Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2011 09:46 Athugasemdir við rök sérskólaandstæðinga: Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla sem er sérsniðinn fyrir þroskahömluð börn eins og mig? 1. „Vegna þess að í sérskóla einangrast þú frá almennu samfélagi.“ Hvernig þá? Er það ekki frekar einangrun að vera alltaf ein og öðruvísi í almenna skólanum? 2. „Þú átt að vera í almennum skóla vegna þess að þar eru góðar fyrirmyndir.“ Er þá eitthvað að því að vera eins og ég er? Geta þau kennt mér að vera ekki þroskaheft? Get ég þá af-fatlast? 3. „Þú átt að vera í almennum skóla því krakkarnir þar eiga að venjast þér og læra umburðarlyndi gagnvart þroskaheftum.“ Þarf ÉG endilega að kenna þeim það? Og hvernig á ég að kenna þeim það – bara með því að vera þarna og vera öðruvísi? Ef þau venjast mér hætta þau þá að taka eftir því hvað ég tala óskýrt, og segi sama hlutinn aftur og aftur, að ég skil ekki það sem þau segja og ég veifa með handleggjunum og hef hátt? Vilja þau þá vera vinir mínir? Hvað ef þau venjast mér ekki en verða bara pirruð og þreytt á mér? 4. „Krakkarnir eiga að láta þér finnast þú vera fullgildur þátttakandi í skólasamfélaginu á eigin forsendum.“ Hvernig get ég verið fullgildur félagi þegar ég get ekki gert það sama og aðrir og get aldrei orðið eins og aðrir? Er ég þá ekki bara einhvers konar heiðursfélagi? 5. „Við kunnum ráð við því. Við látum bara eins og þú sért eins og aðrir. Við getum til dæmis tekið bókarkápuna af bókinni sem hinir krakkarnir eru að lesa og sett hana utan um smábarnabókina þína. Þá halda allir að þú sért eins og hinir.“ Já, en það er lygi. Verð ég þá að leyna því hver ég er? Vá, hvað ég hlýt að vera ömurleg! Ég vil frekar vera þar sem ég þarf ekki að skammast mín fyrir hver ég er en að vera meðtekin á upplognum forsendum. 6. „Kannski kynnist þú krökkum í hverfinu og getur verið með þeim úti að leika og þú getur farið í íþrótta- og félagsstarf í hverfinu.“ Er það? En ef ég fer út að leika með krökkunum í hverfinu, hver á þá að passa mig? Og hvaða hlutverk fæ ég í leiknum ef ég get ekki lært leikreglurnar? Má ég ekki æfa með Öspinni? Er kannski kúlara að æfa með KR? 7. „Ef þú ert í almennum skóla verður þú virkari þátttakandi í hinu almenna samfélagi.“ Fer það ekki eftir fötlun minni hversu virk ég get orðið í samfélaginu? Ég hef áhuga á þátttöku í samfélagi þroskaheftra. Útilokar það mig þá frá hinu svokallaða almenna samfélagi? Eru ekki allir í mörgum samfélögum? 8. „Ófatlaðir krakkar geta verið svo mikil hvatning fyrir þig.“ Þegar ég sé hvað aðrir geta, get ég þá gert það sama? Er þá þroskahömlun kannski bara leti? 9. „Þú átt að vera í almennum skóla af því þú átt rétt á því!“ Verður maður að gera það sem maður hefur rétt á að gera? Mig langar að vera í skóla með krökkum sem eru eins og ég. Hef ég ekki rétt á því? 10. „Samfélagið verður litríkara og flottara ef allir eru saman.“ Mér er nú eiginlega slétt sama hvað lítur vel út, ég vil bara vera með vinum mínum og jafningjum þar sem ég get blómstrað eins og ég er. 11. „Þú átt að vera í almennum skóla til að stuðla að endurmenntun kennara og endurbótum skólakerfisins þannig að það verði fært um að sinna þörfum þroskaheftra barna.“ Vá! Og hvernig geri ég það? Bara með því að vera þarna og láta mér líða illa? 12. „Þú færð þetta verkefni vegna þess að grunnskólinn gerir ekki neitt almennilegt fyrir þig nema sérskólinn neiti að taka við þér og skólinn er sterkasta aflið til að sigrast á fordómum.“ Getur skólinn kannski beitt sér fyrir því að uppræta fordóma án þess að ég þurfi að vera á staðnum? Ég er ekki pólitískt verkfæri, ég er barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Athugasemdir við rök sérskólaandstæðinga: Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla sem er sérsniðinn fyrir þroskahömluð börn eins og mig? 1. „Vegna þess að í sérskóla einangrast þú frá almennu samfélagi.“ Hvernig þá? Er það ekki frekar einangrun að vera alltaf ein og öðruvísi í almenna skólanum? 2. „Þú átt að vera í almennum skóla vegna þess að þar eru góðar fyrirmyndir.“ Er þá eitthvað að því að vera eins og ég er? Geta þau kennt mér að vera ekki þroskaheft? Get ég þá af-fatlast? 3. „Þú átt að vera í almennum skóla því krakkarnir þar eiga að venjast þér og læra umburðarlyndi gagnvart þroskaheftum.“ Þarf ÉG endilega að kenna þeim það? Og hvernig á ég að kenna þeim það – bara með því að vera þarna og vera öðruvísi? Ef þau venjast mér hætta þau þá að taka eftir því hvað ég tala óskýrt, og segi sama hlutinn aftur og aftur, að ég skil ekki það sem þau segja og ég veifa með handleggjunum og hef hátt? Vilja þau þá vera vinir mínir? Hvað ef þau venjast mér ekki en verða bara pirruð og þreytt á mér? 4. „Krakkarnir eiga að láta þér finnast þú vera fullgildur þátttakandi í skólasamfélaginu á eigin forsendum.“ Hvernig get ég verið fullgildur félagi þegar ég get ekki gert það sama og aðrir og get aldrei orðið eins og aðrir? Er ég þá ekki bara einhvers konar heiðursfélagi? 5. „Við kunnum ráð við því. Við látum bara eins og þú sért eins og aðrir. Við getum til dæmis tekið bókarkápuna af bókinni sem hinir krakkarnir eru að lesa og sett hana utan um smábarnabókina þína. Þá halda allir að þú sért eins og hinir.“ Já, en það er lygi. Verð ég þá að leyna því hver ég er? Vá, hvað ég hlýt að vera ömurleg! Ég vil frekar vera þar sem ég þarf ekki að skammast mín fyrir hver ég er en að vera meðtekin á upplognum forsendum. 6. „Kannski kynnist þú krökkum í hverfinu og getur verið með þeim úti að leika og þú getur farið í íþrótta- og félagsstarf í hverfinu.“ Er það? En ef ég fer út að leika með krökkunum í hverfinu, hver á þá að passa mig? Og hvaða hlutverk fæ ég í leiknum ef ég get ekki lært leikreglurnar? Má ég ekki æfa með Öspinni? Er kannski kúlara að æfa með KR? 7. „Ef þú ert í almennum skóla verður þú virkari þátttakandi í hinu almenna samfélagi.“ Fer það ekki eftir fötlun minni hversu virk ég get orðið í samfélaginu? Ég hef áhuga á þátttöku í samfélagi þroskaheftra. Útilokar það mig þá frá hinu svokallaða almenna samfélagi? Eru ekki allir í mörgum samfélögum? 8. „Ófatlaðir krakkar geta verið svo mikil hvatning fyrir þig.“ Þegar ég sé hvað aðrir geta, get ég þá gert það sama? Er þá þroskahömlun kannski bara leti? 9. „Þú átt að vera í almennum skóla af því þú átt rétt á því!“ Verður maður að gera það sem maður hefur rétt á að gera? Mig langar að vera í skóla með krökkum sem eru eins og ég. Hef ég ekki rétt á því? 10. „Samfélagið verður litríkara og flottara ef allir eru saman.“ Mér er nú eiginlega slétt sama hvað lítur vel út, ég vil bara vera með vinum mínum og jafningjum þar sem ég get blómstrað eins og ég er. 11. „Þú átt að vera í almennum skóla til að stuðla að endurmenntun kennara og endurbótum skólakerfisins þannig að það verði fært um að sinna þörfum þroskaheftra barna.“ Vá! Og hvernig geri ég það? Bara með því að vera þarna og láta mér líða illa? 12. „Þú færð þetta verkefni vegna þess að grunnskólinn gerir ekki neitt almennilegt fyrir þig nema sérskólinn neiti að taka við þér og skólinn er sterkasta aflið til að sigrast á fordómum.“ Getur skólinn kannski beitt sér fyrir því að uppræta fordóma án þess að ég þurfi að vera á staðnum? Ég er ekki pólitískt verkfæri, ég er barn.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun