staðfest að svo verði. „Ef tölvugögn eru skoðuð og farið gegnum aksturstímanna að þá eru nokkur mót þar sem hann hefur verið á svipuðum hraða eða meiri en Nico", sagði Haug um akstur Schumacher í ár í frétt á autosport.com. „Hann er framúrskarandi í fyrstu hringjunum og það þarf góðan ökumann til að gera slíkt á reglubundinn hátt. Þetta er ekki tilviljun og engin hefur farið framúr fleiri bílum í fyrsta hring, þó það sé auðveldara að gera slíkt þegar þú ræsir af stað í áttunda eða tíunda sæti, en ef þú ert fremstur á ráslínu. Við höfum séð góða takta og andinn er til staðar." „Það gæti verið skrítið að segja það, en Michael getur komið á óvart, jafnvel eftir þennan tíma. Á meðan sumir afskrifa hann, þá munum við ekki gera þau mistök", sagði Haug og minntist á góða frammistöðu Schumacher í Kanada á þessu ári. Þá varð Schumacher í fjórða sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira