Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla? Ásta Kristrún Ólafsdóttir skrifar 27. janúar 2011 09:46 Athugasemdir við rök sérskólaandstæðinga: Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla sem er sérsniðinn fyrir þroskahömluð börn eins og mig? 1. „Vegna þess að í sérskóla einangrast þú frá almennu samfélagi.“ Hvernig þá? Er það ekki frekar einangrun að vera alltaf ein og öðruvísi í almenna skólanum? 2. „Þú átt að vera í almennum skóla vegna þess að þar eru góðar fyrirmyndir.“ Er þá eitthvað að því að vera eins og ég er? Geta þau kennt mér að vera ekki þroskaheft? Get ég þá af-fatlast? 3. „Þú átt að vera í almennum skóla því krakkarnir þar eiga að venjast þér og læra umburðarlyndi gagnvart þroskaheftum.“ Þarf ÉG endilega að kenna þeim það? Og hvernig á ég að kenna þeim það – bara með því að vera þarna og vera öðruvísi? Ef þau venjast mér hætta þau þá að taka eftir því hvað ég tala óskýrt, og segi sama hlutinn aftur og aftur, að ég skil ekki það sem þau segja og ég veifa með handleggjunum og hef hátt? Vilja þau þá vera vinir mínir? Hvað ef þau venjast mér ekki en verða bara pirruð og þreytt á mér? 4. „Krakkarnir eiga að láta þér finnast þú vera fullgildur þátttakandi í skólasamfélaginu á eigin forsendum.“ Hvernig get ég verið fullgildur félagi þegar ég get ekki gert það sama og aðrir og get aldrei orðið eins og aðrir? Er ég þá ekki bara einhvers konar heiðursfélagi? 5. „Við kunnum ráð við því. Við látum bara eins og þú sért eins og aðrir. Við getum til dæmis tekið bókarkápuna af bókinni sem hinir krakkarnir eru að lesa og sett hana utan um smábarnabókina þína. Þá halda allir að þú sért eins og hinir.“ Já, en það er lygi. Verð ég þá að leyna því hver ég er? Vá, hvað ég hlýt að vera ömurleg! Ég vil frekar vera þar sem ég þarf ekki að skammast mín fyrir hver ég er en að vera meðtekin á upplognum forsendum. 6. „Kannski kynnist þú krökkum í hverfinu og getur verið með þeim úti að leika og þú getur farið í íþrótta- og félagsstarf í hverfinu.“ Er það? En ef ég fer út að leika með krökkunum í hverfinu, hver á þá að passa mig? Og hvaða hlutverk fæ ég í leiknum ef ég get ekki lært leikreglurnar? Má ég ekki æfa með Öspinni? Er kannski kúlara að æfa með KR? 7. „Ef þú ert í almennum skóla verður þú virkari þátttakandi í hinu almenna samfélagi.“ Fer það ekki eftir fötlun minni hversu virk ég get orðið í samfélaginu? Ég hef áhuga á þátttöku í samfélagi þroskaheftra. Útilokar það mig þá frá hinu svokallaða almenna samfélagi? Eru ekki allir í mörgum samfélögum? 8. „Ófatlaðir krakkar geta verið svo mikil hvatning fyrir þig.“ Þegar ég sé hvað aðrir geta, get ég þá gert það sama? Er þá þroskahömlun kannski bara leti? 9. „Þú átt að vera í almennum skóla af því þú átt rétt á því!“ Verður maður að gera það sem maður hefur rétt á að gera? Mig langar að vera í skóla með krökkum sem eru eins og ég. Hef ég ekki rétt á því? 10. „Samfélagið verður litríkara og flottara ef allir eru saman.“ Mér er nú eiginlega slétt sama hvað lítur vel út, ég vil bara vera með vinum mínum og jafningjum þar sem ég get blómstrað eins og ég er. 11. „Þú átt að vera í almennum skóla til að stuðla að endurmenntun kennara og endurbótum skólakerfisins þannig að það verði fært um að sinna þörfum þroskaheftra barna.“ Vá! Og hvernig geri ég það? Bara með því að vera þarna og láta mér líða illa? 12. „Þú færð þetta verkefni vegna þess að grunnskólinn gerir ekki neitt almennilegt fyrir þig nema sérskólinn neiti að taka við þér og skólinn er sterkasta aflið til að sigrast á fordómum.“ Getur skólinn kannski beitt sér fyrir því að uppræta fordóma án þess að ég þurfi að vera á staðnum? Ég er ekki pólitískt verkfæri, ég er barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Athugasemdir við rök sérskólaandstæðinga: Hvers vegna má ég ekki ganga í sérskóla sem er sérsniðinn fyrir þroskahömluð börn eins og mig? 1. „Vegna þess að í sérskóla einangrast þú frá almennu samfélagi.“ Hvernig þá? Er það ekki frekar einangrun að vera alltaf ein og öðruvísi í almenna skólanum? 2. „Þú átt að vera í almennum skóla vegna þess að þar eru góðar fyrirmyndir.“ Er þá eitthvað að því að vera eins og ég er? Geta þau kennt mér að vera ekki þroskaheft? Get ég þá af-fatlast? 3. „Þú átt að vera í almennum skóla því krakkarnir þar eiga að venjast þér og læra umburðarlyndi gagnvart þroskaheftum.“ Þarf ÉG endilega að kenna þeim það? Og hvernig á ég að kenna þeim það – bara með því að vera þarna og vera öðruvísi? Ef þau venjast mér hætta þau þá að taka eftir því hvað ég tala óskýrt, og segi sama hlutinn aftur og aftur, að ég skil ekki það sem þau segja og ég veifa með handleggjunum og hef hátt? Vilja þau þá vera vinir mínir? Hvað ef þau venjast mér ekki en verða bara pirruð og þreytt á mér? 4. „Krakkarnir eiga að láta þér finnast þú vera fullgildur þátttakandi í skólasamfélaginu á eigin forsendum.“ Hvernig get ég verið fullgildur félagi þegar ég get ekki gert það sama og aðrir og get aldrei orðið eins og aðrir? Er ég þá ekki bara einhvers konar heiðursfélagi? 5. „Við kunnum ráð við því. Við látum bara eins og þú sért eins og aðrir. Við getum til dæmis tekið bókarkápuna af bókinni sem hinir krakkarnir eru að lesa og sett hana utan um smábarnabókina þína. Þá halda allir að þú sért eins og hinir.“ Já, en það er lygi. Verð ég þá að leyna því hver ég er? Vá, hvað ég hlýt að vera ömurleg! Ég vil frekar vera þar sem ég þarf ekki að skammast mín fyrir hver ég er en að vera meðtekin á upplognum forsendum. 6. „Kannski kynnist þú krökkum í hverfinu og getur verið með þeim úti að leika og þú getur farið í íþrótta- og félagsstarf í hverfinu.“ Er það? En ef ég fer út að leika með krökkunum í hverfinu, hver á þá að passa mig? Og hvaða hlutverk fæ ég í leiknum ef ég get ekki lært leikreglurnar? Má ég ekki æfa með Öspinni? Er kannski kúlara að æfa með KR? 7. „Ef þú ert í almennum skóla verður þú virkari þátttakandi í hinu almenna samfélagi.“ Fer það ekki eftir fötlun minni hversu virk ég get orðið í samfélaginu? Ég hef áhuga á þátttöku í samfélagi þroskaheftra. Útilokar það mig þá frá hinu svokallaða almenna samfélagi? Eru ekki allir í mörgum samfélögum? 8. „Ófatlaðir krakkar geta verið svo mikil hvatning fyrir þig.“ Þegar ég sé hvað aðrir geta, get ég þá gert það sama? Er þá þroskahömlun kannski bara leti? 9. „Þú átt að vera í almennum skóla af því þú átt rétt á því!“ Verður maður að gera það sem maður hefur rétt á að gera? Mig langar að vera í skóla með krökkum sem eru eins og ég. Hef ég ekki rétt á því? 10. „Samfélagið verður litríkara og flottara ef allir eru saman.“ Mér er nú eiginlega slétt sama hvað lítur vel út, ég vil bara vera með vinum mínum og jafningjum þar sem ég get blómstrað eins og ég er. 11. „Þú átt að vera í almennum skóla til að stuðla að endurmenntun kennara og endurbótum skólakerfisins þannig að það verði fært um að sinna þörfum þroskaheftra barna.“ Vá! Og hvernig geri ég það? Bara með því að vera þarna og láta mér líða illa? 12. „Þú færð þetta verkefni vegna þess að grunnskólinn gerir ekki neitt almennilegt fyrir þig nema sérskólinn neiti að taka við þér og skólinn er sterkasta aflið til að sigrast á fordómum.“ Getur skólinn kannski beitt sér fyrir því að uppræta fordóma án þess að ég þurfi að vera á staðnum? Ég er ekki pólitískt verkfæri, ég er barn.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar